Hvers vegna virkar gler eins og hátalari?

Það heyrist hærra í farsíma ef hann er settur í glerskál, en af hverju?

BIRT: 05/10/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hljóð samanstendur af sameindum loftsins sem hreyfast í þrýstibylgjum í burtu frá hljóðgjafa sem hefja hreyfingar.

 

Þú heyrir símann spila tónlist því lítill hátalari í símanum skapar örlítinn titring sem kemur hreyfingu á loftsameindirnar sem að lokum berast að eyrunum í formi tónlistar.

 

Gler magnar bylgjur

Þrýstibylgjur í loftinu geta magnað hverja aðra og því er einnig hægt að magna hljóðið úr litla hátalaranum í símanum.

 

Ef þú setur farsímann þinn í glas, fara hljóðbylgjurnar ekki út til allra hliðar eins og ætla mætti, heldur endurkastast þær til baka og beinast í u.þ.b. sömu átt – upp glerið.

 

Á leiðinni upp geta bylgjurnar mæst og magnað hver aðra og mynda samhljóm. Og fleiri hljóðbylgjur ná beint til eyrna þinna en ef síminn væri einn og sér í herberginu þar sem hljóðbylgjurnar gætu ferðast í allar áttir og losað orkuna í veggi, húsgögn o.s.frv.

 

Sama meginregla er notuð í venjulegum hátalara, sem beinir hljóðbylgjunum markvisst og mögnuðum frá sér.

 

Meginreglan er einnig að finna í mörgum hljóðfærum – gítarkassi magnar til dæmis hljóðið töluvert meira en ef tónlistarmaðurinn slær einfaldlega á einn teygðan streng.

 

Kassinn er því einnig kallaður hljómkassi.

BIRT: 05/10/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Paul Cocksedge Studio

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is