Search

Hvaða rafmynt kom fyrst? 

Árið 1982 fékk maður nokkur hugmynd sem virðist nú ætla að umbylta efnahagskerfum heims: Gjaldmiðil sem einungis er til á stafrænu formi.

BIRT: 04/06/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Hugmyndina um gjaldmiðil sem einungis er til á netinu og er óháður bönkum má rekja aftur til ársins 1982. Þá birti bandaríski tölvunarfræðingurinn David Chaum greinargerð þar sem hann lýsti hnattrænum og stafrænum gjaldmiðli.

 

Hugmynd hans fólst í því að rafræna peninga mætti millifæra hratt og örugglega með dulkóðun. Hugmynd hans var sú að gjaldmiðillinn ætti að hafa rafræn auðkenni svo ekki væri hægt að falsa hann.

 

Óþekktur aðili fann upp bitcoin

Fyrirtæki Chaums, Digi-Cash, skóp þannig fyrstu rafrænu mynt sögunnar árið 1995: eCash. Fyrirtækið fór á hausinn skömmu síðar en hugmynd Chaums varð til að fleiri tóku að gera tilraunir með rafræna mynt.

 

Meðal þeirra var óþekkt persóna sem gengur undir dulnefninu Shatoshi Nagamoto sem árið 2009 þróaði bitcoin – fyrstu rafmyntina sem var ekki undir stjórn seðlabanka.

Núna eru til meira en 4.000 rafmyntir – bitcoin er sú þekktasta.

Þessi nýja mynt var þess í stað grundvölluð á bjálkakeðju – byltingarkenndri tækni þar sem keðjur úr gögnum eru tengdar þar saman með m.a. dagsetningu og uppsetningu úr fyrri viðskiptum. Með þeim hætti er ekki hægt að falsa gjaldmiðilinn og bitcoin var þannig utan seilingar regluvarða yfirvalda.

 

Fyrsta greiðslan með bitcoin átti sér stað árið 2010 þar sem forritari keypti tvær pizzur fyrir 10.000 bitcoin. Verðmæti bitcoin í sveiflast gríðarlega en verðmæti einnar bitcoin er einhverjar milljónir íslenskra króna í dag.

BIRT: 04/06/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is