Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Tungumálið hefur öldum saman verið átakavettvangur í Úkraínu. Nikulás keisari kallaði úkraínsku „litlu rússnesku“ og Pútín vill ekki viðurkenna að þetta séu tvö tungumál. En hver er veruleikinn?

BIRT: 21/02/2024

FRAMBURÐUR UPP Á LÍF OG DAUÐA

Þegar Hollendingar í andspyrnuhreyfingunni þurftu að afhjúpa þýska njósnara í seinni heimsstyrjöld báðu þeir hinn grunaða að bera fram nafn bæjarins Scheveningen. Á hollensku er fyrsta atkvæðið borið fram „Skje“ en á þýsku „Sje“, hvort tveggja með nokkurri einföldun.

 

Svipuðum aðferðum er nú beitt í Úkraínustríðinu.

 

Hitti úkraínskir hermenn fyrir mann sem þeir gruna um að vera rússneskur hermaður, biðja þeir hann oft að bera fram heiti á úkraínska brauðinu „paljanytsja“.

 

Úkraínski framburðurinn er þannig að nær útilokað er fyrir aðra að ná honum alveg réttum.

 

Með nokkurri einföldun má segja að í úkraínsku sé y-hljóðið eins konar millihljóð milli „i“ og „uj“ en í rússnesku er i-hljóðið alveg skýrt. Þótt munurinn sé ekki mikill er hann fyllilega nægur til að fólk sem hefur úkraínsku að móðurmáli, heyri hann greinilega.

 

Myndskeið: Orð sem afhjúpar rússneska hermenn

Þetta myndskeið sýnir úkraínskan mann nálgast óþekkta hermenn og kalla til þeirra að segja „palyanycha“ – nafn á sérstöku úkraínsku brauði. Ef hermennirnir eru rússneskir mun framburður þeirra koma upp um þá þar sem þeir geta ekki borið fram orðið nákvæmlega á úkraínsku.

HVER ER UPPRUNI ÚKRAÍNSKU OG RÚSSNESKU?

Rétt eins og Hollendingar gerðu á sínum tíma nýta Úkraínumenn þannig sitt eigið tungumál sem vopn.

 

En hver eru annars vegar líkindin og hins vegar munurinn á þessum tungumálum?

 

Til að fá þeirri spurningu svarað þurfum við að fara svo sem 700 ár aftur í tímann.

 

Á 9. öld var borgin Kyiv sem norrænir menn nefndu Kænugarð, höfuðstaður vaxandi ríkis sem nefnt hefur verið „Rúss“.

 

Í upphafi 12. aldar náði þetta fyrsta Rússaveldi yfir gríðarstórt landsvæði allt frá Svartahafi í suðri til Hvítahafs sem gengur inn úr Norður-Íshafi í norðri.

 

Í grófum dráttum náði þetta ríki yfir núverandi Úkraínu, Belarús (Hvíta-Rússland) og vesturhluta Rússlands, áður en það sundraðist.

Um aldir hafa slavnesku tungumálin þróast í austurslavnesk tungumál (rússneska, úkraínska og hvítrússneska), vesturslavnesk tungumál (pólska, tékkneska, slóvakíska) og suðurslavnesk tungumál (bosníska, slóvenska, serbneska, búlgarsku, makedónsku og króatísku).

FORN-RÚSSNESKA OG NORRÆNA

Talið er að á 12. og 13. öld hafi íbúarnir á öllu þessu svæði talað sama tungumál, forn-rússnesku.

 

En á 14. og 15. öld risu á rústum hennar þrjú austur-slavnesk tungumál: rússneska, hvítrússneska og úkraínska.

 

Þessi málþróun á sér að nokkru leyti samsvörun í norrænunni sem fyrir þúsund árum var töluð á öllum Norðurlöndum nema Finnlandi og í norðurhluta Skandinavíu. Norrænan þróaðist í dönsku, sænsku, norsku, íslensku og færeysku.

Austurslavnesku tungumálin þrjú - rússneska, úkraínska og hvítrússneska - urðu til vegna klofnings frá fornrússnesku fyrir um það bil 800 árum. Öll þrjú austurslavnesku tungumálin nota hvert sína útgáfu af kyrillíska stafrófinu. Á myndinni: Fornklassíska kyrillíska stafrófið.

ÚKRAÍNSKA FYRIRLITIN UM ALDIR

Saga Úkraínu næstu aldirnar einkenndist af undirokun.

 

Á rústum fyrsta Rússaveldisins, stórveldi Litháa og síðar Pólverja en frá því á 18. öld var Úkraína á valdi Rússakeisara og síðar hluti af Sovétveldinu – að fráteknu fremur stuttu millibilsástandi 1917-1922 þegar Úkraína var um tíma sjálfstæð.

Nikulás 2. Rússakeisari: „Það er ekki til neitt úkraínskt tungumál, aðeins orðblindir bændur sem tala „litlu-rússnesku“

Úkraínska átti mjög undir högg að sækja undir stjórn Rússa. Margir rússneskir þjóðernissinnar harðneituðu að viðurkenna hana sem sjálfstætt tungumál. Gjarnan var talað um hana sem rússneskt málbrigði og hún þá kölluð „litla-rússneska“.

 

Árið 1863 lýsti rússneski innanríkisráðherrann, Pyotr Valuev, því yfir að sérstakt úkraínskt tungumál hefði aldrei verið til og yrði aldrei til.

 

Síðasti Rússakeisarinn, Nikulás 2., var sama sinnis: „Það er ekki til neitt úkraínskt tungumál, aðeins orðblindir bændur sem tala „litlu-rússnesku“.

 

Eftir því sem leið á 20. öldina náði rússneska æ sterkari fótfestu í sovéska alþýðulýðveldinu Úkraínu, ekki síst vegna þess að sovésk yfirvöld gerðu rússnesku að megintungumáli skólakerfisins.

 

Eftir fall Sovétríkjanna 1991 varð Úkraína sjálfstætt ríki og síðan hefur markvisst verið unnið að því að tryggja stöðu úkraínsku sem opinbers tungumáls í landinu. Í þeim tilgangi hafa m.a. verið sett ýmis lög sem vafalaust hafa farið mjög í taugarnar á Pútín Rússlandsforseta sem telur Úkraínu vera hluta af Rússlandi og úkraínsku þar með óþarfa.

Úkraínskir ​​hermenn kalla til óþekktra hermanna með nafni úkraínsks brauðs: Palyanycha, sem er kringlótt hveitibrauð með hálfhringlaga skurð ofan á.

Úkraínska vinnur á

Rússneska og úkraínska eru náskyld tungumál. Um 62% orðaforðans er alveg eins eða mjög líkur í báðum málum. Það samsvarar nokkurn veginn skyldleikanum milli spænsku og portúgölsku.

 

Rússar og Úkraínumenn geta tiltölulega vandræðalítið skilið hverjir aðra. Það er þó ekki víst að skilningurinn sé fyllilega réttur en það gildir líka milli skyldra Norðurlandamála.

 

Svo dæmi sé tekið nota Danir orðið „kort“ yfir landakort en Svíar nota sama orð um mynd eða ljósmynd. Almennt skilja Úkraínumenn Rússa betur en Rússar skilja Úkraínumenn sem hafa vanist rússneskunni samhliða eigin máli.

 

Í Úkraínu tala margir bæði tungumálin en í austurhlutanum er rússneska víða enn ráðandi.

 

Könnun sem gerð var í mars 2022 gefur þó til kynna að rússneska sé á undanhaldi. Á síðasta áratug hefur þeim fækkað úr 42% í 20% sem nota rússnesku sem fyrsta mál og sá hluti sem telur úkraínsku móðurmál sitt hefur vaxið úr 57% í 76% í mars 2022.

5 atriði um mismun og líkindi

  • Kyiv eða Kiev? Kyiv er úkraínski framburðurinn skrifaður með latnesku letri.

 

  • Um 62% allra orða eru eins í báðum tungumálunum.

 

  • Bæði málin eru rituð með 33 bókstöfum. Í hvoru máli um sig eru þó 4 bókstafir sem ekki eru notaðir í hinu.

 

  • Munurinn á úkraínsku og rússnesku er ámóta mikill og á spænsku og portúgölsku.

 

  • Sum orð hljóma eins á rússnesku og úkraínsku en hafa mismunandi merkingu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen

Shutterstock,© Wikimedia Commons,

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.