Lifandi Saga

„Einmitt þá heyrðist skothríð frá Bastillunni“

Þann 14. júlí 1789 ráðast reiðir borgarar á Bastilluna í París, eina helstu táknmynd harðstjórnar Loðvíks 16. Í bréfi til utanríkisráðherra BNA, John Jay, lýsir Thomas Jefferson sendiherra örvæntingarfullum tilraunum konungs til að bæla uppreisnina niður og endurvinna hylli fólks.

BIRT: 02/07/2023

París, Frakklandi, 19/7 1789

 

Kæri herra

 

Ég er farinn að óttast að sá háttur sem þér hafið á bréfasendingum til mín sé ótryggur.

 

Ég hef ekkert heyrt frá yður síðan 25. nóvember 1788 og þér hafið ekki kvittað fyrir móttöku á neinu af bréfum mínum síðan 11. ágúst á síðasta ári. Síðan hef ég margoft skrifað yður.

 

Staðan hér er sú að farið er að draga úr brauðskorti í suðurhlutum Frakklands, þar sem uppskera er hafin.

 

Hér (í París, ritstj.) er skorturinn enn mikil ógn enda getur uppskera ekki hafist fyrr en eftir tvær eða þrjár vikur. Nú eru margar vikur síðan við höfum haft meira en nokkurra daga kornbirgðir. ∗

Uppskeran brást 1789. Þurrkar og haglél rýrðu kornuppskeru. Afleiðingin var skortur og sultur, einkum meðal fátæklinga í borgum.

Borgaranefnd hefur ákveðið að koma á fót sveitum 48.000 borgara.

 

Þann 14. júlí sendi nefndin einn meðlima sinna (monsieur de Corny sem við þekkjum hér í Bandaríkjunum ∗) á Hotel des Invalides ∗∗ til að biðja um vopn fyrir varnarsveitir borgaranna.

 

Mikill fólksfjöldi fylgdi honum. Yfirmaðurinn á Hotel des Invalides kom út til að útskýra að hann gæti ekki afhent nein vopn, nema samkvæmt beinni fyrirskipun frá þeim sem hefði falið honum vopnin.

Ethis de Corny barðist fyrir Washington hershöfðingja þegar Bandaríkin slitu sig frá Englandi. Í Frakklandi studdi hann byltinguna.

 

∗∗

Kirkjan Les Invalides var eftir 1780 notuð sem geymsla fyrir hergögn svo sem fallbyssur og framhlaðninga.

De Corny skipaði varðliðinu við Les Invalides að draga sig í hlé. Eftir það tóku menn hans vopnin í sína vörslu.

 

Varðliðarnir við Les Invalides veittu enga mótspyrnu og þeir 5.000 erlendir hermenn ∗ sem voru í um 350 metra fjarlægð hreyfðu hvorki legg né lið. Það fannst mér nokkuð merkilegt.

Erlendir hermenn voru algeng sjón í París. Menn frá Evrópu, Afríku og Ameríku gegndu herþjónustu fyrir Loðvík 16.

Monsieur de Corny og fimm aðrir héldu áfram til Bastillunnar til að krefjast vopna úr höndum monsieur de Launay, yfirmanni Bastillunnar ∗.

 

Mannfjöldi var þegar saman kominn framan við virkið, þannig að monsieur de Corny lyfti flaggi sem gaf til kynna að hann kæmi með friði. Á virkisveggnum var svarað með sams konar flaggi sem lyft var upp fyrir varnarmúrinn.

 

Corny fékk mannfjöldann til að víkja til hliðar. Síðan gekk hann sjálfur að Bastillunni, ásamt sendinefnd sinni, til að kynna kröfur sínar fyrir yfirmanninum.

 

Einmitt þá heyrðist skothríð frá Bastillunni. Skotin drápu fjóra af þeim sem stóðu næstir de Corny og mönnum hans. Sendinefndin dró sig í flýti til baka.

Bastillan var virki sem 1789 var notað sem ríkisfangelsi. Kastalinn var líka notaður til að geyma mikið magn af púðri.

Örskömmu síðar ruddist fólk að Bastillunni.

 

Byggingin var varin af 100 hermönnum og var gríðarlega traustbyggð. Í tímans rás hafði hún margoft staðið af sér umsátur.

 

En engu að síður náði fólkið henni á sitt vald.

 

Hvernig það gat gerst hefur mér enn ekki tekist að átta mig á. Þeir sem segjast hafa tekið þátt, segja frá atburðinum á svo mismunandi hátt, að engin þessara frásagna virðist geta talist trúverðug.

Thomas Jefferson

– Æviskeið: 1743-1826.

 

– Þjóðerni: Bandarískt.

 

– Störf: Sendiherra, plantekrueigandi, stjórnmálamaður og forseti Bandaríkjanna frá 1801 til 1809.

 

– Hjúskapur: Eignaðist 11 börn með Mörthu, eiginkonu sinni. Eftir dauða hennar eignaðist hann sex börn með ambátt sinni, Sally Hemings.

 

– Þekktur fyrir: Jefferson var aðalmaðurinn að baki sjálfstæðisyfirlýsingunni sem undirrituð var 1776. Hann varð fyrsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra.

En svo mikið er víst að þeir sem réðust inn tóku öll vopn og hleyptu föngunum út. Því næst var yfirmaðurinn dreginn út ásamt næstráðanda sínum. Þeir voru fluttir á Place de Greve – þar sem opinberar aftökur fara fram.

 

Þeir voru hálshöggnir og höfuðin borin í sigurgöngu um götur Parísar til Palais Royal.

 

Við hirðina í Versölum fór óttinn vaxandi því fljótlega bárust sögusagnir af því að aðalborið fólk í París hefði verið barið niður og rænt.

 

Einnig var sagt að 150.000 vopnaðir menn væru á leið til Versala til að myrða konungsfjölskylduna og alla hirðina.

 

Aðalsmenn og prestar sóru nú og sárt við lögðu að þeir stæðu með alþýðunni. Allir ráðherrarnir sögðu af sér og konungurinn skipaði Bailly ∗ í stöðu borgarstjóra.

 

Hans hátign bað samtímis um að fulltrúar stéttanna – borgara, klerka, aðals og bænda – kæmu til að fylgja sér til Parísar daginn eftir þannig að hann gæti auðsýnt þjóðinni velvild sína.

Jean-Sylvain Bailly var stjörnufræðingur, stærðfræðingur og byltingarsinni. Konungur neyddist til að gera hann að borgarstjóra 15. júlí.

Ég sleppi því að geta um þýðingarminni atriði í ferð konungs. Ég læt nægja að segja að vagn konungs var í miðjunni og beggja vegna voru fulltrúar stéttanna.

 

Fremstur reið yfirhershöfðinginn, de Lafayette markgreifi. Borgarar fylgdu honum sem lífverðir bæði fyrir framan og aftan.

 

Meðfram ferðaleiðinni stóðu um 60.000 borgarar.

 

Sumir báru framhlaðninga úr Bastillunni og Les Invalides. Aðrir voru vopnaðir flestu sem hönd á festi, skammbyssum, sverðum, spjótum, sigðum og ljáum.

 

Frá mannfjöldanum og úr gluggum húsa hljómaði kallið „vive la nation“ (lifi þjóðin, ritstj.). En vive le roi (lifi konungurinn, ritstj.) heyrðist aldrei.

„Þeir voru hálshöggnir og höfuðin borin í sigurgöngu um götur Parísar.“
Thomas Jefferson

Þegar konungurinn kom að Hotel de Ville (ráðhúsinu, ritstj.), festi borgarstjórinn hið vel þekkta kokarde ∗ á hatt konungs.

 

Bailly reyndi líka að tala við konunginn. En hans hátign hafði engin svör á reiðum höndum.

 

Bailly náði þó nokkrum sundurlausum setningum frá konunginum.

 

Þessi orð setti hann saman í svar sem hann flutti mannfjöldanum og lét það hljóma sem boðskap konungsins.

Kokarde var merki sem byltingarmenn báru á húfum sínum. Rauður og blár litur táknuðu París og um leið þjóðina.

Þegar konungurinn birtist aftur höfðu hrópin breyst. „Vive le roi et la nation,“ var nú kallað.

 

Í fylgd borgara ók konungur nú í vagni sínum til konungshallarinnar í Versölum.

 

Þannig endaði yfirbótarganga af þeirri stærðargráðu sem enginn konungur hefur áður farið og engin þjóð áður séð.

 

Friður ríkir nú aftur í borginni. Verslanir eru opnar og fólk aftur farið til vinnu.

 

Ef brauðskorturinn rýfur ekki friðinn, getum við leyft okkur hóflega bjartsýni og von um að ekki verði framhald á þessu.

 

Yðar trúfasti og auðmjúki þjónn

Thomas Jefferson

 

Eftirmáli

Um 100 manns létu lífið og ámóta margir særðust í árásinni á Bastilluna.

Eftir árásina á Bastilluna varð uppreisnin ekki stöðvuð. Á næstu mánuðum sviptu byltingarmenn aðalinn forréttindum sínum. Árið 1792 var Frakkland lýst lýðveldi og árið eftir var Loðvík 16. tekinn af lífi.

 

14. júlí er nú þjóðhátíðardagur Frakka.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© Ian Dagnall Computing/Imageselect

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Alheimurinn

Yfirlitið: NASA nefnir 5 draumamarkmið

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Alheimurinn

Yfirlitið: NASA nefnir 5 draumamarkmið

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Vinsælast

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

3

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

4

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

5

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

6

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

3

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

4

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

5

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

6

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Jörðin

Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Maðurinn

Einkabörn eru með sérstakan heila

Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Þúsundir hermanna skemmtu fjöldanum í Róm með banvænum bardögum, hirðfífl drógu úr pólitískri spennu á miðöldum og á 19. öld voru hirðfífl og „djögglarar“ meistarar afþreyingarinnar.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.