Lifandi Saga

Axarmorðingi gekk laus á Íslandi

Á síðari hluta 16. aldar lifði hér á landi dulur, harður og fáskiptinn maður sem hét Björn. Dag einn dreymdi þennan einræna unga mann einkennilegan draum: Maður einn tjáði honum í draumi að hann skyldi ganga upp á fjallið Axlarhyrnu. Björn hlýddi fyrirmælunum og á fjallstindinum fann hann öxi.

BIRT: 23/01/2022

Dimm þoka grúfði yfir fjallinu þegar hinn 15 ára gamli Björn komst upp á ískaldan fjallstindinn dag nokkurn árið 1570. Unglingurinn fór strax að svipast um uppi á fjallinu og fann að lokum gamla öxi undir stórum steini.

 

Með skjálfandi höndum lyfti hann vopninu upp móti grámyglulegum himninum og skoðaði það gaumgæfilega áður en hann skundaði heim að Knerri þar sem hann bjó.

 

Frásögn þessi er hluti af þjóðsögunni um Björn Pétursson sem var betur þekktur sem Axlar-Björn.

 

Björn var þjóðsagnapersóna en sögurnar um hann byggja á munnmælasögum um hann sem færðar voru í letur einum 250-300 árum eftir andlát hans.

 

Í hvert sinn sem sögurnar um Björn voru endurteknar breyttust þær eilítið í meðförum og fyrir vikið eru þær sennilega ekki mjög áreiðanlegar í dag.

 

Sagnfræðingar vita fyrir víst að Björn fæddist á sveitabæ á Snæfellsnesi árið 1555. Strax á þessu stigi gætir fyrsta ósamræmisins í sögunum um hann.

 

Ef marka má þjóðsögurnar fann móðir Björns fyrir skyndilegum og óstjórnlegum blóðþorsta dag einn á meðan hún bar Björn undir belti. Faðirinn, Pétur, vildi allt fyrir eiginkonu sína gera og leyfði henni fyrir vikið að drekka blóð úr sér.

 

Næstu nótt fékk Sigríður skelfilega martröð. Vinnukona ein heyrði söguna og hún spáði fyrir um að sveitakonan myndi eignast skrímsli.

 

Sagan segir að Björn Pétursson hafi dreymt mann sem sagði honum að hann myndi finna mikilvægan hlut upp á fjalli. Hluturinn reyndist vera öxi.

Draumur leiddi af sér axarmorð

Sagnfræðingar geta engan veginn staðfest blóðdrykkjuna. Hins vegar er það deginum ljósara að Björn ólst upp í fátæku samfélagi. Íslendingar voru enn að jafna sig eftir tvær útbreiddar farsóttir sem höfðu herjað á landsmenn á 15. öld.

 

Þess má einnig geta að hitastig var lægra á tímum Axlar-Björns heldur en verið hafði á víkingaöld og dæmigerður íslenskur piltur gat í mesta lagi látið sig dreyma um að verða bóndi eða sjómaður.

 

Björn var hins vegar alls ekki dæmigerður ungur maður – hann var duttlungafullur og ofsafenginn og kom fyrir vikið foreldrum sínum oft í klípu. Foreldrunum til mikils léttis bauðst efnaður vinur föðurins, Ormur Þorleifsson, til að hjálpa fjölskyldunni.

 

Árið 1570 réð Björn sig í vist hjá Ormi sem bjó á bænum Knerri á Snæfellsnesi. Þar varð þeim vel til vina, Birni og Guðmundi syni Orms og tók sá síðarnefndi ætíð málstað Björns þegar honum lenti saman við hina vinnumennina á bænum.

 

 

Fram kemur í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá árinu 1862 að Björn hafi eitt sinn neitað að fara með öðru heimilisfólki til kirkju og hafi þess í stað lagt sig. Á meðan hann svaf á honum að hafa vitrast í draumi nokkuð sem markaði upphafið að drápsferli hans.

 

Í draumnum á ókunnugur maður að hafa vitjað Björns og gefið honum kjöt að gæða sér á úr fati nokkru.

 

Þegar Björn hafði etið ein átján kjötstykki gat hann ekki með nokkru móti torgað meiru. Þá á maðurinn að hafa beðið hann um að ganga upp fjallið Axlarhyrnu. Á tindi fjallsins væri að finna hlut sem myndi færa Birni frægð, lofaði maðurinn. Samkvæmt þjóðsögunni á Björn svo að hafa fundið öxi á tindinum.

 

Hvort Björn hefur fengið hugmyndina að morðunum úr draumi skal látið ósagt hér. Sagnfræðingar vita á hinn bóginn að Björn myrti vinnumann á Knerri skömmu eftir komuna þangað.

 

Björn reið hestum fórnarlamba sinna

Andstætt við drápsmenn sögualdarinnar sem að öllu jöfnu höfðu harma að hefna, virtust morð Björns vera framin að ástæðulausu. Ógerningur var að leyna hvarfi vinnumannsins svo Björn viðurkenndi fyrir Ormi að hafa banað honum.

 

Hann sagðist hafa hent líkinu í fjóshauginn. Ormur kaus að halda hlífiskildi yfir Birni sakir vináttu þess síðarnefnda við son hans Guðmund.

 

Andrúmsloftið á Knerri varð hins vegar lævi blandið. Stuttu síðar andaðist Ormur og nýi jarðareigandinn, Guðmundur, gaf Birni vini sínum lítið kot sem kallaðist Öxl og var að finna rétt við hraunbrúnina að Búðum.

 

Fólk svalt og því var kalt

Ísland var hrjóstrugt land á 16. öld. Meðalhitinn var um einni gráðu lægri en á víkingaöld og íbúarnir áttu í erfiðleikum með að hafa nóg að bíta og brenna.

 

Margir bjuggu á eyðilegum sveitabæjum og stór hluti landsins var óbyggður og eyðilegur.

 

Á árunum upp úr 1570 kom Björn sér vel fyrir og varð sinn eigin herra á Öxl og fékk þá viðurnefnið Axlar-Björn. Einhvern tímann á þessu tímabili gekk hann að eiga bóndadótturina Þórdísi sem virðist hafa þekkt til skuggalegrar fortíðar hans.

 

Hjónin héldu sig mestmegnis út af fyrir sig en þegar Axlar-Björn rakst á annað fólk stöku sinnum, var það slegið yfir skuggalegri framkomu hans. Ef marka má gamla munnmælasögu á hann eitt sinn að hafa sagt við tvo menn sem nutu sólarinnar úti á bekk:

 

„Þetta eru myrkir dagar og sólarlausir, bræður mínir“.

 

Það versta var þó að nokkrir ferðalangar og vinnumenn í leit að vist voru sagðir hafa horfið sporlaust eftir að hafa leitað til Björns á Öxl. Björn hafði jafnframt sést spígspora um í fatnaði sem hann gat engan veginn sjálfur hafa keypt.

 

Þá var einnig uppi orðrómur um að hestunum í hesthúsi Björns fjölgaði stöðugt. Grunsemdir sveitunganna uxu stöðugt.

Líkskurður talinn hindra afturgöngur

Árið 1596 voru Axlar-Björn og eiginkona hans handtekin og ákærð fyrir nokkur morð. Samkvæmt einni frásögn átti ungum manni að hafa tekist að flýja frá bænum á meðan Björn murkaði lífið úr systur hans.

 

Mál hjónanna var tekið fyrir á Laugarbrekkuþingi. Þar játaði Björn að hafa orðið 18 manns að bana, nákvæmlega sama fjölda og kjötstykkin sem hann átti að hafa torgað í draumsýn sinni.

 

Þórdís var ákærð fyrir að hafa aðstoðað Björn við morðin en þau höfðu verið framin með öxinni og með því að drekkja fórnarlömbunum í stöðuvatni einu. Líkunum hafði mörgum verið varpað í gjótur í nærliggjandi hrauninu en þegar yfirvöld leituðu á Öxl komu í ljós mörg önnur lík sem grafin höfðu verið í jörðu.

 

Björn hélt því fram að hann hefði fundið líkin á víðavangi á landareign sinni og dysjað þau í stað þess að ónáða yfirvöld. Enginn lagði trúnað við þessar skýringar Björns og voru hjónin dæmd til dauða.

 

Axlar-Björn viðurkenndi að hafa orðið 18 manns að bana.

Sögum af aftöku Björns ber alls ekki saman. Ef marka má sumar frásagnirnar var hann limlestur og hengdur en samkvæmt öðrum sögum á hann að hafa verið hálshöggvinn eftir að limir hans höfðu verið brotnir með sleggju. Aftöku Þórdísar var hins vegar slegið á frest þar sem hún var í þann veginn að ala barn.

 

Íslendingum var brugðið vegna mannvonsku Axlar-Björns. Talið var vænlegast að greftra jarðneskar leifar hans á þremur ólíkum stöðum til þess að tryggja mætti að hann gengi ekki aftur.

 

Glæpahneigð Björns virðist þó hafa gengið í erfðir en árið 1648 var sonur hans og Þórdísar, að nafni Sveinn, hengdur fyrir nauðgun.

 

Seinna meir átti svo sonarsonur þeirra, glæpamaðurinn Gísli, einnig eftir að enda ævina í gálganum. Hvorugur þessara komst þó með tærnar þar sem fyrirrennari þeirra hafði haft hælana. Axlar-Björn komst á spjöld sögunnar sem fyrsti og eini raðmorðingi Íslandssögunnar til þessa.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Bjørn Bojesen

Gunnar Ingimarsson, © Shutterstock

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Rannsókn: Þekkt sætuefni sem m.a. er notað er í tannkrem getur aukið hættu á hjartasjúkdómum

Lifandi Saga

Ævilöng barátta Arthurs Conan Doyle við Sherlock Holmes

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

Maðurinn

Hvaða áhrif hefur þungunarrof á heilsu kvenna?

Náttúran

Lengri en strætisvagn: Slanga á Indlandi gæti hafa verið stærsta slanga heims

Náttúran

Af hverju stinga moskítóflugur mest á kvöldin?

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Heilsa

Rannsókn: Þekkt sætuefni sem m.a. er notað er í tannkrem getur aukið hættu á hjartasjúkdómum

Lifandi Saga

Ævilöng barátta Arthurs Conan Doyle við Sherlock Holmes

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

Maðurinn

Hvaða áhrif hefur þungunarrof á heilsu kvenna?

Náttúran

Lengri en strætisvagn: Slanga á Indlandi gæti hafa verið stærsta slanga heims

Náttúran

Af hverju stinga moskítóflugur mest á kvöldin?

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Snjöll skordýr hafa fundið upp bestu brellur náttúrunnar

Náttúran

Snjöll skordýr hafa fundið upp bestu brellur náttúrunnar

Jörðin

Veðrið er hlaupið í baklás

Jörðin

Veðrið er hlaupið í baklás

Lifandi Saga

Hvaðan eru indíánar?

Menning

Muhammad Ali: Versti andstæðingur hans var BNA 

Tækni

Er gler í rauninni vökvi?

Lifandi Saga

Upphafsár slökkviflugvéla: Óttalausir flugmenn réðust gegn eldinum

Vinsælast

1

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

2

Náttúran

Af hverju stinga moskítóflugur mest á kvöldin?

3

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

4

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

5

Maðurinn

Hvaða áhrif hefur þungunarrof á heilsu kvenna?

6

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

1

Náttúran

Af hverju stinga moskítóflugur mest á kvöldin?

2

Maðurinn

Hvaða áhrif hefur þungunarrof á heilsu kvenna?

3

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

4

Náttúran

Lengri en strætisvagn: Slanga á Indlandi gæti hafa verið stærsta slanga heims

5

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

6

Lifandi Saga

Ævilöng barátta Arthurs Conan Doyle við Sherlock Holmes

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Lifandi Saga

Hin voldugu turnskip Kínverja þoldu hvorki öldugang né vind 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættum við að nota einglyrni?

Náttúran

Tungan kom lífinu upp á þurrlendið

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Rannsókn: Þekkt sætuefni sem m.a. er notað er í tannkrem getur aukið hættu á hjartasjúkdómum

Í ljós kom að einstaklingar með þetta sætuefnið í blóði sínu var í aukinni hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.