Eistu mynda sáðfrumur eftir 23 ár í miklu frosti

Bandarískum vísindamönnum hefur tekist að fá stofnfrumur úr eistnavef til að framleiða lífvænlegar sáðfrumur eftir langtímageymslu í nærri 200 stiga frosti.

BIRT: 22/07/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Vefsýni, tekin úr eistum og geymd í frosti í áratugi, má nota til ígræðslu og frumurnar geta þá tekið að framleiða lífvænlegar sáðfrumur. Þetta sýna niðurstöður tilraunar, sem nú hafa verið birtar í tímaritinu PloS Biology.

 

Uppgötvunin getur haft mikla þýðingu fyrir drengi sem fá krabbamein á unga aldri, enda minnkuð frjósemi ein af aukaverkunum.

 

Fryst niður undir -200 °C

Vísindamenn hafa lengi glímt við þá tilhugsun að frysta eistnavef og græða á sinn stað löngu síðar ásamt þeim stofnfrumum sem í sýninu eru.

 

Þetta hefur tekist í tilraun á makak-öpum, en þá voru sýnin aðeins fryst í skamman tíma. Stóra spurningin var þess vegna hvort stofnfrumurnar þyldu langa geymslu í miklu frosti.

 

Vísindamenn undir forystu Eoin Whelan hjá dýralæknadeild Pennsylvaníuháskóla ákváðu að komast til botns í málinu og notuðu í því skyni eistnavef úr karlrottum, en sýnin höfðu verið djúpfryst í 23 ár.

 

Djúpfrysting merkir í þessu tilliti frystingu niður í allt að 196 gráðu frost, en við svo lágt hitastig stöðvast öll lífræn starfsemi og frumur deyja.

Þverskurður af eista ófrjórrar karmúsar sýnir hvernig áður djúpfrystur stofnfrumuvefur úr rottu (blátt) leggja undir sig músareistað og endurskapa hæfni þess til að framleiða sáðfrumur (í miðjunni).

Uppgötvunin á að hjálpa krabbaveikum drengjum

Vísindamennirnir græddu eistnastofnfrumurnar í sérhæfðar tilraunamýs, sem ekki sýna þau ónæmisviðbrögð sem almennt koma líkamanum til að hafna ígræðslum – svonefndum nakinmúsum.

 

Tilraunin bar árangur og sýndi að stofnfrumurnar lögðu undir sig músaeistun og sköpuðu allar þær mismunandi frumugerðir sem þarf til að mynda sáðfrumur.

 

Þótt hér hafi verið um dýratilraun að ræða er Eoin Whelan ekki í neinum vafa um að uppgötvunin eigi eftir að hafa mikla þýðingu varðandi það að skapa piltum frjósemi, eftir að krabbamein á ungum aldri hefur svipt þá frjósemishæfninni.

BIRT: 22/07/2022

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Eoin Whelan, Whelan et al., 2022, PLOS Biology, CC-BY 4.0. © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is