Draumsýn: Risastórt verkefni til bjargar Suðurskautslandinu

Ísinn á Suðurskautslandinu bráðnar á sífellt auknum hraða, en nú telur hópur vísindamanna sig hafa fundið leið til bjargar: Gervieyjar, tröllvaxnar dælur og neðansjávarstíflur eiga að hægja á bráðnuninni.

BIRT: 26/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Ísmassinn á Suðurskautslandinu bráðnar svo hratt að það vekur áhyggjur og nú hefur hópur vísindamanna hjá Lapplandsháskóla í Finnlandi upphugsað verkfræðilegar lausnir til að stöðva skriðjökla, sem að óbreyttu renna út í sjó og bráðna.

 

Vísindamennirnir taka jökulinn við Pine-eyju við Antarktíkuskaga sem dæmi. Sá skriðjökull fer nú um 4 km á ári.

 

Við ströndina missir hann landgripið og flýtur ofan á sjónum líkt og hver önnur íshella. Mestu áhrifin verða þegar þessi jökulíshella bráðnar og einmitt þar vilja vísindamennirnir grípa inn.

 

Þeir hafa dregið sett fram ýmsar hugmyndir, sem ætlað er að vernda ísinn og gera hann stöðugri, ásamt því að hægja á framrás skriðjöklanna.

 

Halda ísnum köldum

M.a. hafa þeir látið sér detta í hug að dæla vatni undan skriðjöklunum, en meðal hugmyndanna eru líka neðansjávarstíflur, sem eiga að hindra leið hlýrri hafstrauma að ísnum.

1
Pine-eyja

Dýrt en nauðsynlegt

Að sögn vísindamannanna þarf aðeins að grípa til þessara aðgerða á afmörkuðum svæðum við Suðurskautslandið og Grænland til að merkja greinileg áhrif.

 

T.d. fara 90% af öllum ís, sem rennur út af Suðurskautslandinu um skriðjökla sem eru undir 100 km á breidd og hið sama gildir um 50% þess jökulmassa sem skríður í sjó fram á Grænlandi.

 

Vísindamennirnir viðurkenna að þessi verkefni verði dýr, en þeir telja að þau muni borga sig í samanburði þann kostnað sem verður óhjákvæmilegur við strandlengjur um allan heim ef ekkert verður að gert. Fjölmargar spár benda til þess að yfirborð sjávar muni hækka um 0,5-2 metra fyrir árið 2100.

 

 

Stífla kælir ísinn

Neðansjávarstífla á að sjá til þess að ísinn fljóti á mjög köldum sjó. Jafnframt eiga manngerð eyja og dælustöðvar að hindra framrás skriðjöklanna.

1

Vandamál: Hlýir straumar bræða ísinn.

 

Lausn: Neðansjávarstífla á hafsbotni heldur hlýjum straumum frá landi og hitastigið undir ísnum lækkar.

2

Vandamál: Skriðjökull rennur út í sjó án mótstöðu.

 

Lausn: 300 metra há, manngerð eyja, byggð upp frá botninum, stöðvar ísinn og heldur honum stöðugri.

3

Vandamál: Fljótandi vatn undir skriðjökli eykur hraða hans til sjávar.

 

Lausn: Gegnum borholu í jöklinum má dæla vatni upp og auka þannig núningsmótstöðu jökulsins við grunnbergið.

Hlýir sjávarstraumar

Neðansjávarstífla

Manngerð eyja

Íshella

Skil jökuls og íshellu

Jökull

Fljótandi vatn

Borpípa

BIRT: 26/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: NASA,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is