Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

260 kílómetrum innan við hafísröndina fundu líffræðingar fjölmarga svampa og dýr, þótt þarna sé nánast enga næringu að hafa.

BIRT: 10/05/2022

Langt innan við jaðar íshellu við Suðurskautslandið þrífst fjöldi lífvera án nokkurs minnsta aðgangs að sólarljósi. Þessi óvæntu tíðindi berast nú frá líffræðingum hjá Bresku heimskautarannsóknastofnuninni í Englandi en þeir hafa borað niður í gegnum Filchner-Ronne-íshelluna og látið myndavél síga niður á botninn.

 

Markmiðið var að taka myndir af leðju á hafsbotninum sem vísindamennirnir reiknuðu með að væri algjörlega lífvana. En það fyrsta sem sást gegnum myndavélina var stór, ávalur steinn þar sem greinilegt var að margvíslegar lífverur höfðu tekið sér búsetu.

Líffræðingar boruðu gegnum 900 metra íshellu og komu myndavél niður á hafsbotn. Þar sást eins metra breiður steinn með margvíslegum lífverum.

Á myndinni má sjá bæði svampa og dýr sem gætu verið hrúðurkarlar eða skyld smákrabbadýr.

 

Alls töldu vísindamennirnir 16 svampa og 22 dýr á steininum. Ekki hefur tekist að greina tegundir en menn grunar að einhverjar gætu verið óþekktar.

 

Myndband: Sjáðu myndavélina fara niður á botn.

Svampar og hrúðurkarlar eiga það sameiginlegt að geta ekki fært sig úr stað, heldur sitja fastir t.d. á steini alla ævina. Þeir eru sem sagt ekki í neinni skyndiheimsókn heldur hljóta að fá næringu á staðnum.

Á steinunum gátu vísindamenn greint dýr sem líklega eru tegundir hrúðurkarla (tv) og svampa (th)

Sjávarhiti undir íshellunni er -2 °C og borað var 260 km frá brún hellunnar en nær en svo getur engin ljóstillífun átt sér stað. Þau næringarefni og þörungar sem dýrin lifa á koma þó enn lengra að.

625 km er vegalengdin sem fæða dýranna berst fyrir straumum. Stundum líða jafnvel áratugir án þess að nokkur fæða berist.

Á grundvelli strauma var reiknað út að fæðan hljóti að koma frá svæði í 625 km fjarlægð. Vísindamennirnir álíta að dýrin geti lifað lengi án fæðu, jafnvel áratugum saman.

 

Rannsóknir á lífverum undir íshellunum við Suðurskautslandið geta veitt mönnum nýja þekkingu á því hvernig lífið við pólana hefur þraukað gegnum harðar ísaldir þegar stórir hlutar hafanna voru ísi lagðir.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens E. Matthiesen

Shutterstock, © Dr. Huw Griffiths/British Antarctic Survey,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is