Jörðin

Dómsdagur vofir yfir jökli á Suðurskautslandinu

Hinn risastóri Thwaites-jökull á Suðurskautslandinu gæti verið mun nær endadægri sínu en vænst hefur verið. Þetta sýnir ný rannsókn en vísindamenn hafa nú sent vitkafbát niður á 700 metra dýpi við brún skriðjökulstungunnar.

BIRT: 19/02/2023

Thwaites-jökullinn er á stærð við Bretland, einn stærsti jökull veraldar og gæti hækkað sjávarborð um þrjá metra ef hann bráðnaði allur.

 

Í áratugi hafa loftslagssérfræðingar haft áhyggjur af þessum 192.000 ferkílómetra jökli sem skríður fram í Amundsenhaf á vesturhluta Suðurskautslandsins á um 2 km hraða á ári.

 

Hlýr sjór bræðir sig smám saman inn undir skriðtunguna og losni um jökulinn fyrir alvöru verða afleiðingarnar miklar.

 

Nú hefur sjávarbotninn við jökulröndina verið grandskoðaður í fyrsta sinn og sú rannsókn sýnir að dómsdagur jökulsins gæti orðið enn fyrr en menn hafa talið.

Thwaites-jökullinn tæmist í Amundsenhaf á Vestur-Suðurskautslandinu. Íshellan fyrir framan jökulinn virkar sem risastór tappi fyrir undirliggjandi ísflæði sem eitt og sér geymir nóg vatn til að hækka heimshöfin um 80 sentímetra.

Hafsbotninn getur leitt í ljós framtíðina

Sjávarjarðfræðingar frá BNA, Englandi og Svíþjóð sendu sjálfstýrðan, appelsínugulan dvergkafbát með hinu fornnorræna hafgyðjunafni, Rán, niður á 700 metra dýpi.

 

Í 20 klukkustunda leiðangri sínum kortlagði kafbáturinn um 1.700 ferkílómetra svæði framan við jökulröndina. Myndir í hárri upplausn gáfu vísindamönnunum færi á að grandskoða hvernig jökulröndin hefur hopað á sjávarbotninum – og um leið hvernig líklegt er að hún hopi í framtíðinni.

Sjáðu meira um flókið verkefni neðansjávarvélmennisins hér:

Myndirnar sýndu að á óþekktu hálfs árs tímabili einhvern tíma á síðustu 200 árum hefur jökulröndin hopað tvöfalt hraðar en hún gerði að meðaltali á árunum 1996-2009 og þrefalt hraðar en 2011-2017.

 

Þótt hægari samdráttur á seinni tímum kunni að hljóma vel, veldur uppgötvunin áhyggjum.

 

Þeir segja þetta fela í sér aðvörun um að ástand jökulsins geti breyst mjög hratt og að „ámóta hröð bráðnun gæti orðið í náinni framtíð“, eins og þeir komast að orði í skýrslu sinni.

Þegar Thwaites-jökullinn hefur hörfað hefur brún hans myndað samhliða hryggi á hafsbotni í takt við sjávarföll. Með því að skrá yfir 160 samhliða hryggja hafa rannsakendur kortlagt stóran hluta hafsbotnsins fyrir framan jökulinn. Litirnir gefa til kynna dýptarmun hafsbotnsins.

„Thwaites hangir eiginlega á fingurgómunum,“ segir Robert Larter, einn þeirra sem stóðu að rannsókninni og sjávarjarðeðlisfræðingur hjá British Antarctic Survey í fréttatilkynningu.

 

„Við getum vænst þess að sjá mjög miklar breytingar á skömmum tíma – jafnvel milli ára,“ heldur hann áfram.

 

Thwaites jökullinn nær út í Amundsenhaf og virkar þar sem einskonar hemill á gríðarlegt ísmagn inni á Suðurskautslandinu. Vísindamennirnir óttast að bresti þessi hemill muni öll ískápan á vesturhluta Suðurskautslandsins gefa eftir.

 

Gerist það gæti sjávarborð hækkað um 1-3 metra og kaffært strandborgir um allan heim.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Shutterstock. © The University of South Florida. © Claus Lunau & NASA

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

6

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Vísindamenn hafa skapað níðsterkt silki sem með seiglu og sveigjanleika gæti orðið valkostur við gerviefni á borð við pólýester og nælon.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is