Fær virkilega staðist að maður verði blindur af að fara úr svartamyrkri í sólskin?

Ég hef heyrt að það sé hægt að verða blindur ef augun verða skyndilega fyrir skæru sólarljósi eftir að hafa verið í mykri. Er það virkilega satt?

BIRT: 27/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Skyndilegar breytingar á ljósstyrk skaða augað ekki við eðlilegar aðstæður, enda beinir heilinn augnaráðinu ósjálfrátt frá sjálfum ljósgjafanum.

 

Ef þetta væri ekki svona, gæti maður orðið blindur af því einu að opna augun á morgnana.

 

Sólarljósið er hins vegar nógu öflugt til að eyðileggja taugafrumurnar í nethimnunni ef ljósið skín beint inn í augað um nokkurn tíma.

 

Úfjólubláir geislar skaða nethimnuna

Þá hafa útfjólubláir geislar sólarljóssins áhrif á nethimnuna og hún myndar of mikið af boðefnum. Boðefnin geta skaddað ljósnæmu frumurnar innst í auganum og þar með valdið varanlegum skemmdum eða blindu. Sólarljósið veldur oft sköddun á augum þegar fólk horfir á sólmyrkva án hlífðargleraugna.

 

Stuttur en öflugur ljósblossi t.d. frá handsprengju eða vægum leysigeisla getur valdið tímabundinni sjónskerðingu, sem yfirleitt jafnar sig þó á innan við tíu mínútum.

 

Augað ver sig sjálft

Allt of mikið ljós getur skaddað frumur innst í auganu, en yfirleitt aðlagast augað ljósinnstreymi mjög hratt og sjónin skaddast því ekki.

1

Þegar ljós fellur á augað brotnar það í hornhimnunni, sem stýrir ljósinu inn í augað.

2

Lithimnan er hringvöðvi sem stýrir stærð ljósopsins og þar með ljósmagni sem berst inn í augað.

3

Sjáaldrið dregst saman og hleypir einungis litlu magni kröftugs ljóss inn til að nethimnan, aftast í auganu, skaddist ekki.

4

Í nethimnunni eru ljósnæmar taugafrumur. Komist of mikið ljós inn, losnar of mikið af boðefnum og þau geta skaddað sjónina.

BIRT: 27/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © SHUTTERSTOCK / KEN IKEDA MADSEN

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is