Er gler í rauninni vökvi?

Í gömlum gluggarúðum er glerið oft þykkast neðst. Mér hefur verið sagt að þetta stafi af því að gler sé í rauninni vökvi og sígi því niður á við. Er þetta rétt?

BIRT: 24/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Gler er undarlegt efni. Yfirleitt gerum við greinarmun á föstum og fljótandi efnum en gler er í rauninni hvort tveggja, bæði og. Venjulegt gluggagler er framleitt úr sandi, sóda og kalki sem brætt er saman við um 1.500 gráðu hita. Þegar þessi fljótandi massi kólnar, storknar hann en öfugt við mörg önnur efni gerist það án þess að sameindirnar læsi sig fastar í kristalform. Það má því líta á gler sem mjög kældan vökva, því þótt sameindirnar liggi óreglubundið, breytist bygging glersins ekki að neinu marki.

 

Útreikningar sýna að það þyrftu að líða milljónir ára áður en unnt væri að mæla tilfærslu í glerinu. Það er þess vegna bara mýta að gler sígi niður og verði þar með þykkast neðst. Gler í fornum kirkjugluggum og öðrum mjög gömlum gluggarúðum er vissulega þykkast að neðan en ástæðan er sú að glergerðin var handverk. Fyrst var glerið steypt í mót og síðan valsað og pússað. Út úr þessu gátu komið rúður sem ekki voru jafnþykkar alls staðar. Þegar glerjunarmeistarinn setti rúðuna í gluggann, lét hann þykkasta hlutann snúa niður til að rúðan yrði sem sterkust.

 

Nú er gler í glugga framleitt í verksmiðjum. Fljótandi glermassi er dreginn upp úr stórum kerjum í löngum, órofnum hreyfingum og glerið látið kólna hægt til að koma í veg fyrir spennumyndun. Þykktin í nútíma gluggarúðum er svo jöfn að í mesta lagi getur munað tíunda hluta úr millimetra sem er svo lítið að það er varla mælanlegt.

BIRT: 24/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is