Læknisfræði

Dularfull lifrarbólga breiðist út meðal barna: Hér er það sem við vitum

Í mörgum löndum verður nú vart dularfullrar lifrarbólgu í börnum, en læknar þekkja ekki orsökina. Er ástæða til að óttast? Og hvers vegna leggst sjúkdómurinn einmitt á börn? Hér koma svör sérfræðinganna.

BIRT: 08/05/2022

Frá áramótum er vitað um dularfulla lifrarbólgu í a.m.k. 169 börn í a.m.k. 12 löndum. Enn þekkir enginn ástæður þessara veikinda.

 

Lifrarbólga er yfirleitt fátíð hjá börnum, en það er sameiginlegt öllum þessum tilfellum að þau eru ekki af völdum þeirra veirna sem yfirleitt valda lifrarbólgu – þekkar sem afbrigðin hepatitis A-E.

HVAR GERIST ÞETTA?

Ekki færri en 169 tilvik lifrarbólgunnar hafa verið skráð frá áramótum samkvæmt skrám WHO og langflest eru í Englandi og Skotlandi. Þar eru tilvikin orðin a.m.k. 114.

 

Anders Koch yfirlæknir hjá Bóluefnastofnun ríkisins í Danmörku og um leið á smitsjúkdómadeild Ríkisspítalans hefur fylgst vel með þróuninni. Hann telur mikilsvert að aðgreina tvennt.

 

„Í Englandi og Skotlandi sjáum við nú óvenjumörg tilvik lifrarbólgu án þekktrar ástæðu. Hins vegar eru svo önnur lönd þar sem tilvikin gætu verið óvenjumörg. Þær tölur eru þó miklu lægri og því afar óvíst hvað þar er að gerast,“ segir hann.

Svona er listinn yfir skráð tilvik:

  • Stóra-Bretland: 114 skráð tilvik.

 

  • Spánn: 13 skráð tilvik.

 

  • Ísrael: 12 skráð tilvik.

 

  • BNA: 9 skráð tilvik.

 

  • Danmörk: 6 skráð tilvik.

 

  • Írland: < 5 tilvik.

 

  • Holland: 4 skráð tilvik.

 

  • Ítalía: 4 skráð tilvik.

 

  • Noregur: 2 skráð tilvik.

 

  • Frakkland: 2 skráð tilvik.

 

  • Rúmenía: 1 skráð tilvik.

 

  • Belgía: 1 skráð tilvik.

 

Samkvæmt sumum miðlum hafa nýlega einnig verið skráð tilvik lifrarbólgunnar bæði í Kína og Japan.

 

ATH.: Tölurnar eru frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO og síðast uppfærðar 23. apríl 2022.

HVERJIR VEIKJAST?

Hingað til hafa börn á aldrinum 1 mánaðar til 16 ára veikst af lifrarbólgunni.

 

Af þessum börnum hafa 17 (um 10%) farið svo illa út úr veikindunum að þau hafa þurft lifrarígræðslu.

 

Og samkvæmt WHO hefur verið skráð eitt dauðsfall af völdum lifrarbólgunnar.

Sjúkdómurinn getur þróast mjög misjafnlega

Anders Koch segir lifrarbólguna þróast mjög misjafnlega í þeim börnum sem fá hana. Í grófum dráttum má skipta þessu í fernt:

  • Sum börn ná sér fullkomlega og eftirköst eru engin.

 

  • Sum börn fá lifrarbilun, sem þýðir að lifrin getu ekki gegnt hlutverki sínu. Þá þarf í staðinn að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu með vélbúnaði utan líkamans um tíma – en þetta lífsnauðsynlega líffæri getur þó náð sér að fullu.

 

  • Sum börn verða þó svo illa veik að lifrarígræðsla þarf að koma til. Hingað til hafa 10% þeirra barna sem veiktust fengið ígrædda lifur.

 

  • Í afar sjaldgæfum tilvikum geta börn orðið svo veik að þau deyja áður en unnt er að græða í þau nýja lifur. Samkvæmt WHO hefur eitt barn látið lífið.
  •  

HVER GETUR ÁSTÆÐAN VERIÐ?

  • Samkvæmt einni kenningu hefur lifrarbólgan komið í kjölfar kórónaveirunnar, en meðan faraldurinn geisaði var annars lítið um smitsjúkdóma. Það getur komið ónæmiskerfinu til að bregðast harkalega við veirum sem annars kölluðu ekki á nein viðbrögð.

 

  • Samkvæmt annarri kenningu kemur lifrarbólgan í tengslum við aðrar veirur, t.d. kórónaveiruna eða venjulega kvefveirur.

 

  • Samkvæmt þriðju kenningunni stafar lifrarbólgan af eiturefnum, lyfjum eða tilteknum matvælum. Anders Koch segir þetta þó hafa verið vandlega rannsakað í Englandi án þess að samhengi hafi fundist.

 

  • Samkvæmt fjórðu kenningunni stafar lifrarbólgan af sýkingu adenóveiru, sem m.a. getur valdið særindum í hálsi og svipuðum einkennum og inflúensa. Sumir vísindamenn telja mögulegt að um sé að ræða samverkun milli einmitt adenóveiru og kórónaveirunnar, sem veldur þessum alvarlega sjúkdómi hjá börnum.

 

Samkvæmt WHO voru a.m.k. 74 af börnunum, sem fengu þessa nýju lifrarbólgu, smituð af adenóveiru. Og 19 þeirra barna voru líka með kórónaveirusmit, öll 19 voru með báðar veirurnar samtímis.

AF HVERJU LEGGST ÞETTA BARA Á BÖRN?

„Við vitum ekki hvers vegna lifrarbólgan ræðst bara á börn. En við vitum í rauninni ekki heldur með vissu hvort hún bitnar líka á fullorðnum. Sjúkdómurinn hefur þó hingað til aðeins verið skráður í börnum.“

 

Þetta segir Anders Koch, sem leggur áherslu á að hann hafi enn séð neitt kerfisbundið uppgjör sem sýni hvort sjúkdómurinn leggist líka á fullorðna.

ÞURFA FORELDRAR AÐ HAFA ÁHYGGJUR?

Tilhugsunin um alvarlega lifrarbólgu, sem án þekktrar ástæðu leggst nú á börn í mörgum löndum, er vafalaust ógnvekjandi í hugum flestra foreldra.

 

En Anders Koch segir enn ekki ástæðu til að hafa áhyggjur.

„Foreldrar eiga ekki að hafa áhyggjur. Annars vegar eru þetta afar lágar tölur og hins vegar vitum við í rauninni ekki ennþá hvað hér er á ferðinni.“

Anders Koch yfirlæknir hjá Bóluefnastofnuninni og á smitsjúkdómadeild Ríkisspítalans í Danmörku.

HVER ERU EINKENNIN?

Anders Koch leggur áherslu á að það sjáist mjög greinilega að barninu líði illa ef það veikist af lifrarbólgunni.

 

„Börnin verða gulleit á húð og í augum. Þau fá magaverk, ógleði og uppköst og geta líka fengið hita og hægðir orðið óeðlilegar á litinn,“ útskýrir hann.

 

Fólk á þess vegna bara að gera hið sama og við önnur alvarleg veikindi:

 

„Maður á alltaf að leita læknis ef barnið er veikt. Það er engin ástæða til að hugsa: Nú er barnið mitt komið með lifrarbólgu – því tölurnar eru enn svo lágar,“ segir hann.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is