Jól

7 mýtur um fæðingu frelsarans

Halastjörnur, þýðingarvillur og víkingahátíð sem fallið hafði í gleymsku. Árum saman hafa fornleifafræðingar, sagnfræðingar og stjörnufræðingar reynt að komast til botns í hvað er satt og hvað ósatt í frásögnum af meyfæðingunni í Betlehem.

BIRT: 25/12/2022

1. Fæddist Jesús í Betlehem?

Mýtan: Svo segir í jólaguðspjallinu að María sem var barnshafandi, ásamt unnusta sínum Jósef, hafi ferðast frá heimili þeirra í Nasaret til bæjarins Betlehem til þess að unnt yrði að telja þau með í manntali því sem Ágústus keisari lét framkvæma. Þegar hjónaleysin loks komust á leiðarenda fæddi hún soninn Jesú og lagði hann í jötu.

 

Skýringin: Vitað er að Rómverjar gerðu ítrekað manntal á árunum í kringum fæðingu frelsarans. Engar heimildir hafa þó fundist fyrir því að telja skyldi borgarana í fæðingarbæ þeirra sem óneitanlega hefði haft mikil ferðalög í för með sér fyrir marga.

Það er ekkert í Biblíunni um að María hafi ferðast á asna.

Fjarlægðin á milli Betlehem og Nasaret er um 100 km í beinni loftlínu og þetta þótti löng ferð á þess tíma mælikvarða, óháð því hvort ferðin var farin fótgangandi eða ríðandi á asna.

 

Í raun réttri hlýtur vegalengdin að hafa verið umtalsvert lengri en loftlínan segir til um, því hjónaleysin hafa að öllum líkindum valið leiðina sem lá út fyrir héraðið Samaríu.

 

Ýmsar heimildir herma að gyðingar og Samverjar hafi hatast hver við annan og gyðingar á ferð gátu átt á hættu að verða rændir eða drepnir ef þeir sáust í fyrrgreindu héraði.

 

Að öllum líkindum hafa Jósef og María fyrir vikið ekki farið frá Nasaret.

 

Þó svo að Biblían kveði á um að Jesús hafi fæðst í Betlehem, á það sennilega rætur að rekja til þess, segja sagnfræðingar, að borgin taldist vera fæðingarbær Davíðs konungs og spámenn höfðu spáð fyrir um að frelsari gyðinga myndi fæðast þar.

2. Fæddist Jesús 25. desember?

Mýtan: Ástæða þess að kristnir menn halda jól undir lok desembermánaðar er sú að Jesús var sagður hafa fæðst aðfaranótt 25. desember.

 

Skýringin: Hátíðahöld í sambandi við fæðingu Jesú tengjast hefðum sem eru eldri en kristni, því það stendur hvergi í Biblíunni að Jesús hafi fæðst í desember.

 

Vísindamenn greinir á um fæðingardag hans, svo og fæðingarár. Ástæða þess að jólin eru haldin í lok desember er sennilega sú að Rómverjar héldu miðsvetrarhátíð hinn 25. desember, áður en þeir tóku kristna trú.

 

Hátíð Rómverjanna minnti að mörgu leyti á hátíðina sem víkingarnir héldu í lok desembermánaðar. Heitið „jól“ leiðir hugann óneitanlega að heiðinni hátíð sem einnig kallaðist „jól“ en sú hátíð var haldin til að fagna vetrarsólstöðum.

LESTU EINNIG

Þá fögnuðu Norðurlandabúar því að birtan sneri aftur.

 

Kristnir menn héldu hefðinni áfram en fóru þess í stað að útskýra hana með fæðingu frelsarans. Í austurhluta Rómarveldis var hins vegar lögð áhersla á að halda jól hinn 6. janúar. Sú hefð er m.a. enn við lýði í Rússlandi.

3. Var María óflekkuð mey þegar hún fæddi Jesú?

Mýtan: Eitt helsta kraftaverk veraldarsögunnar átti sér stað þegar ungu konunni Maríu tókst að verða þunguð og fæða son án þess að hafa nokkru sinni verið við karlmann kennd.

 

Skýringin: Nærliggjandi er að ætla að það að María mey hafi orðið þunguð sem hrein mey hafi einfaldlega verið þýðingarvilla.

Þýðingarvilla gerði Maríu að hreinni mey.

Í Gamla testamentinu spá spámenn gyðinga nefnilega fyrir um að „ung kona“ muni fæða son.

 

Þegar hebreski textinn var þýddur yfir á grísku var hebreska orðið „alma“ sem táknar unga konu, þýtt með gríska orðinu parthenos sem þýðir „hrein mey“.

 

Hebreska orðið yfir hreina mey, þ.e. „betula“, kemur alls ekki fyrir í Gamla testamentinu.

4. Var Jesús sonur Guðs?

Mýtan: Samkvæmt kristinni trú var Jesús frá Nasaret frelsari alls heimsins. Þannig að hann var allt í senn: Guð, sonur Guðs og maður.

 

Skýringin: Flestir sagnfræðingar eru sammála um að Jesús hafi verið raunveruleg persóna en hvort hann einnig var guðdómlegur er látið liggja á milli hluta.

Kirkjan ákvarðaði árið 325 að Jesús hefði búið yfir guðlegum krafti.

Árið 325 fann rómverski keisarinn Konstantín sig knúinn til að kalla 300 biskupa saman til kirkjufundar til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hver og hvað Jesús eiginlega hafði verið.

 

Fundurinn ályktaði að hann hefði verið allt í senn: guðlegur, sonur Guðs og mannlegur. Niðurstaðan var ekki samhljóma en hefur þó ráðið ríkjum allar götur síðan.

5. Var Betlehemsstjarnan raunveruleg stjarna?

Mýtan “(…) Og sjá, stjarnan sem þeir höfðu séð austur frá, fór fyrir þeim þar til hún staðnæmdist þar yfir sem barnið var …“ Svo segir í Mattheusarguðspjalli um Betlehemsstjörnuna sem vísaði vitringunum veginn til Jesú.

 

Skýringin: Nú á dögum efast stjörnufræðingar um að nokkur stjarna hafi birst yfir Betlehem. Flestir hallast að því að frásögnin um stjörnuna eigi rætur að rekja til sjónblekkingar.

 

Á árunum í kringum fæðingu frelsarans voru nefnilega fleiri sérstök himintungl á sveimi. Um var að ræða ýmsar halastjörnur og sérstaklega þétta samstöðu milli Júpíters og Satúrnusar.

 

Þá geta stjörnufræðingar heldur ekki útilokað að um hafi verið að ræða sprengistjörnu, þó svo að þeir leggi áherslu á að sprengistjarna sé ósennileg skýring.

6. Vitjuðu vitringarnir Jesúbarnsins?

Mýtan: Í Mattheusarguðspjalli segir að þrír vitringar frá Austurlöndum hafi vitjað Jesúbarnsins og fært honum að gjöf: gull, reykelsi og myrru. Í algengustu frásögninni eru vitringarnir sagðir hafa verið þrír en stundum eru þeir nefndir heilagir konungar.

 

Skýringin: Fjöldi vitringanna kemur ekki fram í Biblíunni en sennilegt þykir að fjöldinn hafi orðið þrír þegar fram liðu stundir, sökum þess að Jesú voru gefnar þrjár gjafir.

Í sumum kristilegum túlkunum voru vitringarnir alls tólf talsins.

Í Biblíunni tíðkast heldur ekki að tala um vitringana sem konunga og í raun og veru er alls óvíst að þeir hafi verið vitrir.

 

Í upphaflegu grísku þýðingunni er þeim lýst sem „magi“. Það orð táknar í raun frekar prest eða töframann sem fæst við stjörnuspeki. Margir fengust við slíka iðju á dögum Jesú.

7. Gátu hirðingjarnir sofið úti á akrinum í desember?

Mýtan: Í frásögn Biblíunnar um fæðingu Jesú stendur að hirðingjarnir hafi sofið á akrinum. „Í sama héraði voru hirðingjar sem lágu úti á akrinum og gættu hjarðar sinnar að nóttu til“, segir í Lúkasarguðspjalli.

 

Skýringin: Í trúarlega textanum kemur hvergi fram að Jesús hafi fæðst í desember.

Hirðingjarnir sváfu einnig úti á akrinum á veturna.

Hafi sú verið raunin myndi það í engu breyta sannleiksgildi frásagnarinnar. Á veturna breyttist skraufþurrt eyðimerkurlandslagið nefnilega í frjósamar engjar og þar eyddu bæði hirðingjar og fé nóttinni.

 

„Vetrarmánuðirnir eru bestu mánuðirnir fyrir hirðingja í Betlehem“, ritaði fornleifafræðingurinn James Kelso, þegar hann tók þátt í uppgreftri árið 1926, þar sem nú er Palestína.

 

Hvort engill í raun og veru vakti hirðingjana þessa þjóðsagnakenndu nótt, til að segja þeim frá fæðingu frelsarans, skal hins vegar látið liggja milli hluta.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Therese Boisen Haas

Jurand/Shutterstock,© Joseph Brickey/Lunow,© Bridgeman,© Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is