Lifandi Saga

Af hverju fá börn sælgæti á Hrekkjavöku? 

Fyrir miðja síðustu öld fengu börn aðallega hnetur og smákökur á Hrekkjavökunni, þegar þau gengu milli húsa. Snjallir auglýsendur vildu selja langtum meira sælgæti.

BIRT: 28/10/2022

Sú hefð að gefa bæri sælgæti á Hrekkjavökunni var hugmynd bandarískra sælgætisframleiðenda. Fyrir miðja síðustu öld fengu börn einhverja smáaura, hnetur eða bara heimabakaðar smákökur þegar þau bönkuðu upp á hjá nágrönnum á Hrekkjavökunni.

Sælgætisiðnaðurinn sá þarna góða möguleika á miklum hagnaði með því að markaðssetja sælgæti sem nauðsynlegan hluta Hrekkjavökunnar. 

Auglýsingar hvöttu fólk til að gefa sælgæti á Hrekkjavökunni – hér er ein slík frá 1962.

Áður höfðu sölustjórar margreynt að finna árlega hátíð þar sem sælgæti gæti verið miðpunktur einhvers viðburðar. Allt frá 1916 og á næstu árum keyrðu sælgætisframleiðendur auglýsingaherferðir fyrir Candy Day – nýja sjálfskipaða hátíð annan sunnudag í október sem – samkvæmt framleiðendum – snérist um að fagna vináttu og kærleika með því að allir ættu að gefa öðrum sætindi. 

 

Byltingin kom á fimmta áratugnum

Auglýsingastofur birtu auglýsingar í fjölmörgum dagblöðum, leigðu leikara fyrir auglýsingarnar og dreifðu ókeypis sælgæti til m.a. munaðarlausra barna og gamalla kvenna. Ætlunarverk þetta tókst fyrst fyrir alvöru upp úr 1950 þegar sælgætisiðnaðurinn gat talið matvörubúðir á að kynna sælgæti sem eðlilegan hluta Hrekkjavökunnar sem er jú í október. 

Þetta er vinsælasta sælgætið í BNA

Á hverju ári missa Bandaríkjamenn sig í sælgætisát á meðan á hrekkjavöku stendur. Samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum Business Insider eyddu Bandaríkjamenn um 3 milljörðum dollara árið 2021 ári í hrekkjavökunammi – þetta samsvarar rúmum 400 milljörðum króna.  Bandaríkjamenn keyptu 300.000 tonn af sælgæti sem samsvarar sexfaldri þyngd Titanic.

 

Sölutölur sýna að vinsælasta Hrekkjavökusælgætið er Reese´s Peanut Butter Cups – Skittles og M&M´s fylgja fast á eftir.

1. Reese´s Peanut Butter Cups

Súkkulaðiform fyllt með hnetusmjöri. Framleiðslan hófst árið 1928 þegar mjólkurfræðingurinn H.B. Reese hóf að framleiða sælgætið í kjallara sínum. 

2. Skittles

Litlar litríkar pillur með ávaxtabragði. Sælgætið var framleitt frá árinu 1974 í Bretlandi og er nefnt eftir keiluspili sem ber sama nafn. 

3. M&M´s

Hringlaga súkkulaðihnappar með litríka sykurhúð. M&M´s var þróað af hinu bandaríska Forrest Mars sem tók eftir því að í spænska borgarastríðinu gæddu hermenn sér á svipuðum súkkulaðibitum. 

Þetta heppnaðist stórkostlega vel. Sælgætið varð fastur liður hjá börnunum og einnig hjá foreldrum sem gátu nú keypt stóra, tilbúna poka með blönduðu sælgæti sem þurfti bara að afhenda krökkunum. Þegar upp úr 1970 fengu uppáklædd börnin nær einvörðungu sælgæti á Hrekkjavökunni. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© E.J. Brach & Sons. © Evan-Amos

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is