Af hverju stafa mislit augu?

Er það rétt að sumt fólk sé fætt með annað augað blátt en hitt brúnt? Ef svo er, af hverju stafar þetta þá?

BIRT: 17/08/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það er vissulega sjaldgæft en þó er til fólk með mislit augu. Fyrirbrigðið getur verið meðfætt, en getur líka komið upp síðar á ævinni.

 

Melanín ákveður augnlitinn

Augnliturinn ræðst af því hve mikið af litarefninu melaníni er að finna í lithimnu augans. 

 

Sé aðeins lítið af efninu í lithimnunni verður augað bláleitt, meira litarefni skapar grænleit eða ljósbrún augu, en mikið melanín skapar auganu dökkbrúnan lit.

 

Fyrirbrigðið getur verið tengt erfðum, en getur líka myndast í tengslum við sjúkdóma, svo sem langvinnar bólgur í lithimnunni.

 

Augndropar geta breytt litnum

Þessu til viðbótar er í augndropum, sem notaðir eru við ákveðnum augnsjúkdómum, svo sem gláku, að finna efni, sem geta haft áhrif á litarefni í lithimnunni.

 

Og ef auga skaddast geta blæðingar skilið eftir sig dökkar járnútfellingar á lithimnunni.

 

Auga getur haft tvo ólíka liti

Litarefni geta einnig dreifst misjafnt í sama auga. Þannig getur tiltekinn hluti lithimnunnar verið með öðrum lit eða annar litur inni við sjálaldrið.

Um það bil 0,6-07% fólks er með mislit augu

BIRT: 17/08/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Ismail Hakki Demir/Anadolu Agency/Getty Images, © Konoco56

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is