Alheimurinn

Eldstöðvar blása lífi í Evrópu

Nýjar greiningar á Evrópu, tungli Júpíters, benda til að virkar eldstöðvar séu undir íshellunni. Þær gætu skilað þeirri efnaorku sem óþekktar lífverur þurfa.

BIRT: 20/01/2024

Evrópa, tungl Júpíters er á stærð við tungl jarðar og hulið íshellu yfir vatnshafi.

 

Það er einmitt tilvist vatns sem hefur komið stjörnufræðingum til að útnefna Evrópu sem einna líklegastan þeirra staða þar sem lífverur gæti verið að finna í geimnum og nú bætist við ný vísbending um að þetta gæti verið rétt ályktað.

 

Nýjar greiningar benda til að virkar eldstöðvar leynist undir yfirborðinu.

 

Vísindamennirnir segja að eldvirkni geti skapað mikla efnaorku sem ásamt vatninu gæti skapað lífsskilyrði.

LESTU EINNIG

Þótt Júpíter sé gaspláneta og þar sé ekkert fast yfirborð, er massi þessa risa um 318 sinnum meiri en massi jarðar. Jarðfræðigreiningar gefa til kynna að eldvirknin stafi af því mikla álagi sem skapast af þyngdarsviði gasrisans.

 

Massi Júpíters togar svo ákaft í Evrópu að innvols tunglsins skekkist, strekkist og springur. Hreyfingarnar mynda núningshita og þessi innri hiti skýrir hvers vegna aðeins yfirborð Evrópu er frosið.

 

Þyngdarafl Júpíters gerir þó mun meira en að halda vatninu fljótandi. Við pólana reynir það svo mikið á grunnbergið að það hitnar í fljótandi form og því geta myndast heitar uppsprettur þar sem steinefni berast upp í hafið með straumi af heitu vatni.

 

Fyrirbrigðið er þekkt í heimshöfunum hér, þar sem furðuleg smádýr lifa við heitar uppsprettur án þess að þurfa ljós eða súrefni.

Stjörnufræðingar álíta að eldstöðvar gætu fóðrað lífverur undir yfirborði þessa Júpítertungls.

Þyngdin skapar líf

Þyngdarafl Júpíters getur skapað lífsskilyrði undir ísnum á Evrópu.

Á yfirborðinu er allt gaddfreðið

Á yfirborðinu er hitastigið -170°C. Efsta lag hafsins er því stöðugt frosið og myndar íshellu.

Þyngdaraflið togar í bergið

Aðdráttarafl Júpíters togar svo mikið í Evrópu að þar myndast núningshiti sem heldur vatninu fljótandi og bræðir grunnberg.

Eldstöðvar fóðra líf í djúpinu

Eldvirknin sem myndast vegna þyngdaraflsins veldur heitum uppsprettum á hafsbotni. Þar eru kjörin lífsskilyrði.

Kenningin um líf á Evrópu kynni að verða staðfest eða afsönnuð fljótlega. Árið 2024 fer Europa Clipper geimfar NASA á loft en það á að fara á braut um þetta tungl og gera nýjar mælingar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA ANDERSEN

NASA, Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

Maðurinn

Nú verða þessi börn hávaxnari en jafnaldrar þeirra

Maðurinn

4.000 ára gömul steinhella reyndist vera fjársjóðskort

Menning og saga

Hver átti hugmyndina að táknunum fyrir karla og konur?

Náttúran

Sjáið heiminn með augum hunda

Lifandi Saga

Raðmorðingi sigraði í sjónvarpsþætti

Náttúran

Apar þekkja gamla vini

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is