Eftirlaunaþegi uppgötvar egypska gyðju á ströndinni.

Eiginmaður hennar hélt að hún væri ekki með öllu mjalla þegar hún sagðist hafa séð áhugaverðan stein í vatninu. En flesta sem hafa áhuga á fornleifafræði dreymir um að finna eitthvað svona stórkostlegt.

BIRT: 28/06/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hin 74 ára ísraelska Lydia Marner fer alltaf í morgungöngu meðfram Palmachim ströndinni fyrir utan Tel Aviv ásamt eiginmanni sínum. En núna í júní kom hún skyndilega auga á stein sem flaut á vatninu og líktist ekki hinum steinunum sem hún var vön að sjá.

 

„Ég tók eftir því að það var eitthvað sérstakt við steininn,“ útskýrði hún. Og hún hafði alveg rétt fyrir sér.

 

Eiginmaður hennar var ekki alveg á því að vaða út í vatnið og ná í steininn en hlustaði á konu sína og náði í steininn. Hún sendi svo myndir af steininum til nokkurra vina.

 

Þeir ráðlögðu henni að hafa samband við fornminjastofnun Ísraels sem sýndi fundinum strax mikinn áhuga.

 

Egypskur guð var tilbeðinn í Ísrael til forna

Sérfræðingur um bronsöldina, Dr. Amir Golani, gat staðfest að steinninn væri í raun 3.000 ára gömul örstytta.

 

Hann útskýrði í fréttatilkynningu að „þessar styttur voru notaðar til tilbeiðslu og tengdust oftast egypsku gyðjunni Haþor“.

 

„Maðurinn minn hló að mér til að byrja með, en hann hlær ekki lengur,“ segir Marners.

Þó Haþor sé upprunin úr egypskri goðafræði er ekki óalgengt að finna styttur af henni í Ísrael. Hún var tilbeðin af Kananítum í Ísrael, sem tilbáðu nokkra egypska guði.

 

Þessi litli steinskúlptúr hefur líklega verið á heimili þar sem hann hefur verið settur á lítið altari. Haþor er einn af elstu egypsku guðunum og var t.a.m.  ástargyðja. Gyðjustyttunni verður nú væntanlega komið fyrir á safni.

Andlitsdrættir hafa máðst út í aldanna rás en fornleifafræðingarnir gátu samt séð að myndin var sköpuð á sama hátt og aðrar myndir af gyðjunni Haþor.

BIRT: 28/06/2023

HÖFUNDUR: BENJAMIN CHRISTENSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Idan Horen/ IAA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is