Er fólk með stórt höfuð greindara en aðrir?

Það virðist vera rökrétt að ætla að fólk með stórt höfuð sé greindara en ella en á það í raun við rök að styðjast að greind sé í samræmi við stórt höfuð?

BIRT: 13/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk með stórt höfuð er að öllu jöfnu einnig með stóran heila. Þó svo að erfitt reynist að skilgreina greind, bendir allt til þess að stærð heilans hafi áhrif á hversu greind við erum.

 

Tilraunir á systkinum sem alast upp í sama umhverfi, hafa leitt í ljós að sá bróðir eða sú systir sem er með stærsta höfuðið og þar með einnig mesta heilarúmmálið, spjarar sig best systkinanna í greindarprófum.

 

Í annarri tilraun fundu vísindamennirnir svæði í DNA-erfðaefninu (svonefnt SNP) sem leiddi í ljós greinileg tengsl á milli höfuðkúpustærðar, greindarvísitölu og menntunarstigs.

LESTU EINNIG

Vísindamennirnir ætla að fólk með stórt höfuð sé afleiðing náttúruvals því góð greind tryggi afkomu tegundarinnar umfram slælega greind.

 

Stórir heilar rýrna hægar

Þeir sem eru útbúnir stóru höfði geta ekki einvörðungu státað sig af stórum heila og góðri greind, heldur eru þeir einnig betur varðir en aðrir gegn því að glata vitrænni getu með aldrinum.

 

Í tilraun einni sem gerð var við háskólann í Southampton í Englandi var mæld greind 215 manns á aldrinum 66-75 ára, auk þess sem gert var á þeim minnispróf. Þremur og hálfu ári síðar voru sömu einstaklingar prófaðir aftur.

 

Þátttakendur með stór höfuð fengu í bæði skiptin talsvert hærri einkunn en þeir sem útbúnir voru lítilli höfuðkúpu og minni þessara sömu einstaklinga rýrnaði að sama skapi minna á sama tímabili.

 

Hættan á vitrænni skerðingu var hvorki meira né minna en fimmföld meðal þeirra sem voru með smágerð höfuð.

BIRT: 13/09/2022

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is