Af hverju er gler gegnsætt?

Af hverju er gler gegnsætt fyrst flest önnur efni eru það ekki?

BIRT: 19/11/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Í sem stystu máli er gler gegnsætt vegna þess að rafeindirnar stöðva ekki sýnilegt ljós eins og í flestum öðrum efnum.

 

Ljós er gert úr svonefndum ljóseindum og þegar þær berast í efni hafa þær áhrif á rafeindir í efninu.

 

Rafeindir ferðast kringum frumeindakjarna á mismunandi orkustigum fremur en brautum.

 

Sé orka ljóseindar jafnmikil og sú orka sem aðskilur tvö orkustig í efninu getur hún losað orku sína til rafeindar sem þá skiptir um orkustig.

 

Sé of lítið af orku í ljóseindinni til slíkra orkuskipta, heldur hún áfram gegnum efnið.

 

Orka í ljóseindum sýnilegs ljóss er nægjanleg til að breyta orkustigi rafeinda í glerfrumeindum og þess vegna nær ljósið í gegnum glerið og nær til augna okkar óbreytt.

 

Þess vegna finnst okkur gler gegnsætt.

LESTU EINNIG

Þetta gildir þó aðeins um sýnilegt ljós

 

Í útfjólubláu ljósi sem er með styttri bylgjulengd en sýnilegt ljós, búa ljóseindirnar yfir nægilegri orku til að rafeindir geti tekið hana til sín og skipt um orkustig.

 

Þetta er ástæða þess að gluggarúða stöðvar útfjólublátt ljós en hleypir sýnilegu ljósi í gegn.

 

Gler drekkur líka í sig innrautt ljós – líka nefnt hitageislun – en það er á lengri bylgjulengdum en sýnilegt ljós.

BIRT: 19/11/2022

HÖFUNDUR: HENRIK BENDIX

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.