Search

Hvað er glertæring?

Sérstök jónatæring getur valdið yfirborðsskemmdum á gleri

BIRT: 03/11/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Hvað er glertæring?

Glertæring myndar smásæja bletti eða rifur í yfirborð glers. Fyrir bragðið verður glerið hvítleitt og þokukennt.

 

Glertæring felst í því að kalsíum-jónir hverfa úr ysta lagi glersins. Gamalt eða ódýrt gler er viðkvæmast fyrir tæringu.

 

Hraðast tærist gler þegar það er vott. Til verndar gegn tæringu eru t.d. forn drykkjarglös á söfnum varðveitt í þurru lofti.

 

Matt gler, t.d. í klósettglugga er meðhöndlað með sterkri sýru.

Hvernig hreinsar maður glertæringu?

Ef gler hefur orðið fyrir tæringu er ekki hægt að snúa því við.

 

Gler getur þó fengið svipaða áferð af öðrum ástæðum. Þetta getur t.d. stafað af of miklum uppþvottalegi eða að kalkhúð hafi myndast. Sé kalk ástæðan má setja glasið í heitt, edikblandað vatn.

 

Kalkhúð er nefnilega gerð úr föstu kalsíumkarbónati sem myndast úr lausum kalsíum- og karbónatjónum úr uppþvottavatninu.

 

Þegar glös eru sett í blöndu vatns og ediks verða viðbrögð milli sýru og basa í blöndunni, þannig að tvær ediksýrusameindir losa hvor sína vetnisjónina til karbónatsins.

 

Og í takt við að frjálsum karbónatjónum fjölgar, leysist kalkhúðin upp og losar fleiri jónir í vatnið.

 

BIRT: 03/11/2022

HÖFUNDUR: CHARLOTTE KJAER

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is