Vísindamenn: Talsmáti getur afhjúpað þunglyndi.

Vísindin geta með ótrúlega einfaldri tækni fundið út hvort einhver sé að þróa með sér þunglyndi.

BIRT: 28/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þunglyndi er einn algengasti geðsjúkdómur mannkyns. Um það bil 264 milljónir manna um allan heim finna fyrir áhrifum þessa ástands. Nú sýnir ný rannsókn sem unnin var í samvinnu þýskra, franskra og svissneskra vísindamanna að hægt er að spá fyrir um á frekar sérstakan hátt hvort einstaklingur sé að þróa með sér þunglyndi.

 

Rannsóknin, sem unnin var á tiltölulega stórum hópi karla og kvenna um tvítugt, sýnir að hægt er með 93 prósenta nákvæmni að bera kennsl á þá sem munu eru líklegir til að þróa með sér þunglyndi. Ef aðferðin reynist áreiðanleg til lengri tíma litið mun hún í framtíðinni nýtast til snemmskimunar á þunglyndi og leiða þannig til mun betri meðferðar.

 

Breytt talflæði og tónhæð

Það eina sem viðfangsefnin þurftu að gera var að opna munninn og tala. Rannsakendur gátu síðan metið hvaða fólk myndi sýna flest einkenni þunglyndis með því að meta hraða, tón, fjölda hléa í talflæðinu og styrkleika.

 

Vísindin hafa lengi vitað að fólk sem þjáist af þunglyndi talar öðruvísi.

 

Hraði málsins breytist, sem og tónn þeirra og tjáningarmáti. Tilgangur nýju rannsóknarinnar var að kanna hvort hægt væri að greina hvort einstaklingur væri í hættu á að verða þunglyndur með að nota sérstakt hljóðtæki til að finna þennan mun.

 

Hljóðupptökur fundu muninn

118 háskólanemar sem voru án klínískrar greiningar þunglyndis tóku þátt í tilrauninni. Fyrst var andleg hæfni þeirra prófuð þar sem þeir þurftu að leysa tiltekið vandamál á sem skemmstum tíma. Því næst voru öll merki um þunglyndiseinkenni metin út frá sérstökum kvarða. Að lokum voru gerðar hljóðupptökur af hverjum einstaklingi á meðan hann talaði.

 

Allir þátttakendur voru beðnir um að tala í eina mínútu um eitthvað jákvætt í lífi sínu og síðan í eina mínútu um eitthvað neikvætt. Upptökurnar voru síðan greindar með tilliti til sérstakra hljóðeinkenna, fjölda orða og hversu mörg orð viðfangsefnið notaði í hverjum ræðuhluta áður en hlé var gert.

 

Mikilvægt skref í átt að betri greiningu

Rannsakendur komust að því að 25 þeirra sem tóku þátt í tilrauninni skoruðu nógu hátt á þunglyndiskvarðanum til að koma til greina við mat á klínísku þunglyndi.

 

Allir 25 einstaklingar notuðu fleiri orð en þeir sem virtust síður þunglyndir og átti það bæði við þegar þeir sögðu frá jákvæðum og neikvæðum hlutum.

Straumur í heila hressir þunglynda

 

Taugasérfræðingar hafa fundið ákveðið svæði í heilanum, rétt fyrir aftan augun, sem léttir skap þunglyndissjúklinga þegar það fær í sig rafstraum.

 

Lestu einnig:

Þeir sýndu einnig merki um breytingar á tali, tónhæð og ákveðnum öðrum breytum. Ennfremur gáfu þeir, sem sveifluðust mest á þunglyndiskvarðanum, sér lengri tíma en þeir sem ekki voru þunglyndir til að leysa þau vandamál sem sett voru fyrir þá.

 

Þrátt fyrir að stjórnendur rannsóknarinnar segja ákveðna veikleika fólgna í rannsókninni telja þeir hana mikilvægt innlegg í að greina einkenni þunglyndis fyrr og þ.a.l. geti það leitt til betri meðferða Þeir benda jafnframt á að rannsókn þeirra styður við þegar eldri rannsóknir  sem sýna að þessar sveiflur í talmynstri er hægt að nota á áhrifaríkan hátt til að finna fyrstu merki þunglyndis.

BIRT: 28/01/2023

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is