Ámóta langur og tveir vindlar og með svo þunnt roð að lifrin sést utan frá.
Sá fiskur sem lifir á mestu dýpi lítur ekki beinlínis út fyrir að vera mjög harðger eða standast þrýstinginn á átta kílómetra dýpi.
Engu að síður hefur Marianer-snigilfiskur, eða Pseudoliparis swirei, nú verið krýndur sem sá fiskur, sem lifir á mestu dýpi, eftir að vísindamenn höfðu rannsakað nákvæmlega fiska sem veiddust í Marianergljúfri og gefið tegundinni latneska heitið.
Fyrst sást fiskurinn á ótrúlegu dýpi árið 2014 og sló þá strax út fyrri methafa, sem einnig er af ætt snigilfiska.
En til að geta gefið tegundinni opinbert heiti og titil þurftu vísindamenn að veiða nokkra fiska og greina vísindalega.
Setur heimsmet
Þeirri vinnu er nú lokið og titillinn þar með í húsi. Nýlega sást nokkur hópur þessara fiska á 8.178 metra dýpi í japönskum djúphafsleiðangri niður í Marianergljúfrið og það er enn nýtt heimsmet.
Þótt dýpsta gljúfrið í Marianergjánni nái nærri þremur kílómetrum dýpra, telja sjávarlíffræðingar ósennilegt að nokkru sinni muni finnast fiskar, sem fara á meira dýpi en Marianer-snigilfiskurinn.
Á enn meira dýpi er þrýstingurinn nefnilega svo ofboðslegur að fiskar ná ekki að halda saman lífefnasamböndum líkamans, t.d. myndu prótínin slitna sundur.
Snigilfiskur þolir ógnarþrýsting
Nafn: Pseudoliparis swirei.
Greint dýpi: 8.178 metrar, 500 metrum dýpra en fyrra met.
Vatnsþrýstingur: Samsvarandi þunga fíls ofan á þumalfingur.