Af hverju fæ ég dökkar rendur undir augunum?

Sumt fólk er alltaf með dökkar rendur undir augunum en aðrir aldrei. Ég er stundum með þessar rendur og stundum ekki. Hvernig stendur á því?

BIRT: 18/07/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Dökkar rendur undir augunum stafa oft af því að fíngerðar, dökkar æðar sjást í gegnum þunna húð á neðra augnlokinu. Ástæðan er þá annað hvort sú að húðin er óvenjulega fölleit og þunn eða fitulagið undir henni óvenju þunnt.

 

Ónógur svefn eða streita geta valdið fölum lit á húðinni en þunn og gagnsæ húð er oft arfgeng.

 

Þunnt fitulag getur líka verið arfgengt en getur líka stafað af lítilli líkamsfitu eða eðlilegri öldrun.

Bæði erfðir og lífsstíll valda dökkum röndum

 

Hvar: Húðin á neðra augnlokinu er í mörgum tilvikum mjög þunn og þar með nærri gagnsæ.

 

Hvað: Dökkar rendur sem ýmist stafa af æðum undir húð eða í sumum tilvikum miklu af dökku litarefni.

 

Hvenær: Tilhneiging til myndunar dökkra randa getur átt sér margar orsakir, svo sem erfðir, aldur, ofnæmi, streita, vítamínskortur eða of lítill svefn.

Enn ein möguleg orsök getur verið óvenju mikil framleiðsla af dökku litarefni í húðinni.

 

Litarefnið framleiðir húðin til að verjast útfjólubláum geislum sólar. Ef dökki liturinn er til óþæginda geta lýtalæknar hjálpað, t.d. með leysigeislameðhöndlun.

 

Síðast en ekki síst geta lyf haft áhrif á myndun dökkra randa, t.d. hormónalyf, sýklalyf eða blóðþynnandi lyf. Vítamínskortur eða efnaskiptavandamál eru líka mögulegar skýringar.

BIRT: 18/07/2023

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is