Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Hvernig stendur á því að ég get kitlað alla aðra og þeir geta kitlað mig en ég get ekki kitlað mig?

BIRT: 17/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Kitlandi tilfinning getur komið fram á tvo mismunandi vegu: Annað hvort með mjög léttri snertingu á húðinni sem kallast knismesis, t.d. með fjöður eða í grófara formi sem kallast gargalesis sem stafar af endurteknum þrýstingi eða snertingu á kitlandi svæði á líkamanum.

 

Sérstaklega það síðarnefnda vekur oft hlátur hjá þeim sem kitlaðir eru.

 

En ef þú reynir að snerta kitlandi svæðin á sjálfum þér finnurðu ekki fyrir löngun til að hlæja á sama hátt. Margt bendir til þess að hlátur í tengslum við stríðni krefjist þess að koma viðkomandi á óvart.

 

Litli heilinn kjaftar frá

Heilinn flokkar skynjunina og bælir væntanlega skynjun, t.d. þrýsting frá skó við il þína. Þannig er hægt að beina athyglinni að nýjum – og hugsanlega mikilvægari – skynhrifum. Og það er mikilvægt, því annars værum við sífellt að ganga um og finnast það kitlandi.

 

Seint á tíunda áratugnum skannaði hópur vísindamanna heila fólks sem var kitlað í annan lófann af vélmenni. Kitlið frá vélmenninu gat annað hvort verið gangsett af rannsakendum eða viðfangsefninu sjálfu. Rannsakendur skráðu síðan hvað gerðist í heilanum.

 

Niðurstöðurnar sýndu að hjá einstaklingi sem ætlar að kitla sjálfan sig fara skilaboð frá litla heila til heilabarkar um hvaða skynjun megi búast við. Litli heilinn spillir því að athöfnin komi að  óvörum.

BIRT: 17/01/2023

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is