Náttúran

Allt fyrir börnin

Allir foreldrar vita að börn krefjast fórna. Við þurfum að hlúa að þeim, vernda þau og fæða. Í heimi dýranna er þessu þó enn verr farið, ef eitthvað er. Þar verða foreldrarnir að glíma við svefnleysi vikum saman og sum dýr fórna lífi sínu fyrir næstu kynslóð.

BIRT: 17/05/2023

Umönnun

Á meðan sum dýr yfirgefa egg sín og afkvæmi í von um að einhver þeirra komist af, þá gæta önnur dýr afkvæma sinna af mikilli kostgæfni.

Afkvæmin skríða út úr baki móðurinnar

Ný húð hefur myndast á baki móðurinnar þegar afkvæmin yfirgefa hana og gamla húðin dettur af.

Stóra, útflatta pípukartan lifir í pollum í hitabeltinu í Suður-Ameríku. Að eðlun lokinni límir kvendýrið eggin föst við bakið á sér í mjög þéttum röðum, svo engu er líkara en að hún sé þakin mósaíkflísum.

 

Húðin á bakinu þrútnar síðan og umlykur eggin frá öllum hliðum. Að lokum myndast lítið gegnsætt lok yfir hverju eggi, þannig að hvert og eitt þeirra liggur varið í eins konar fiskabúri.

 

Litlu körturnar þroskast í fullvaxnar körtur á baki móðurinnar. Þegar dýrin eru orðin fullþroska losnar lokið af hverju einstöku hólfi og afkvæmin brjótast út.

 

MYNDSKEIÐ: Sjáðu froskana skríða út:

Pabbinn stritar við klakið

Mallee-hænan hefur þróað með sér einstaklega flókna og erfiða aðferð við að klekja eggjum. Fuglarnir byggja gríðarstórar klakhæðir úr sandi, mold og jurtaleifum, sem eru u.þ.b. 22 metrar að ummáli.

 

Kvenfuglinn verpir eggjunum í dældir í hæðinni, sem síðan klekjast út með hjálp hitans úr rotnandi plöntuleifum.

Karlfuglinn hækkar hitastigið með því að bæta sandi á hæðina.

Gerð klakhæðarinnar og gæsla hennar er mestmegnis í verkahring karlfuglsins, en hann stritar við þetta allan sólarhringinn í átta til tíu mánuði á ári.

 

Þegar kvenfuglinn hefur orpið eggjunum notar hann hitanæmar frumur umhverfis gogginn til að aðgæta hvort umhverfi eggjanna sé of heitt eða kalt og hvort hann þurfi að fjarlægja sand af þeim eða bæta meiri á.

 

Kosturinn við þessa miklu erfiðisvinnu er sá að ungarnir eru verndaðir allan klaktímann og geta spjarað sig nokkur veginn um leið og þeir klekjast út.

 

Kálfar hvalanna ræna foreldra nætursvefninum

Nýbakaðir foreldrar sofa oft aðeins í þrjá til fjóra tíma á nóttu. Það þætti háhyrningum alger munaður.

Allir foreldrar ungbarna vita að nýfædd börn halda vöku fyrir foreldrunum. Í rauninni má gera ráð fyrir að tveggja ára gamalt barn hafi rænt þúsund næturstundum af svefni frá foreldrum sínum.

 

Þetta þætti háhyrningum og stökklum þó vera leikur einn, því kálfar þeirra sofa alls ekkert fyrsta mánuð ævinnar og þar sem þessir ungu kálfar eru engan veginn færir um að spjara sig sjálfir neyðast foreldrarnir til að vaka stöðugt.

Háhyrningar sofa með öðru heilahvelinu í einu

Háhyrningar geta ekki leyft sér að sofa djúpum svefni, því þeir þurfa að draga andann og hafa auga með fjendum sínum á meðan. Þess í stað synda þeir í hringi, á meðan þeir hvíla annað heilahvelið og annað augað í einu

1. Mikil virkni í öllum heilanum þegar dýrið vakir.
2. Þegar hvalurinn þarf að sofa stöðvast virkni í hægra heilahveli og vinstra augað lokast.
3. Að tveimur tímum liðnum vaknar hægra heilahvel og hið vinstra sofnar, ásamt hægra auganu.

Líffræðingar átta sig ekki á þessu, því yfirleitt er talið að ung dýr hafi þörf fyrir mikla hvíld fyrst í stað til þess að hin ýmsu þroska- og vaxtarferli geti hafist á réttan hátt.

 

Hvalir eru mjög sérstakir hvað svefn snertir, því þeir eru aldrei alveg sofandi. Ástæðan er meðal annars sú að öndun þeirra er meðvituð en ekki ósjálfráð, líkt og hjá öðrum dýrum. Þegar höfrungar og háhyrningar sofa skiptast heilahvelin tvö á að hvílast.

 

Kívífuglar burðast með risaegg í kviðnum

Nýsjálenski kívífuglinn verpir aðeins einu eggi í einu. Foreldrarnir verja aftur á móti gífurlegum tíma og orku í þetta eina egg.

 

Eggið getur vegið sem samsvarar fjórðungi af þyngd móðurinnar og tekið svo mikið pláss að öll líffæri hennar leggjast saman efst í kviðarholinu.

Egg kívífuglsins fyllir næstum allt kviðarholið og heftir hreyfigetu móðurinnar, svo og lystina.

Hún getur nánast ekkert étið og dagana áður en hún verpir egginu getur hún varla gengið og eyðir tímanum í að kæla kviðinn í vatnspolli.

 

Þegar hún svo loks hefur orpið egginu þarf hún að safna kröftum, svo pabbinn liggur á egginu í næstum þrjá mánuði.

 

Launin fyrir erfiði foreldranna eru svo þau að unginn er mjög vel þroskaður þegar hann fæðist og getur spjarað sig nokkurn veginn sjálfur.

 

Barnauppeldið gengur að móðurinni dauðri

Áttarma risakolkrabbinn í Kyrrahafinu lifir hratt og deyr ungur.

 

Jafnvel þótt dýrin geti vegið ríflega 50 kg og lengd armanna verði á bilinu átta til metrar, þá verður kolkrabbi þessi sjaldnar eldri en fjögurra ára.

 

Karldýrið lætur lífið skömmu eftir eðlunina en kvendýrið hefur skyldum að gegna eftir það.

Móðirin gætir eggjanna í átta mánuði, þar til hún sveltur í hel.

Fyrst þarf hún að finna holu sem hún verpir allt að 100.000 eggjum í og að því loknu ver hún öllum stundum í að þyrla súrefnisríkum sjó yfir eggin.

Tilraunir hafa leitt í ljós að ef gaumgæfilegrar umönnunar kolkrabbamóðurinnar nyti ekki við myndu nánast engin egg klekjast út.

Allt þetta erfiði tekur þó sinn toll, því kvendýrið getur aldrei skilið eggin eftir eftirlitslaus og drepst fyrir vikið úr hungri.

 

Fóðrun

Nýfædd afkvæmi dýranna eru yfirleitt með gífurlega matarlyst og foreldrarnir geta þurft að fórna miklu til að fóðra þau.

 

Feitar mæður eignast hraustari afkvæmi

Sjávarspendýramæður þyngjast iðulega um mörg hundruð kíló áður en eðlun á sér stað. Viðbótarþyngdin gerir þeim kleift að sjá ungviðinu fyrir feitri mjólk, án þess að þurfa sjálfar að éta.

Áður en rostungur kemst á kynþroskaaldur, þegar hann er sex til átta ára, þarf karldýrið að hafa þyngst um allt að 1500 kíló.

Móðir sem er með afkvæmi á spena hefur þörf fyrir mikla orku. Hún þarf bæði að hafa næga næringu sjálf og að geta séð afkvæminu fyrir mjólk.

 

Þegar um er að ræða sjávarspendýr verður móðirin að framleiða gífurlegt magn mjólkur. Afkvæmin þurfa að mynda þykkt fitulag eins fljótt og auðið til þess að geta haldið á sér hita í köldum sjónum.

 

Auk þess eru afkvæmin svo hjálparvana að fullorðnu dýrin mega ekki af þeim líta á meðan þau eru að vaxa úr grasi.

 

Foreldrunum gefst ekki tími til fæðuöflunar og verða fyrir vikið að safna fitu áður en afkvæmin fæðast, til þess að geta spjarað sig án fæðu í nokkra mánuði.

 

Hvítabirnur þurfa til dæmis að þyngjast um eitt til tvö hundruð kíló áður en þeim yfirleitt kemur til hugar að eðla sig.

Sjávarspendýr búa yfir feitri mjólk

  • Tegund                fita                  prótein

 

  • Hestur                  2,2%               2,0%

 

  • Kýr                         3,4%               3,3%

 

  • Maður                  4,0%               1,5%

 

  • Geit                       4,8%               4,8%

 

  • Svín                       5,0%               3,7%

 

  • Hundur                9,3%               9,7%

 

  • Hreindýr              17,1%             10,9%

 

  • Rostungur           30,0%             10,0%

 

  • Steypireiður       38,1%             12,8%

 

  • Grænlandsselur                          42,8%           12,0%

Sæfílar þurfa helst að safna utan á sig þrjú til fjögur hundruð kílóum af fitu, en stórhveli verða að þyngjast um mörg tonn til þess að geta séð kálfum sínum fyrir minnst hundrað lítrum af mjólk á dag.

 

Mjólk sjávarspendýra er að öllu jöfnu mjög feit, því ungviðið þarf að stækka eins hratt og frekast er unnt. Fituprósentan í mjólk rostungamóður þarf að vera um það bil 30 af hundraði til að kóparnir geti þyngst um eitt kíló á dag.

 

Nýfæddur rostungur vegur 45-75 kg, en eftir eitt ár á spena er þyngd dýrsins komin upp í um það bil 400 kíló.

 

Diskusfiskar næra afkvæmin með öllum búknum

Afkvæmi diskusfiska lifa einvörðungu á nærandi slímlagi fyrstu tvær til þrjár vikurnar, sem báðir foreldrar gefa frá sér.

Hitabeltisfiskar þessir, sem eru vinsælir fiskabúrsfiskar, eru meðal fárra fisktegunda sem fóðra afkvæmin sjálfir.

 

Þetta á sér þó ekki stað á þann veg að foreldrarnir veiði bráð og færi ungviðinu, heldur gefa þeir frá sér næringarríkt slímlag á öllum líkamanum, sem svo afkvæmin naga af þeim.

 

Þó svo að ekki sé um að ræða mjólk, þá má með sanni segja að ungviðið drekki í sig næringu úr fullorðnu dýrunum.

 

Rannsóknir á slíminu hafa leitt í ljós að samsetning slímsins, hvað næringu og ónæmisáhrif varðar, breytist þegar afkvæmin stækka.

 

Ungviðið nagar slímlag fullorðnu dýranna í tvær til þrjár vikur en síðan byrja foreldrarnir að draga sig í hlé og í fjórðu vikunni láta þeir sig hverfa alveg og ungviðið þarf að sinna fæðuöfluninni sjálft.

 

Oddhvassar tennur stingast inn í húð móðurinnar

Ormakörtur eru skyldar froskum og körtum, en minna einna helst á orma.

Hvað getur móðir gert sem hvorki getur yfirgefið afkvæmin til að leita fæðu, né heldur framleitt mjólk sem þau geta lifað af? Hún lætur afkvæmin nærast á sjálfri sér.

 

Þessari tækni beita ýmsar ormakörtur, sem tilheyra allra sérkennilegustu tegund froskdýra. Afkvæmi ormakörtunnar nærast fyrst í stað á húð fullorðnu dýranna.

 

Sumar tegundir láta ungviðið éta hluta af hamnum sem dýrin hafa losað sig við en á öðrum tegundum hefur þróast þykkt lag af húð, sem ætlað er til að fóðra afkvæmin með.

 

Afkvæmin eru með afar beittar tennur sem gagnast þeim við að losa húðflögur af foreldrunum. Þegar dýrin eru orðin nægilega stór til að afla sjálf fæðunnar missa þau nagtennurnar og sárin á líkömum foreldranna gróa.

 

Kóngulær egna afkvæmin til veiða

Kóngulóamæður egna afkvæmin til að drepa með því að láta kóngulóarvefinn titra. Titringurinn veldur því að afkvæmin verða morðóð.

Ýmis skordýr og kóngulær fórna lífinu fyrir næstu kynslóð. Þau finna vel varða holu eða holan trjástofn þar sem þau geta orpið eggjum sínum og varið þau gegn rándýrum.

 

Þau sjá jafnframt til þess að afkvæmin hafi næringu þegar þau koma úr eggjunum. Móðirin deyr nefnilega um þetta sama leyti og ungviðið getur fyrir vikið fagnað komunni í heiminn með ríkulegri, næringarríkri máltíð.

 

Aðrar tegundir eru enn á lífi þegar afkvæmin ráðast til atlögu og þeir foreldrar eiga þannig sjálfir þátt í að laða fram rándýrseðli afkvæma sinna.

 

Vernd

Ef vel tekst til að klekja út og fóðra ungana er verkinu engan veginn lokið. Það þarf að vernda hjálparvana afkvæmin.

 

Kjafturinn fullur af afkvæmum

Sumir fiskar gæta afkvæma sinna af mikilli kostgæfni, en þetta á einkum við um hinar ýmsu tegundir sem klekja eggin í kjaftinum.

 

Þessi aðferð þekkist meðal ýmissa tegunda sem virðast hafa þróað hana óháð hver annarri.

 

Þegar egg hrygnunnar hafa verið frjóvguð, fyllir hængurinn kjaftinn af eggjum og syndir um með þau þar til þau klekjast út.

Gulur skoltfiskur er meðal þeirra tegunda sem leyfa afkvæmunum að fela sig í skolti sínum.

Eggin er vel varin á þennan hátt en hængurinn hefur aftur á móti engin tök á að éta.

 

Sumar tegundir hafa þróað aðferðina áfram og gæta ungra fiska á sama hátt, þannig að þeir geta flúið upp í skolt föðurins ef þeim finnst sér vera ógnað.

 

Þessi vernd afkvæmanna lengir að sjálfsögðu föstu föðurins en tryggir að mjög mörg afkvæmi lifa af varnarleysið sem einkennir fyrsta skeið ævinnar.

 

Vernd þessi er þó þeim annmörkum háð að hængurinn á það til að gleypa eigin afkvæmi, einkum ef aðlaðandi hrygna í eðlunarhugleiðingum syndir framhjá.

 

Krían ræðst á allt og alla

Á 40-50 km hraða á klst ræðst krían á rándýr sem nálgast nýlenduna.

Kríur verpa í stórum kríubyggðum á norðurhveli jarðar. Kríur gera sér ekki hreiður, heldur verpa einfaldlega beint í sandinn og gæta unganna þar.

 

Í fljótu bragði virðist aðferð þeirra alls ekki örugg, en kríur eru óttalausar og fullorðnu fuglarnir vinna náið saman að því að halda öllum óviðkomandi í fjarlægð.

 

Ef dýr nálgast kríubyggðina hefja fullorðnu kríurnar sig strax til flugs og ráðast á aðkomudýrin með því að steypa sér beint niður á þau, og gildir þá einu hvort um er að ræða ref ellegar sauðnaut.

 

Kríur eru einstaklega vel fleygar og steypa sér niður af mikilli nákvæmni rétt við höfuð óvinarins. Ef slík árás nægir ekki til að stökkva rándýrinu á flótta felst næsta skref í því að gogga í óvininn og jafnvel stór dýr finna fyrir kríugoggi, því fuglinn flýgur á 40 til 50 km hraða á klukkustund.

 

Pokameisan er með leynirými

Slungin pokameisan ver ungana gegn rándýrum með því að útbúa leynirými.

Afríska pokameisan gerir sér stórt, hangandi hreiður sem fléttað er saman úr löngum grasstráum.

 

Hreiðrið opnast mjög greinilega á hliðinni og þaðan er greið leið inn í stórt leynirými með fléttuðum botni. Staðreyndin er hins vegar sú að ungarnir eru alls ekki þar inni.

 

Bæði inngangurinn og rýmið eru gerð með það fyrir augum að gabba rándýr með því að fá þau til að halda að hreiðrið sé tómt. Raunverulegt hreiður fuglsins er fyrir neðan og opið er jafnframt vel falið.

 

Því er lokað með eins konar frönskum rennilás úr kóngulóarvef sem foreldrarnir loka gaumgæfilega í hvert sinn sem þeir fara út og inn.

Rándýr nörruð með leynirými

Í hreiðrinu er bæði gervirými og raunverulegt hreiður. Hreiðrið er svo þéttriðið að jafnvel apar eiga í basli með að rífa það í sundur.

Slöngur og ránfuglar laðast að greinilegu opi gervirýmisins. Rýmið er tómt og engin önnur leið er út úr því, þannig að rándýr missa fljótt áhugann.

Þegar foreldrarnir fara inn til eggjanna og unganna notast þeir við leyniop, sem er mjúkt og lokast um leið og þeir fara inn eða út. Innganginum er lokað með kóngulóarvef sem límist við opið, þannig að vindhviður geta ekki feykt opinu upp og komið upp um sjálft hreiðrið.

Ungarnir leggja einnig sitt af mörkum sér til varnar: Fuglsungar tísta að öllu jöfnu þegar þeir finna eitthvað snerta hreiðrið en pokameisuungarnir verða þöglir sem gröfin ef þeir skynja hreyfingu í hreiðrinu.

 

Aldintítan snýst kringum ungviðið

Skordýramæður láta sér að öllu jöfnu ekki mjög annt um afkvæmin. Sumar títumæður annast þó afkvæmin af mikilli kostgæfni.

 

Aldintíta, sem er algeng tegund, verpir oft eggjum sínum í þéttum klösum á blöð þeirra plantna sem dýrin lifa á. Kvendýrin gæta eggjanna gaumgæfilega og vernda þau gegn rándýrum.

 

Þegar afkvæmin klekjast út halda þau hópinn á meðan móðirin vakir yfir þeim og ræðst hiklaust á geitunga og önnur skordýr sem koma of nálægt.

 

Hún fær fyrir vikið ekki mikla hvíld, né heldur ráðrúm til fæðuöflunar, en afkvæmin vaxa fljótt úr grasi og hætta fljótt að halda hópinn.

 

Ef aðstæður versna, t.d. af völdum rándýrs eða fæðuskorts, skríða afkvæmin upp á bak móðurinnar, sem flytur allan hópinn yfir á ný blöð.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: LARS THOMAS

© Nature’s Images, © D. Watts /Nature PL, © Hiroya Minakuchi/Minden Pictures, © claus lunau, © Te Papa Museum, Wellington, © Fred Bavendam/Minden, © Nature Prod. /Nature PL, © Shutterstock, © Getty Images, © H. Jeffkins/Nature PL, © PREMAPHOTOS/Nature PL, © Doug Perrine/SeaPics.com, © Ole Jorgen Liodden/Nature PL, © Des & Jen Bartlett/National Geographic Coll, © Kim Taylor/Nature PL,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is