Dálítill fróðleikur um eitt helsta afrek mannsandans 

Það er hægt að sjá Haf kyrrðarinnar með berum augum og með góðum kíki er hægt að setja sig í fótspor Neil Armstrongs þegar Appolo 11-leiðangurinn lenti í risastórum gíg fullum af hrauni fyrir 50 árum.

BIRT: 31/03/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Þegar Neil Armstrong steig niður í silfurgrátt rykið var hann staddur í 385.535 kílómetra fjarlægð frá friðsælu heimili sínu.

 

Við honum blasti eyðilegur heimur af ævafornu hrauni – markað af ótal árekstrum við himintungl utan úr geimnum á síðustu milljörðum ára.

 

Þann 21. júlí 1969 varð Neil Armstrong fyrstur manna til að stíga fæti niður á tunglið – og það eina sem þú þarft til að fylgja í fótspor hans er góður kíkir.

 

Í návígi við mánann

Armstrong og kollegi hans, Buzz Aldrin, lentu í suðurhluta svokallaðs Hafs kyrrðarinnar.

 

Þú getur séð Haf kyrrðarinnar greinilega ef þún beinir kíki þínum að dökka blettinum á tunglinu:

Haf kyrrðarinnar, einnig nefnt Mare Tranquillitatis, var áfangastaður Appolo 11-leiðangursins í júlí 1969.

Haf kyrrðarinnar er gríðarlega stór flöt slétta – 873 kílómetrar í þvermál – sem hefur myndast við marga ofsafengna atburði yfir óratíma.

 

Fyrir um fjórum milljörðum árum síðan skall risavaxinn loftsteinn inn í tunglið og skyldi eftir gríðarlegar sprungur í tunglgrunninum þar sem Haf kyrrðarinnar er nú.

 

Hraun úr iðrum tunglsins tók að vella upp í gegnum sprungurnar og á næstu fimm milljón árum streymdi þessi glóandi heiti massi inn í gíginn þar til hann varð barmafullur.

 

Þegar hraunið kólnaði niður var það bergtegundin basalt sem veitti Hafi kyrrðarinnar dökkan lit sinn.

 

Eldfjöll á tunglinu gætu gosið á ný

Vísindamenn töldu lengi vel að eldvirkni á tunglinu hefði stöðvast fyrir milljarði ára.

 

En nýjar uppgötvanir sýna að sú er alls ekki raunin. Eldfjall í Hafi kyrrðarinnar gaus til dæmis fyrir einungis 18 milljón árum.

 

Þessi uppgötvun bendir á að búast megi við fleiri gosum einhvern tímann í framtíðinni.

BIRT: 31/03/2022

HÖFUNDUR: Christian Juul

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Jesper Grønne, Hvadihimlen.dk

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is