Náttúran

Bitcoin hefur meiri áhrif á loftslagið en framleiðsla kjöts

Nýjar rannsóknir sýna að hin svokallaða Bitcoin-námuvinnsla noti meiri orku en Austurríki og hafi meiri áhrif á loftslagið en nautakjötsframleiðsla.

BIRT: 27/11/2022

Auðvelt er að líta fram hjá umhverfisáhrifum vinsælustu rafmyntar heims Bitcoin þar sem myntin er ekki efnislegur hlutur sem við getum vegið og mælt.

 

Í nýrri rannsókn undir forystu vísindamanna frá háskólanum í Nýju Mexíkó, hefur hins vegar verið sýnt fram á að Bitcoin íþyngir loftslaginu meira en áður var talið. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í Scientific Reports.

 

„Við finnum engar vísbendingar um að Bitcoin námuvinnsla hafi orðið sjálfbærari með tímanum,“ segir prófessor Benjamin Jones frá háskólanum í Nýju Mexíkó sem er einn þeirra sem standa að baki rannsókninni, við dagblaðið Daily Mail.

 

„Þvert á móti benda niðurstöður okkar til hins gagnstæða – Bitcoin námuvinnsla hefur orðið verri og skaðlegri loftslaginu með tímanum.“

 

Bitcoin námuvinnsla vinnur ekki gull

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina hafa skoðað almennar „orkutengdar loftslagsskemmdir“ af mannavöldum frá janúar 2016 til desember 2021 – þar á meðal Bitcoin.

 

Það er svokölluð Bitcoin námuvinnsla sem veldur helstu loftslagsáhrifum. Bitcoin skapast þegar tölvur leysa stærðfræðileg vandamál sem sannreyna færslur í gjaldmiðlinum.

 

Tæknin á bak við Bitcoin er kölluð bálkarkeðja sem er byggð á líkani sem kallast proof-of-work sem getur staðfest nýjar færslur.

 

Vinnan með ,,proof of work“ krefst hins vegar talsverðrar og dýrrar vinnsluorku frá tölvum sem eykst þegar fleiri ,,grafarar“ bætast við – keyptar eru sérhæfðari tölvur sem nota meiri orku.

 

Notar meiri orku en Austurríki

Umhverfisáhrif Bitcoin hafa lengi verið þekkt en ekki hefur áður verið skjalfest hversu mikil loftslagsáhrif þess eru.

 

Í þessari nýju rannsókn benda vísindamennirnir meðal annars á að Bitcoin námuvinnsla notaði árið 2020 75,4 terawattstundir (TWh) af rafmagni.

 

Til samanburðar nota lönd eins og Austurríki 69,9 TWh og Portúgal 48,4 TWh sama ár.

 

„Á heimsvísu notar námuvinnsla eða framleiðsla á Bitcoin gífurlegt magn raforku, aðallega úr jarðefnaeldsneyti eins og kolum og jarðgasi,“ segir Benjamin Jones.

 

„Þetta veldur gríðarlegri loftmengun og kolefnislosun sem hefur neikvæð áhrif á hnattrænt loftslag og heilsu okkar. Við finnum nokkur tilvik á árunum 2016-2021 þar sem Bitcoin er skaðlegra loftslaginu en virðið sem það skapaði.

Alþjóðlegt sjö daga meðaltal daglegrar raforkunotkunar námuvinnslu (hægri ás) og myntskiptaverðs í Bandaríkjadollurum (vinstri ás) fyrir Bitcoin (BTC). Gögnin eru frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2021. Kostnaður við þann loftslagsskaða sem Bitcoin námuvinnsla veldur er meiri en verðmæti myntarinnar sjálfrar.

Skaðar meira en kjötframleiðsla

Rannsóknin sýnir að CO2 áhrif raforkuframleiðslu fyrir Bitcoin námuvinnslu hafa aukist 126-falt úr 0,9 tonnum á hverja mynt árið 2016 í 113 tonn á hverja mynt árið 2021.

 

Útreikningar benda til þess að hver Bitcoin sem unnin var árið 2021 hafi valdið loftslagsskaða sem nemur 11.314 dollurum (USD). Heildar loftslagskostnaður var á heimsvísu um 12 milljarðar dollara á árunum 2016 til 2021.

 

Loftslagsskaðinn af framleiðslu þessa stafræna gjaldmiðils er að meðaltali 35 prósent af markaðsvirði hans undanfarin fimm ár og fór hæst í 82 prósent árið 2020.

 

Til samanburðar veldur nautakjötsframleiðsla loftslagsskaða fyrir 33 prósent af markaðsvirði þess og jarðgas 46 prósent. Aðeins kol skorar hærra en Bitcoin, um 95 prósent af markaðsvirði þess.

 

Eitthvað bendir til þess að markaðurinn aðlagi sig að einhverju leiti, þar sem verð fyrir Bitcoin hefur lækkað verulega undanfarin ár sem veldur þar af leiðandi minni loftslagsáhrifum.

 

Hins vegar eru loftslagsáhrifin enn það mikil að vísindamenn hvetja til verulegra breytinga á rafmyntaiðnaðinum eins fljótt og auðið er svo hægt sé að gera Bitcoin námuvinnslu sjálfbærari.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

Shutterstock,© Scientific Reports

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is