Lifandi Saga

Hvernig stóð á því að Volodymyr Zelensky varð forseti Úkraínu?

Volodymyr Zelensky hafði leikið forseta Úkraínu í sjónvarpsþáttaröð en var síðan kjörinn forseti landsins í raun og veru. Þegar hann svo hafði verið í embætti í tæp þrjú ár réðust Rússar inn í Úkraínu.

BIRT: 21/02/2023

Augu allra beindust að hinum 44 ára gamla Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þegar hann tók til máls á árlegri öryggisráðstefnu í München hinn 19. febrúar í ár.

 

Frammi fyrir u.þ.b. 30 þjóðarleiðtogum og eitt hundrað ráðherrum varaði Zelensky við þeirri hættu að Rússar kynnu að gera innrás í Úkraínu. Hann var þá nýkominn úr heimsókn í leikskóla sem rússnesku flugskeyti hafði verið skotið á, sagði hann.

 

„Þegar sprengjugígur myndast á barnaleikvelli, spyrja börnin: ‘Hefur heimurinn gleymt mistökunum sem áttu sér stað á 20. öld?’ Skeytingarleysi ykkar gerir ykkur samseka“, mælti Zelensky í viðvörunartóni.

„Við munum ekki leggja niður vopn. Við munum verja landið okkar sökum þess að sannleikurinn er okkar vopn“

Volodymyr Zelensky.

Örfáum dögum eftir að ræðan var haldin réðust rússneskar hersveitir inn í Úkraínu. Eftir að innrásin hófst var greinilegt að forsetinn varð að sameiningartákni allrar úkraínsku þjóðarinnar, meðal annars sökum harðvítugrar andstöðu hans við Pútín.

 

Engum hafði raunar dottið í hug að Zelensky ætti eftir að styðja þjóð sína í gegnum stríð. Þegar hann hafði lokið laganámi stofnaði hann ásamt öðrum grínleikarasveitina Kvartal 95 árið 1997 sem kom fram í fyrrum Sovétlýðveldum og framleiddi sjónvarpsefni. Árið 2015 tryggðu grínistahæfileikarnir Zelensky aðalhlutverkið í óhemjuvinsælli sjónvarpsþáttaröð sem nefndist „Þjónn fólksins“.

 

Þar lék hann raunar kennara sem verður forseti Úkraínu fyrir algera tilviljun þegar myndband sem sýnir hann gagnrýna spillinguna sem þreifst meðal stjórnmálamanna komst í almenna dreifingu. 

Bandaríkjamenn buðust til að aðstoða Zelensky við að yfirgefa landið þegar hersveitir Pútíns réðust inn í landið en úkraínski forsetinn afþakkaði boðið.

Sjónvarpsþættir urðu að veruleika

Árið 2018 stofnaði teymið að baki sjónvarpsþáttaröðinni stjórnmálaflokk með Zelensky í forgrunni og sem forsetaframbjóðanda. Sjálfur hefur Zelensky lýst því þannig að hann hafi leiðst út í stjórnmál til þess að koma „fagmannlegu, heiðvirðu fólki til valda“.

 

Eftir nokkurra mánaða kosningabaráttu sem átti sér mestmegnis stað á netinu, bar Zelensky sigur úr býtum í forsetakosningunum árið 2019, þar sem hann hlaut alls 73,2% atkvæða.

 

Frá því að þetta var hefur Zelensky leitt þjóð sína í gegnum heimsfaraldurinn og eftir að Rússar gerðu innrásina í Úkraínu sýndu myndbönd á samfélagsmiðlum svo ekki varð um villst að Úkraína hygðist berjast gegn óvininum.

 

„Við munum ekki leggja niður vopn. Við munum verja landið okkar sökum þess að sannleikurinn er okkar vopn“, lýsti Zelensky yfir í einum af mýmörgum myndböndum sínum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© The Presidential Administration of Ukraine

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Lifandi Saga

Hvaðan eru indíánar?

Menning

Muhammad Ali: Versti andstæðingur hans var BNA 

Tækni

Er gler í rauninni vökvi?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hvaða núlifandi dýr hefur breyst minnst?

Náttúran

Hvaða núlifandi dýr hefur breyst minnst?

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Lifandi Saga

Hin voldugu turnskip Kínverja þoldu hvorki öldugang né vind 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættum við að nota einglyrni?

Náttúran

Tungan kom lífinu upp á þurrlendið

Lifandi Saga

Persneskur kóngur stal borg óvina og endurreisti hana í eigin ríki 

Vinsælast

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

4

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

5

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

6

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

4

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

5

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

6

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hversu lengi hafa Bandaríkin stutt Ísrael?

Lifandi Saga

Bók frá 1898 sagði fyrir um Titanic-slysið 

Heilsa

Sjö venjur geta dregið verulega úr hættu á þunglyndi

Náttúran

Ofurmeginland gæti útrýmt dýralífi jarðar

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Slöngur smakka sig áfram með tungunni, spætan nýtir hana til að sleppa við heilahristing og tunga kamelljónsins nær meiri hröðun en orrustuþota. Í dýraríkinu er tungan fjölnotatól, líkt og svissneskur vashnífur og tryggir tegundinni framhaldslíf.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.