Glæpir

Aðalsmaður lét sig hverfa eftir blóðugt morð

Við fyrstu sýn virtist Lucan lávarður vera hinn fullkomni breski aðalsmaður en spilafíknin lék hann aftur á móti grátt og maðurinn var skuldum vafinn. Þegar eiginkonan fékk forræði yfir börnunum við skilnað þeirra hjóna skipulagði Lucan blóðug áform sín.

BIRT: 19/08/2023

Föstudaginn 7. nóvember 1974 skjögraði grannvaxin, ljóshærð kona inn á öldurhúsið The Plumbers Arms í Lundúnaborg. Hún var klædd náttkjól og það blæddi úr djúpu sári í hársverðinum. Fastagestir kráarinnar þekktu hana sem aðalskonuna lafði Lucan.

 

„Hjálpið mér! Ég rétt slapp undan morðingja!“, öskraði konan. Mennirnir á kránni voru furðu lostnir.

 

„Hann er búinn að myrða barnfóstruna!“ hélt konan áfram. Síðan leið yfir hana. Nú loks áttuðu mennirnir sig á alvöru málsins. Þeir lögðu konuna á bekk og hringdu á lögregluna.

 

Kráin The Plumbers Arms var í Lower Belgrave Street í hinu ríkmannlega Belgravia-hverfi í London. Fastagestunum var vel kunnugt um að konan og eiginmaður hennar, Lucan lávarður, byggju í glæsihúsi rétt neðar í götunni.

Gæfan lék ekki við lafði Lucan. Eftir morðtilraunina ánetjaðist hún þunglyndislyfjum og missti tengslin við börn sín.

Þegar lögreglan kom til Belgravia byrjuðu lögregluþjónar að leita í húsinu. Þeir fundu börn hjónanna þrjú, lafhrædd í felum í herbergjum sínum.

 

Í kjallaranum rákust lögreglumennirnir á blóði drifinn poka sem líki ungrar konu hafði verið komið fyrir í, líki barnfóstrunnar. Á gólfinu fundu þeir enn fremur blýrör sem umbúðum úr sárakassa hafði verið vafið utan um.

 

Lafði Lucan fór nú að koma til sjálfrar sín. Hún gat upplýst að maðurinn sem hafði reynt að myrða hana væri fyrrum eiginmaður hennar, Lucan lávarður. Hann var hins vegar hvergi að finna.

 

Aðalsmaður af gamla skólanum

Lucan lávarður sem hlotið hafði skírnarnafnið Richard John Bingham, fæddist árið 1934 og var sonur 6. jarlsins af Lucan. John ólst upp við mikinn munað en missti öll tengsl við fjölskyldu sína í seinni heimsstyrjöld.

 

Þegar Þjóðverjar byrjuðu að gera loftárásir á London, var sex ára gömlum drengnum komið fyrir í öruggu skjóli í Bandaríkjunum. Þegar hann sneri heim aftur sendu foreldrarnir hann í heimavistarskóla í Eton.

 

Á sjötta áratugnum var John ungur aðalsmaður með bjarta framtíð, 190 cm á hæð, grannvaxinn og bráðmyndarlegur. Hann var ráðinn til starfa í hinum virta fjárfestingarbanka William Brandt’s Sons & Co en leiddist vinnan og varði drjúgum tíma á kappsiglingabát sínum, White Migrant.

„Hann líktist aðalsmanni, var nánast eins og skopmynd af herramanni, í víðum bómullarbuxum, með tweed-húfu og yfirskegg á barnslegu andlitinu“.

Sagði væntanleg eiginkona eftir að hún fyrst hitti John Bingham.

John var jafnframt hluti af hóp sem kallaðist Clermont-gengið en um var að ræða hóp efnaðra aðals- og kaupsýslumanna sem stunduðu Clermont-spilaklúbbinn, einkaklúbb við Berkeley-torg.

 

Kvöld nokkurt árið 1960 bar John 26.000 pund úr býtum við spilaborðið (rúmar tíu milljónir íslenskra króna á núvirði). Lán mannsins fullvissaði hann um að honum væri ætlað að stunda fjárhættuspil. Hann sagði því lausu starfi sínu í bankanum.

Þess í stað varð áströlsk fyrirsæta, maður að nafni George Lazenby, valinn til að leika James Bond í kvikmyndinni „Í þjónustu hennar hátignar“ (1969).

Lucan lávarður var eins og skapaður fyrir hlutverk njósnara hennar hátignar, James Bond

Ég heiti Lucan, Lucan lávarður. Á sjöunda áratug 20. aldar var Sean Connery hinn eini sanni James Bond en þegar leikarinn frægi vildi losna úr kvikmyndahlutverkinu kom Lucan lávarður til greina í hlutverki njósnara hennar hátignar.

 

Höfundur bókanna um James Bond, Ian Fleming, hafði gaman af fjárhættuspili. Hann kom fyrir vikið oft í Clermont klúbbinn þar sem Lucan lávarður varði mörgum stundum.

 

Lucan lávarður var ímynd hins glæsilega, heillandi breska aðalsmanns, fagurlega klæddur með áhuga á spilum, klúbbum fyrir fáa útvalda og hraðskreiðum bifreiðum: ósvikinn James Bond, að undanskildu leyfinu til að drepa.

 

Árið 1966 fór Lucan lávarður í áheyrnarprufu fyrir kvikmyndina „Woman Times Seven“, grínleik með kynferðislegu ívafi, með Shirley MacLaine í aðalhlutverki. Hann fékk hins vegar ekki hlutverkið og viðurkenndi að sennilega væru sér ætlaðir aðrir hlutir en að gerast kvikmyndaleikari.

 

Þess vegna hafnaði Lucan lávarður örfáum árum síðar tilboði hins þekkta framleiðanda Bond-myndanna, Albert R. Broccoli, um að koma í áheyrnarprufu fyrir titilhlutverkið í James Bond-myndunum. Broccoli var að leita að arftaka fyrir Sean Connery sem hætti áður en sjötta myndin um njósnarann geðþekka var gerð.

 

Hugsanlegt er að höfundur bókanna, Ian Fleming sem hafði aldrei verið sérlega hrifinn af Sean Connery, hafi mælt með því fyrir andlát sitt árið 1964 að Broccoli hugleiddi að velja Lucan lávarð í hlutverkið.

Lucan lávarður kynntist lafðinni sinni

Árið 1963 kynntist John ljósmyndafyrirsætunni Veroniku Mary Duncan, 26 ára að aldri, þegar hann heimsótti vel efnaðan knapa að nafni Bill Shand Kydd sem kvæntur var systur Veroniku.

 

Veronika lýsti fyrstu kynnum sínum af manninum þannig:

 

„Hann líktist aðalsmanni, var nánast eins og skopmynd af herramanni, í víðum bómullarbuxum, með tweed-húfu og yfirskegg á barnslegu andlitinu“.

 

Veronika hitti John Bingham við nokkur tækifæri og dag einn bauðst hann til að aka henni heim.

 

„Við komum heim í íbúðina hans. Hann tók upp símann og sagði: ‘Segðu strákunum (í Clermont, ristj.) að ég komi ekki í kvöld’. Síðan lyfti hann mér upp af sófanum og bar mig inn í svefnherbergið“.

 

Leifturárásin virkaði sem skyldi. Tæpu ári síðar voru þau gift og flutt inn í glæsihúsið við Lower Belgrave Street. Áður en þar að kom hafði John raunar lent í fyrstu hremmingum ævi sinnar.

 

Á alþjóðasiglingamótinu Offshore Powerboat Race árið 1963, þar sem auðmenn Evrópu kepptu um hver gæti siglt hraðast umhverfis Ermarsundseyjuna Isle of Wight, var allt útlit fyrir að hann bæri sigur úr býtum. Skyndilega kom gat á bátinn og hann sökk. Þar með sökk að sama skapi gjörvöll fjárfesting aðalsmannsins unga.

MYNDBAND: Horfðu á skýrslu frá keppninni þar sem bátur Lucan lávarðar sökk

Spilafíkn stjórnaði fjölskyldulífinu

John Bingham glataði þar með öllu sem hann átti en einungis tveimur mánuðum eftir giftinguna lést faðir hans og við það erfði John ekki einungis fjölskylduauðinn heldur einnig aðalstitilinn. Hann var nú orðinn sjöundi jarlinn af Lucan.

 

Lánið virtist leika við Lucan-fjölskylduna en hamingjan er fallvölt. Spilaáhugi Lucans lávarðar þróaðist yfir í spilafíkn og Veroniku fannst hún vera einangruð. Líf þeirra snerist að öllu leyti um kvöldin í Clermont-klúbbnum.

 

Hjónasælan réðst af því hvort John hefði heppnina með sér við spilaborðið.

Allt leit vel út á yfirborðinu hjá Lucan hjónunum en fjárhagurinn var í rúst og samband hjónanna leið fyrir það.

Hún sagði síðar að samtöl þeirra hefðu öll verið á einn veg. Þegar hann kom heim spurði hún:

 

„Hvernig gekk?“

 

Oft svaraði John einfaldlega: „Ég tapaði“.

 

„Ef hann hins vegar sagðist hafa komið út á sléttu, gladdist ég“, rifjaði Veronika upp. „Þegar svo lánið lék við hann hafði ég gaman af að eyða peningum“.

 

Þegar allt lék í lyndi keypti hún föt og húsbúnað og John jós yfir hana skartgripum. Slæmu dagarnir voru hins vegar fleiri en þeir góðu og skuldir Johns jukust.

 

Sambandið flosnaði upp

Hjónabandið fór að líða fyrir ástandið. Samskipti hjónanna fóru síversnandi í takt við hrakandi fjárhag og Veronika þjáðist af þunglyndi eftir þrjár barnsfæðingar.

 

John kvað konu sína vera í andlegu ójafnvægi og lamdi hana með priki við nokkur tækifæri. Hann sagðist ætla að berja „vitleysishugmyndirnar úr höfði hennar“.

 

Þar fyrir utan hunsaði John eiginkonu sína og gerði allt sem í hans valdi stóð til að brjóta niður sjálfstraust hennar. Eftir erfið jól árið 1972 var hann tilbúinn að uppskera ávöxtinn af áralöngu andlegu ofbeldi sínu gagnvart eiginkonunni: Lucan lávarður hringdi í heimilislækninn og spurði hvort hann teldi Veroniku vera færa um að annast börnin“.

 

Þegar læknirinn gaf honum svar sitt reiddist John svo ógurlega að hann pakkaði fötum sínum niður í tvær ferðatöskur og lét sig hverfa á braut úr húsinu.

„Í gærkvöldi áttu sér stað hræðilegir atburðir sem ég hef lýst í grófum dráttum fyrir móður minni“.

Skrifaði Lucan lávarður í bréfi til svila síns eftir morðið.

Hann flutti inn í litla íbúð í grenndinni og hóf baráttu um forsjá yfir börnunum. John njósnaði um Veroniku til að grennslast fyrir um um hvort hún væri fær um að annast börnin.

 

Harðvítug forræðisbaráttan átti eftir að kosta John offjár en honum tókst ekki að fá dómarann á sitt band. Metið hafði verið að lafði Lucan væri í andlegu ójafnvægi en henni var engu að síður dæmt forræðið, með þeim skilyrðum þó að barnfóstra byggi á heimilinu og aðstoðaði hana við uppeldi barnanna.

 

Þetta varð til þess að Veronika réð til starfa 29 ára stúlku, Söndru Rivett.

 

Morðingi í myrkrinu

Áralöng barátta Lucan hjónanna náði hámarki að kvöldi þess 7. nóvember árið 1974. Um það bil kl. tíu það kvöld fór Sandra Rivett niður í eldhúsið í kjallaranum til að útbúa tebolla handa Veroniku.

 

Lafðin greindi frá því við lögregluna að sig hafi verið farið að lengja eftir Söndru og hafi því farið á eftir henni. Hún komst hins vegar aldrei alla leið. Þar sem hún stóð í ganginum hafi maður hennar ráðist á hana og lamið hana í höfuðið með blýröri.

 

„Ég öskraði en maðurinn minn sagði ‘Haltu kjafti!’ og stakk þremur hanskaklæddum fingrum niður í kokið á mér“.

 

Hún slapp frá manninum með því að grípa um eistu hans.

Lögreglan fann poka með líkinu af Söndru Rivett á heimili Lucan-fjölskyldunnar.

Síðan tókst Veroniku að tala hann til og fékk leyfi hans til að leggja sig í svefnherbergi þeirra hjóna. Þegar Lucan lávarður fór fram á baðherbergið til að þvo af sér blóð greip hún tækifærið til að komast út úr húsinu og hljóp niður á krána The Plumbers Arms þaðan sem hringt var á lögregluna.

 

Þegar lafði Lucan hafði verið yfirheyrð vildi lögreglan fá að heyra útgáfu lávarðarins af atburðarásinni. Hann var hvergi að finna en hins vegar ritaði hann eftirfarandi yfirlýsingu í bréfi til svila síns, Bill Shand Kydd:

 

„Í gærkvöldi áttu sér stað hræðilegir atburðir sem ég hef lýst í grófum dráttum fyrir móður minni. Líkurnar á að ég hafi framið verknaðinn eru yfirgnæfandi og V (Veronika, ritstj.) á eftir að segja að ég hafi verið að verki“, ritaði hann.

 

Lucan lávarður hvarf gersamlega

Lögreglunni tókst síðan að sviðsetja flótta lávarðarins. Hann hafði flúið af vettvangi glæpsins á bifreið af tegundinni Ford Corsair sem vinur hans hafði lánað honum áður.

 

Ökuferðinni lauk hjá Susan Maxwell-Scotts sem var búsett í Sussex í 60 km fjarlægð frá London. Lávarðurinn skýrði næturheimsóknina á þann veg að einhver hefði reynt að ráða konunni hans bana og að hann sjálfur lægi undir grun.

 

„Auðvitað var hann í uppnámi en hann hafði fullkomna stjórn á sjálfum sér“, sagði Susan Maxwell seinna meir. „Ég er sannfærð um að hann var að segja satt.“

 

Tveimur klukkustundum síðar ók hann til ensku hafnarborgarinnar Newhaven og þar fannst Ford-bifreiðin svo á Norman Road. Í bílnum fundust blóðblettir og í farangursrýminu fannst enn fremur blýrör sem sáraumbúðum hafði verið vafið utan um.

 

Lengra náðu vísbendingar lögreglunnar ekki. Hafði Lucan lávarður tekið ferjuna yfir til Frakklands eða tekið sér far með einhverjum af sportsiglingaköppunum? Var hann enn í Suður-Englandi?

Fyrstu vikurnar eftir hvarf Lucans lávarðar veltu ensku dagblöðin því fyrir sér hvort maðurinn gæti hafa komist til Frakklands, t.d. í skemmtibát.

Fólk segist hafa séð Lucan lávarð um allan heim

Bretar sýndu hvarfinu á Lucan lávarði gríðarlegan áhuga. Dagblöð í landinu notuðu hvert tækifæri til að rita um hugsanleg afdrif aðalsmannsins.

 

Stjórnandi rannsóknarinnar á hvarfi lávarðarins, Roy Ranson, var viss um að Lucan lávarður hefði fallið fyrir eigin hendi.

 

Margir aðrir töldu að Lucan hefði tekið ferju yfir til Frakklands eftir að hann lagði bifreiðinni í Newhaven. Leyndardómurinn hafði í för með sér gífurlegan fjölmiðlaáhuga og síðdegisblöðin sendu starfsmenn sína út í heim til að grennslast fyrir um afdrif mannsins.

 

Þegar fram liðu stundir varð Lucan lávarður að eins konar brandara meðal blaðamanna sem vissu að leitin að honum myndi aldrei bera árangur en eftirgrennslanin gerði þeim aftur á móti kleift að ferðast til fjarlægra staða og dvelja frítt langtímum saman á framandi stöðum. Árið 2017 kom fram í breskum fréttamiðli að hinn horfni lávarður hefði „sést“ alls 70 sinnum frá árinu 1974.

 

Í janúar árið 2020 varð svo kúvending í málinu þegar Neil Berriman, sonur myrtu barnfóstrunnar, Söndru Rivett, staðhæfði að hann hefði fundið lávarðinn. Samkvæmt heimildum hans átti Lucan að búa í sambýli fyrir Búdda-áhangendur í Ástralíu.

 

Berriman hefur lýst því yfir að hann hyggist láta áströlskum yfirvöldum í té öll þau gögn sem hann hafi yfir að ráða. Meðal sönnunargagna hans er andlitsgreining, unnin af prófessor Hassan Ugail sem starfar við sjóngagnagreiningardeild háskólans í Bradford í Englandi.

 

Prófessor Ugail hefur þróað reiknirit sem getur borið kennsl á fólk með því að bera saman myndir. Ef marka má reikniritið passa gamlar myndir af Lucan lávarði við myndir af fullorðnum manni sem Neil Berriman fann í Ástralíu.

 

„Ég hef fulla trú á vísindunum að baki reikniritinu mínu. Það hefur ekki brugðist til þessa“, segir prófessor Ugail.

Harmleikurinn fékk að halda áfram

Þegar Lucan lávarður hvarf var Veronika 37 ára að aldri og djúpt sokkin í skuldafen. Fjölmiðlarnir hundeltu hana og hún var þjökuð af samviskubiti vegna dauða Söndru Rivett.

 

Líf Veroniku átti enn eftir að versna og það gerðist árið 1982 þegar George sonur hennar sem þá var 15 ára gamall, skrifaði henni bréf frá heimavistarskólanum þar sem hann tjáði henni að sér fyndist „þægilegra“ að hann og systur hans fengju að búa hjá systur Veroniku og eiginmanni hennar, Bill Shand Kydd.

 

Næstu mörg árin á eftir bjó lafði Lucan þess vegna ein og ánetjaðist sterkum verkjalyfjum. Börnin ólust upp hjá systur hennar og Veronika missti nánast allt samband við þau.

 

Lucan lávarður fannst aldrei og árið 1999 var hann úrskurðaður látinn. Þar sem ekkert lík hafði fundist var hins vegar ekki hægt að gefa út dánarvottorð. Það var svo ekki fyrr en árið 2016 sem dómstóll úrskurðaði að sonurinn George skyldi erfa fjölskyldutitilinn sem faðir hans hafði borið.

 

George, systur hans tvær og gömlu vinirnir eru öll sannfærð um sakleysi Lucans lávarðar og telja víst að hann lifi undir nýju nafni erlendis, sé hann á lífi.

 

Árið 2017 samþykkti lafði Lucan að tekið yrði við sig viðtal. Þegar hún var spurð að því hvers vegna maðurinn hennar hefði viljað hana feiga, svaraði hún:

 

„Álagið gerði hann vitstola“.

 

Hún velktist ekki í vafa um að Lucan lávarður hefði komist um borð í ferju með stefnu á Frakkland. Úti á opnu hafinu hefði hann svo tekið stefnuna á skutul skipsins og stokkið niður á skipsskrúfuna.

 

„Hvílíkt hugrekki!“, sagði lafði Lucan.

Lesið meira um dularfulla Lucan-málið

 • Laura Thompson: A Different Class of Murder: The Story of Lord Lucan, Head of Zeus, 2014

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: PER FANEFJORD LAURSEN , TORSTEN WEPER

© Central Press/Stringer/Getty Images. © PictureLux/The Hollywood Archive/Imageselect. © Terry Fincher/Stringer/Getty Images & Shutterstock. © Telegraph.co.uk. © Express/Stringer/Getty Images.

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Vinsælast

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

6

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Er sólarvarnarkrem eina leiðin til að verjast geislum sólar eða eru til matvörur með sólarvörn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is