Search

Er betra að sofa á hægri eða vinstri hliðinni?

Hvaða áhrif hefur þyngdaraflið á okkur, eftir því hvort við sofum á vinstri eða hægri hliðinni?

BIRT: 26/08/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Þó að ekki sé fullrannsakað hvoru megin betra sé að sofa, þá benda þó ýmis gögn til þess að vinstri hliðin sé betri.

 

Fyrsti hluti ristilsins liggur til dæmis hægra megin en eftir það beygir hann og heldur áfram í átt að vinstri hlið líkamans. Þannig að ef þú sefur á vinstri hliðinni þá hjálpar þyngdaraflið meltingarstarfsemi líkamans.

Ekki sofa á maganum eða bakinu

Svefn á bakinu getur truflað öndun þína

Við sofum um það bil 37,5 prósent svefntímans á bakinu. Staðan er góð fyrir háls og hrygg en getur valdið auknum hrotum og kæfisvefni þar sem öndun stoppar í 20-30 sekúndur.

Svefn á maganum getur valdið auknu álagi á háls.

Við sofum aðeins 7,3 prósent tímans á maganum. Ef þú hefur púða undir mjöðmunum getur stellingin verið góð fyrir hrygginn en hún veldur því að hálsinn snýst til annarrar hvorrar hliðar sem getur verið slæm svefnstaða.

Starfsemi hjartans verður heilnæmari og auðveldari sé legið á vinstri hlið, samkvæmt kenningunni. Aðalslagæðin liggur frá hjartanu í átt að vinstri hlið líkamans og dælir því niður þegar þú sefur vinstra megin.

 

Svefn á annarri hvorri hlið hreinsar heilann

Árið 2017 voru svefnstöður 664 einstaklinga rannsakaðar. Fólk varði að meðaltali 54,1 prósenti af svefntímanum á hliðinni sem virðist almennt vera hollara en að sofa á bakinu eða maganum.

 

Tilraunir með mýs sýna að svefn á hliðinni gerir mænuvökvanum kleift að flæða óhindrað þannig að hann hreinsar heilann af úrgangsefnum á skilvirkari hátt.

BIRT: 26/08/2022

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is