Þegar keisarafjölskylda Rússlands var sett í stofufangelsi 1918 í Síberíu fylgdu þrír hundar barnanna með þeim. Meðal þeirra var hundurinn Joy sem 13 ára sonur keisarans, Alexei, átti.
Drengurinn var blæðari og oft einmana. Hundurinn varð því besti vinur hans og þeir voru óaðskiljanlegir.
Joy var hins vegar strokugjarn – og það bjargaði lífi hans. Í júlí 1918 var keisarafjölskyldan myrt í höll í borginni Jekaterinurg. Gæludýrin voru einnig drepin.
En ekki Joy sem hafði strokið enn og aftur.

Hundurinn Joy sem var af tegundinni Spaniel var besti vinur Alexeis
Átta dögum síðar náði hvíti herinn Jekaterinburg á sitt vald en hann studdi keisarann.
Pavel Rotzianko, hermaður sem þjónaði í njósnadeild Breta fann glorsoltinn hundinn nærri höllinni þar sem hann leitaði án árangurs eftir Alexei.
Rotzianko sem tengdist keisarafjölskyldunni, bar kennsl á Joy. Þegar ljóst var að borgarastríðið var tapað flúði hann til Englands – og tók hundinn með.
Joy lifði restina af lífi sínu nærri Windsor-höll þar sem þessi óbugandi hundur var einnig grafinn.