Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við gefum deyjum

Tilviljanakennt slys á sjúkrahúsi í Kanada varð til þess að opna leið lækna að áður óþekktum heimi. Í ljós kom að heil runa óvæntra atburða á sér stað í heilanum fyrstu sekúndurnar eftir að hjartað hættir að slá.

BIRT: 14/08/2022

Sterkir ljósblossar við endann á dimmum göngum, leiftursnöggt yfirlit yfir helstu augnablik ævinnar og sú tilfinning að verið sé að yfirgefa líkamann og svífa yfir honum líkt og gervihnöttur.

 

Síðustu sekúndur ævinnar hafa verið sveipaðar mikilli dulúð.

 

Við vitum enn ekki fyrir víst nákvæmlega hvað gerist í heilanum. Nú hefur samt í fyrsta sinn tekist að mæla í smáatriðum heilastarfsemina hjá deyjandi einstaklingi.

 

Í ljós kom að í heilanum fer af stað heil skipulögð runa kemískra taugaboða sem fara af stað um leið og síðasti andardrátturinn er dreginn. Hugsanlega fær hinn deyjandi að sjá samsafn af bestu augnablikum ævinnar fljúga fram hjá, líkt og við þekkjum úr heimi kvikmyndanna.

LESTU EINNIG

Sorglegur atburður veitir innsýn í hulinn heim

Vísindamennirnir gerðu þessa uppgötvun þegar þeir fyrir algera tilviljun urðu vitni að sorglegum atburði á sjúkrahúsi í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þar hafði 87 ára gamall sjúklingur fengið flogakast eftir aðgerð og höfðu læknarnir tengt rafskaut við hársvörð hans til að geta fylgst grannt með rafboðum heilans í svokölluðu heilariti (EEG).

 

Til allrar óhamingju versnaði ástand sjúklingsins meðan á þessu stóð og hann lést skyndilega af völdum hjartaáfalls.

 

Þetta gerði það að verkum að læknarnir öðluðust innsýn inn í hulinn heim. Jafnvel þótt læknar hafi áður gert einfaldar hjartaritsmælingar á mannsheilanum á mörkunum á milli lífs og dauða, var þetta í fyrsta sinn sem þeir höfðu tækifæri til að fylgjast með umskiptunum á svo nákvæman máta.

Þessi 87 ára gamli Kanadabúi hafði orðið fyrir blóðuppsöfnun milli höfuðkúpunnar og heilans sökum þess að hann datt og lést skömmu síðar af völdum hjartaáfalls. Á myndinni má sjá sneiðmynd af heila mannsins fyrir aðgerðina (A og B) og að henni lokinni (C og D).

Heilinn fer í gegnum helstu atburði ævinnar

Læknunum tókst að taka upp 900 sekúndna myndskeið af heila deyjandi mannsins.

 

Mælingarnar leiddu í ljós hvernig starfsemi heilabylgnanna sem tengjast draumum og minningum, þ.e. svonefndra gammabylgna, jókst 30 sekúndum fyrir og 30 sekúndum eftir síðasta hjartsláttinn.

 

Heilabylgjur tákna samanlagða rafræna starfsemi heilans í milljörðum af taugafrumum. Það er svo bæði tíðni bylgnanna og styrkur þeirra sem gefa til kynna með hvers kyns meðvitund einstaklingurinn er.

 

Gammabylgjurnar sem eru með tíðni á bilinu 30 til 100 hertz, eru sú tegund heilabylgna sem hafa hæstu tíðnina. Það eru jafnframt gammabylgjur sem vísindamenn oftast mæla þegar tilraunaþátttakendur í ólíkum tilraunum eru beðnir um að kalla fram minningar.

 

Rafskautin námu hins vegar einnig aðrar tegundir af heilabylgjum, m.a. alfabylgjur. Það er einmitt samspil þessara tveggja tegunda af heilabylgjum sem gerði vísindamönnunum kleift að kanna hvað átti sér stað í heila deyjandi mannsins:

 

„Tengslin á milli alfa- og gammastarfsemi eiga þátt í að kalla fram minningar í heilbrigðum tilraunaþátttakendum. Fyrir vikið er einnig áhugavert að velta því fyrir sér hvort starfsemin kunni að leiða í ljós síðasta „innlit í lífið“, það sem á sér stað þegar viðkomandi er að draga andann í hinsta sinn“, skrifa vísindamennirnir í rannsókn sinni.

Straumur jóna tryggir taugaboð í heila

Heilafruma orsakar taugaboð innan í sér með því að láta rafhlaðnar jónir streyma inn í frumuna. Þegar taugaboðið berst gegnum frumuna senda svonefndar jónadælur jónirnar út aftur og fruman verður tilbúin til að senda frá sér nýtt taugaboð.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock, © Frontiers in Aging Neuroscience

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.