Lifandi Saga

„Dauðar rottur á rúi og stúi“

Bandaríski sláturiðnaðurinn einkenndist af sóðaskap og viðbjóði á fyrstu árunum eftir aldamótin 1900. Engin neytendalög voru til í Bandaríkjunum og fyrir vikið enduðu veik dýr og skemmt kjöt í sláturhúsunum. Þegar svo rithöfundurinn Upton Sinclair ritaði bréf til Theodores Roosevelts forseta, fóru hjólin hins vegar að snúast.

BIRT: 26/01/2023

 

10/3 1906

 

Kæri Roosevelt forseti

Ég var að koma heim úr ferð minni í glerverksmiðjuna í Jersey og mín biðu þá vinsamleg skilaboð þín. Það gleður mig mjög svo að landbúnaðarráðuneytið skuli ætla að annast eftirlitið eða öllu heldur skort á eftirlitinu.

 

Ég efast þó um að starfsmenn ráðuneytisins muni finna nokkuð. Maður verður annað hvort að búa yfir mannkostum eins konar leynilögreglu eða þá að vera í nánum tengslum við verkamennina, líkt og ég var, áður en maður fær að sjá með eigin augum hvað er í gangi.

 

Þetta hefur reynst erfiðara eftir að ég gaf út „The Jungle“.(Skáldsaga Sinclairs „The Jungle“ (Frumskógurinn) lýsir lífi sláturverkamanns. Sinclair starfaði undir dulnefni í sláturhúsi á meðan hann skrifaði bókina.)

 

UPTON SINCLAIR

Var uppi: 1878-1968.

 

Hverrar þjóðar: Bandaríkjamaður.

 

Starf: Rithöfundur, fréttamaður og aðgerðasinni.

 

Hjúskaparstaða: Þríkvæntur og faðir sonarins Davíðs sem hann eignaðist með fyrstu eiginkonunni, Metu Fuller.

 

Þekktur fyrir: Upton Sinclair var frumkvöðull á sviði rannsóknarblaðamennsku með frásögnum sínum af óþrifalegum aðstæðum í bandarískum sláturhúsum. Í skáldsögum sínum og greinum lýsti hann skuggahliðum samfélagsins, einkum iðnverkafólki stórborganna.

 

 

Mér barst í dag bréf frá starfsmanni í Armour and Company sem svar við fyrirspurn minni um hvort ég mætti fylgja Ray Stannard Baker (Baker var, líkt og Sinclair, frumkvöðull á sviði rannsóknarblaðamennsku,) um svæðið og sýna honum það sem verkamennirnir sýndu mér fyrir hálfu öðru ári.

 

Hann segist núorðið neyðast til að fara í dulargervi ef hann hyggst rannsaka eitthvað, því starfsmennirnir í Packingtown leyni aðstæðum eins og þeim frekast sé unnt.

 

Þar sem áður var að finna einn varðmann, eru nú alls staðar tveir.Þú verður að gera þér grein fyrir að þetta sem ég nefni ónothæfan kjötiðnað færir eigendunum hundruð þúsunda dollara í vasann á mánuði.

,,Ég sá skinkur sem efnum hafði verið sprautað í til að hylja viðurstyggilegan fnykinn af þeim.”

U. Sinclair, 1906

Hr. Armour staðhæfir í grein sinni í dagblaðinu The Saturday Evening Post að ekki „arða af skemmdu dýri eða hræi rati inn í verslanir Armour and Companys, hvorki beint né óbeint frá öðrum birgjum sem sjá fyrir matvöru eða innihaldsefnum fyrir matvælaiðnaðinn“.

 

Ég bið ykkur vinsamlegast um að bera þessa staðhæfingu saman við útdrátt úr opinberri yfirlýsingu Tómasar H. McKee, manns sem lögmannastofa ein sendi til að rannsaka aðstæður í Chicago.

 

McKee ritaði: „Ég kom auga á sex svín hangandi hlið við hlið. Tvö þeirra höfðu verið sýkt af kóleru. Húð dýranna var blóðrauð og útlimirnir þaktir sárum.

 

Þrjú hræjanna voru merkt með skilti sem á stóð „berklar“ , þó svo að ekki væri að sjá nein einkenni á hræjunum. Sjötta dýrið var þakið greinilegum sárum öðrum megin á búknum.

 

Tveir menn voru í þann veginn að búta niður svínin sem héngu þarna. Þessari sendingu sem verið var að undirbúa þarna, var komið fyrir í tanki sem ætlaður var fyrir fitu.

 

Ég spurði verkamennina hvernig þeir greindu í sundur svín sem ætluð væru í koppafeiti og svín sem ætluð væru í matvælafitu. „Það ræðst af því hve slæmt ástand dýranna er“, svöruðu þeir. Ég fékk á tilfinninguna að afar fá dýr enduðu í tankinum sem ætlaður var koppafeiti“.

,,Þar lágu, hver um aðra þvera, dauðar rottur sem eitrað hafði verið fyrir og saur þeirra þakti allt svæðið.”

Sinclair  um aðstærður í sláturhúsunum.

Ungur lögfræðingur fylgdi mér í gegnum Packingtown. Hann hafði alist upp á svæðinu og starfað í sláturhúsi Armours sem ungur piltur, svo hann þekkti staðinn betur en nokkur annar.

 

Ég sá skinkur sem efnum hafði verið sprautað í til að hylja viðurstyggilegan fnykinn af þeim. Ég sá reykt nautakjöt varðveitt í tunnum niðri í kjallara við svo óheilsusamlegar aðstæður að ég fæ þeim ekki lýst í bréfi.

 

Ég sá herbergi þar sem kjöt ætlað í pylsur var varðveitt. Þar lágu, hver um aðra þvera, dauðar rottur sem eitrað hafði verið fyrir og saur þeirra þakti allt svæðið.

 

Ég sá menn hlaða svínum sem höfðu drepist úr kóleru, inn í lokaða járnbrautarvagna og aka þeim til staðar sem nefnist Globe í ríkinu Indiana. Þar stóð til að vinna úr þeim fitu.

 

Ég hef jafnframt rætt við lækni að nafni William K. Jaques sem býr í Woodland Avenue númer 4316 í Chicago. Hann starfar við örverurannsóknir við Illinois ríkisháskólann og sá um kjöteftirlit borgarinnar á árunum 1902-1903.

 

William þessi tjáði mér að hann hefði séð dauðar kýr sem merktar höfðu verið í úrgang, vera geymdar á brautarpallinum þar til hræin voru sótt í skjóli nætur og seld til manneldis í borginni.

,,Aðstæður í sláturhúsunum „eru ógn við heilsufar fólks í hinum frjálsa heimi“.

Skoðun fréttaritara enska læknablaðsins The Lancet.

Ég leyfi mér að hafa eftir orð Williams K. Jaques: „Menntun mín á sviði læknisfræði hefur fært mér heim sanninn um að sjúkdómar fylgja sömu lögmálum í dýrum sem og í mönnum. Í báðum tilvikum er einungis unnt að greina sjúkdóm eftir nákvæma skoðun á innri líffærum með smásjárrannsókn.

 

Hversu margar slíkar rannsóknir getur sérfræðingur framkvæmt á einum degi? Tíu slíkar teldust mjög margar og enginn réði við fimmtíu.

 

Dag hvern berast 150.000 dýr til sláturhúsanna í Chicago. Hversu margir menntaðir meinatæknar sem innt geta af hendi slíkar rannsóknir eru starfandi á vegum hins opinbera? Sennilega er um að ræða fimmtíu manns.

 

Gefum okkur að einungis 50.000 dýrum sé slátrað daglega. Þetta leiddi af sér eitt þúsund dýr á hvern sérfræðing, alls hundrað dýr á klukkustund sem myndi tákna tvö dýr á mínútu. Hvers virði væri slík rannsókn?

 

Hið opinbera hefur engin tök haft á því að kanna hvað á sér stað í rauninni. Miðað við ástandið í dag geta milliliðirnir sent hvað þeim sýnist í magann á auðtrúa kaupendum. Ef fólk veikist og deyr, finnst oftar en ekki engin orsök, því skemmdur matur í iðrum hins látna kemur sjaldnast í ljós við krufningu“.

 

Nú er bréf mitt orðið ansi langt en mér finnst alvara málsins krefjast þess að ég sé margmáll.

 

Þér spyrjið hvort ég sé með tillögur að því hvað þér getið aðhafst í t.d. landbúnaðarráðuneytinu.

 

Ég mæli með að þér gerið slíkt hið sama og lögmannastofan sem ég gat um hér að framan: Finnið mann sem er nægilega greindur og heiðarlegur til að þér treystið honum fullkomlega.

 

Sendið þann mann hingað eða leyfið mér að hitta hann í Washington, til þess að ég geti upplýst hann um það sem ég hef séð og hvernig á því stóð að ég sá það.

 

Ég get gefið honum nöfn og heimilisföng fólks sem getur sýnt honum það sem ég fékk að sjá. Leyft honum að fara til Packingtown, líkt og ég gerði, dulbúinn sem starfsmann.

 

Leyft honum að vinna erfiðisvinnu innan um hina verkamennina, búa með þeim og sjá og heyra með eigin augum og eyrum það sama og ég.

 

Vittu til að nokkrum vikum síðar myndi sá hinn sami snúa aftur með sömu skoðun og sérlegur fréttaritari enska læknablaðsins The Lancet lét í ljós við mig þegar ég mælti mér mót við hann í Chicago: Aðstæður í sláturhúsunum „eru ógn við heilsufar fólks í hinum frjálsa heimi“.

 

Með þakklæti fyrir auðsýndan áhuga og kærri kveðju,

Upton Sinclair

 

Eftirskrift:

Uppljóstranir Uptons Sinclairs skiptu sköpum fyrir ákvörðun Roosevelts um að samþykkja lög um eiturlyfjalausa fæðu og lyf, fyrstu neytendalög Bandaríkjanna.

 

Lögin sem voru samþykkt árið 1906, fyrirskipuðu eftirlit með og merkingu á kjöti. Ákvörðunin varð fyrirmynd annarra lagasetninga á svipuðum grunni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Granger Import/Imageselect/bridgeman art library/Ritzau Scanpix

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Tækni

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Lifandi Saga

10 slæmar hugmyndir: Enginn þorði að mæla gegn einræðisherrunum

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

Lifandi Saga

Nasismi skýtur rótum í BNA: Flughrap afhjúpar spilltan þingmann

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

Tækni

Ferðin að botni hafsins

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Vinsælast

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

4

Tækni

Ferðin að botni hafsins

5

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

6

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

1

Náttúran

Vísindamenn leiða í ljós: Hundar geta orðið afbrýðisamir

2

Heilsa

Þessi tegund þjálfunar getur dregið úr hættu á snemmbúnum dauðdaga um allt að 20%

3

Tækni

Ferðin að botni hafsins

4

Lifandi Saga

Hvers vegna var kókaín í Coke?

5

Heilsa

Vísindamenn hafa svarið: Hvers vegna eiga sumir auðvelt með að þyngjast?

6

Lifandi Saga

Hvernig urðu Hamas samtökin til?

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Bílar svífa á methraða eftir nýrri grænni hraðbraut

Vísindamenn hyggjast byggja nýja hraðbraut sem getur fengið bíla til að svífa af stað á allt að 1.000 km/klst. – og á sama tíma flytja loftslagsvænt vetni og rafmagn fyrir grænt orkunet framtíðar. Tæknin er þegar til staðar.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is