Náttúran

Áfestur sæðisbanki hefur eigin vilja

Í fyrsta sinn hefur náðst myndskeið af samföstum djúphafsfiskum úti í náttúrunni. Upptakan sýnir hvernig þetta sérkennilega samlífi kynjanna gengur fyrir sig.

BIRT: 31/07/2023

Þýsku neðansjávarljósmyndararnir Kirsten og Joachim Jakobsen ætluðu að fara að ljúka skoðunarferð sinni í litlum kafbát undan strönd portúgölsku eyjarinnar Sao Jorge í Atlantshafi þegar óvenjulega sjón bar fyrir augu.

 

Í dimmum sjó á 800 metra dýpi sáu þau ljós frá djúpsjávarkörtufiski og næstu 25 mínútur fylgdu þau honum gegnum upptökuvél. Líffræðingar hafa síðan staðfest að um var að ræða tegundina Caulophryne jordani.

 

Hann og hún samvaxin

Þekking á þessum fiskum hefur fram að þessu takmarkast við dauða fiska sem lent hafa í veiðarfærum og upptakan vekur því mikinn fögnuð, ekki síst vegna þess að þetta var ekki bara einn fiskur heldur tveir, hrygna og hængur.

 

Það er erfitt að finna maka á þessu mikla dýpi og þegar það loksins gerist bítur hængurinn sig fastan í hrygnuna og losar ýmis ensím, sem leysa að hluta upp roðið á báðum fiskunum.

 

Roðið grær svo aftur og þá hafa hrygnan og hængurinn gróið saman og nánast orðið að einni lífveru. Það sem eftir er ævinnar virkar hængurinn sem sæðisbanki fyrir hrygnuna og fær í staðinn frá henni þá næringu sem hann þarf.

 

Sæðisbankinn með eigin vilja

Líffræðingar hafa aldrei áður getað skoðað þetta sérkennilega samlíf meðan fiskarnir eru enn með lífi og það kom þeim talsvert á óvart að þrátt fyrir samgróninginn hefur hængurinn áfram hreyfigetu sem er óháð hreyfingum hrygnunar.

 

Hrygnan á upptökunni er um 16 sm löng, en þær stærstu getað orðið náð 20 sm lengd. Hængurinn er mun smávaxnari, aðeins 1,6 sm að lengd.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Áhugaverð kenning: Vísindamenn hugsanlega búnir að finna hvað veldur Alzheimer

Maðurinn

Nú geta læknar meðhöndlað svitalykt

Náttúran

Megalodon – stærsti hákarl allra tíma

Maðurinn

Er hægt að gleypa tunguna?

Lifandi Saga

Nú vitum við meira um hvers vegna víkingar hröktust skyndilega frá Grænlandi

Náttúran

Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is