Glæpir

Dauðinn beið átekta í barnaherberginu

Jeanne Weber sem bjó í París, var fátæk en engu að síður vinalegri og meira traustvekjandi en flestir. Vinir og fjölskylda hikuðu ekki við að skilja börn sín eftir í hennar umsjá. Dag einn árið 1906 komst ein móðirin hins vegar að hinu sanna.

BIRT: 24/09/2022

Hinn 2. mars árið 1905 upplifði frú Pierre sem bjó í París, skelfilegri hörmungar en nokkur móðir getur ímyndað sér. Þegar frúin kom heim eftir að hafa sinnt nokkrum erindum í bænum kom hún að 18 mánaða gamalli dóttur sinni Georgette liggjandi í rúminu, blárri í andliti og froðufellandi.

 

Barnfóstrunni Jeanne Weber tókst með snarræði sínu að bjarga lífi barnsins með hjartahnoði. Hamingjan var hins vegar skammvinn.

 

Móðirin yfirgaf heimilið á nýjan leik og þegar hún sneri aftur úr seinni ferðinni var Georgette litla látin. Dánarorsökin var hrikalegir krampar, sagði barnfóstran.

 

Á þessum tíma þegar ungbarnadauði var afar algengur taldist andlát barns vera einkar sorglegur atburður en engan veginn óeðlilegur. Engan gat hins vegar órað fyrir að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið af mörgum sem áttu eftir að valda skelfingu um gjörvallt Frakkland.

„Ég er saklaus. Þetta eru allt lygar og slúðursögur“.

Jeanne Weber, 1906

Ólánið elti barnfóstruna

Jeanne Weber þekkti sjálf sorgina, því hún hafði þegar misst tvo syni sína þegar þarna var komið sögu en tvöfaldur sonarmissir og hjónaband með drykkfelldum eiginmanni í fátækrahverfinu Goutte d’Or í París nægðu ekki til að slá Jeanne út af laginu.

 

Hún annaðist sjö ára gamlan son sinn Marcel eins vel og hugsast gat og þessi vinalega og traustvekjandi kona var ætíð reiðubúin þegar fjölskyldu eða vini vantaði barnfóstru.

 

En eftir andlát Georgette litlu var engu líkara en að bölvun hvíldi yfir Weber. Á aðeins einum mánuði létust tvær litlar frænkur, hin tveggja ára gamla Suzanne og sjö ára gömul frænka hennar Germaine í umsjá hennar.

 

Fólk pískraði um að dauðsföll þessi gætu engan veginn hafa verið tilviljunum háð. Illu tungurnar þögnuðu hins vegar þegar sonur Jeanne sjálfrar andaðist, sennilega af völdum barnaveiki, mjög smitandi öndunarfærasjúkdóms.

1. Jeanne Weber kyrkti í geðveikiskasti

 

Sjónarvottar hafa greint frá því að Jeanne hafi virst ganga í leiðslu þegar hún myrti. Hún fékk á sig geðveikislegan svip og erfitt reyndist að ná sambandi við hana.

 

2. Morðingi narraði fórnarlamb sitt laumulega

 

Sonur kráareigandans, Marcel, gisti iðulega í rúminu hennar Jeanne Weber. Móðir drengsins vissi um fyrirkomulagið og tilgangurinn var sennilega sá að vernda Jeanne gegn ofstopafullum sambýlismanni.

 

3. Hinn myrti hafði verið limlestur

 

Lögreglan fann þrjá blóðuga vasaklúta á vettvangi glæpsins. Blóðið reyndist vera úr munni drengsins. Jeanne Weber hafði bitið tungu drengsins úr honum og slegið úr honum nokkrar tennur.

Þann 5. apríl tóku málin óvænta stefnu þegar móðir tíu mánaða gamals drengs stóð Jeanne að verki þar sem hún hafði tekið drenginn hálstaki. Móðirin sem var mágkona Jeanne Weber tilkynnti barnfóstruna samstundis og 29. janúar 1906 var Jeanne ákærð fyrir morð og morðtilraun.

 

Málið hlaut mikla athygli og einn af færustu lögfræðingum Parísarborgar, Henri-Robert, bauðst til að taka málið að sér í von um að það kynni að færa honum frægð og frama. Honum tókst að snúa málinu á þann veg að kviðdómurinn fékk mikla samúð með fátækri konunni.

 

„Ég er saklaus. Þetta eru allt lygar og sögusagnir“, sagði Weber í viðtali við dagblaðið „La Patrie“ sem fullt vandlætingar tókst að gera hana að píslarvotti. Þann 6. febrúar 1906 var hún látin laus.

 

Konan fór í felur

Eftir þetta hvarf Jeanne algerlega af sjónarsviðinu. Hins vegar héldu dularfull dauðsföllin áfram að eiga sér stað. Í apríl árið 1907 hlaut níu ára gamall drengur skyndilegan dauðdaga í borginni Villedieu.

 

Dánarorsökin var sögð vera krampakast, ef marka mátti barnfóstru drengsins, frú Moulinet. Skömmu síðar andaðist enn eitt barn á barnaspítalanum í Fontgombault. Þar var aðstoðarkonu að nafni Marie Lemoine sagt upp störfum án þess að málið kæmist í hámæli. 

„Litli drengurinn lá andvana í rúminu. Höfuð hans hafði verið beygt aftur fyrir og augun stóðu út úr augntóttunum“

Frú Guirlet, 1908

Vorið 1908 flutti Jeanne Weber á krá í borginni Commercy. Hún var þá fráskilin og stundaði vændi til að hafa í sig og á. Sökum þess að hún var smeyk við að sofa ein, lét hún tíu ára gamlan son kráareigandans sofa uppi í hjá sér.

 

Kvöld nokkurt í maí heyrði gestur einn á kránni, frú Guirlet, öskur sem barst frá herbergi Jeanne. Þegar gesturinn tók á sig rögg og hleypti sér inn í herbergið blasti við honum hræðileg sjón.

 

„Litli drengurinn lá andvana í rúminu. Höfuð hans hafði verið beygt aftur fyrir og augun stóðu út úr augntóttunum“, lýsti hún fyrir blaðamönnum dagblaðsins Daily Mail.

Almenningur fylgdist grannt með þessu hræðilega morðmáli. Ljósmyndir sem teknar voru af handtöku Jeanne Webers árið 1908 voru meira að segja seldar sem póstkort.

Þessi litli drengur varð síðasta fórnarlamb Jeanne, því að þessu sinni var réttlætinu fullnægt.

 

Barnfóstran var fundin sek um tíu morð, m.a. dráp sem framin höfðu verið undir nöfnunum Moulinet og Lemoine, fyrir utan morðin á hennar eigin sonum og hún var dæmd til vistar á geðveikrahæli.

 

Þar dvaldi hún allt þar til hún tíu árum síðar, hinn 5. júlí 1918, fannst látin í klefa sínum.

 

Í dagblöðunum stóð að hún hefði kyrkt sjálfa sig með berum höndunum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Else Christensen

© The Picture Art Collection/Imageselect. © A. Lévy de Saint-Mihiel.

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

4

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is