Af hverju verð ég stundum pirraður þegar ég er svangur?

Þegar garnirnar gaula á ég oft miklu auðveldara með að verða pirraður. Samstarfsmenn mínir segja að ég sé „hangry“. Af hverju verð ég svona og er það eðlilegt?

BIRT: 25/02/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Maginn urrar og allt fer í taugarnar á þér. Yfirmaður þinn er auli og konan fer í þínar fínustu. En svo færðu eitthvað að borða og heimurinn verður dásamlegur á ný.

 

Tómur magi vekur reiði og pirring hjá mörgum. Fyrirbærið er almennt kallað „hangry“.

 

Í rannsókn einni skráðu 64 Evrópubúar hungur og tilfinningalega vellíðan fimm sinnum á dag á þriggja vikna tímabili. Og niðurstaðan var skýr: fólk á auðveldara með að reiðast og verða pirrað þegar það er svangt.

 

Jafnvel eftir að rannsakendur tóku tillit til hugsanlegra áhrifaþátta eins og kyns, aldurs, mataræðis, BMI-staðals og skapgerðar voru tengslin milli hungurs og neikvæðra tilfinninga skýr.

 

Rannsóknin sýndi að hungurtilfinning er að miklu leyti tengd miklum sveiflum í tilfinningum okkar.

 

Lágur blóðsykur gerir maka þinn mjög pirraðan

Pirringur þátttakenda í prófunum var því breytilegur um allt að 56 prósent, eftir því hversu svangir þeir voru. Reiði var misjöfn um 48 prósent og ánægjutilfinning með 44 prósent.

 

Ein af orsökum skapsveiflna er lágur blóðsykur. Vísindamenn hafa uppgötvað að lágur blóðsykur tengist meiri reiði, pirringi og árásargirni. Til dæmis leiddi rannsókn á 107 hjónum í ljós að fólk sýndi meiri reiði og árásargirni í garð maka síns þegar blóðsykurinn var óvenju lágur.

BIRT: 25/02/2023

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is