Fljótverkandi nefúði gegn mígreni á leiðinni

Lífið gæti orðið ögn þægilegra fyrir þá sem þjást af mígreni en Matvæla- og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt fljótvirkan nefúða gegn þessum leiðindakvilla.

BIRT: 14/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Talið er að um einn milljarður manna um allan heim þjáist af mígreni. Einkenni þessa meinlega kvilla eru meðal annars sárir púlsverkir, svimi, ógleði, ljósfælni auk skyn- og sjóntruflana.

 

Sumir fá mígreni sárasjaldan á meðan aðrir finna fyrir því jafnvel vikulega. Algengasta meðferðin við mígreni er svokallaðar mígrenitöflur sem geta linað sársaukann.

 

En nú eru fréttir góðar fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir að taka pillur gegn einkennum mígrenis

 

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið, einnig kallað FDA, hafa samþykkt skjótvirkan nefúða gegn mígreni frá lyfjafyrirtækinu Pfizer og er það væntanlegt í verslanir í Bandaríkjunum í júlí á þessu ári.

 

Valkostur við pillur

 

Nefúðinn, sem mun ganga undir nafninu Zavzpret, mun að sögn lyfjarisans verða góður valkostur við þau verkjastillandi lyf sem þegar eru á markaðnum.

 

„Samþykki Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) skiptir sköpum fyrir þá mígrenisjúklinga sem vilja annan kost en pillur,“ sagði Angela Wang, framkvæmdastjóri Pfizer, í fréttatilkynningu.

Flest mígreniköst standa í 2-4 klukkustundir en dæmi eru um að köst geti varað í allt að þrjá daga.

Svokölluð 3. fasa rannsókn sem fyrirtækið gerði sýndi fram á að nefúðinn virkaði á suma sem tóku þátt í tilrauninni á aðeins 15 mínútum.

 

,,Hröð virkni skiptir miklu máli fyrir sjúklingana mína og er einn mikilvægasti þáttur þess hvort þeim finnist lyfið áhrifaríkt,“ segir Kathleen Mullin sem er læknir við New England Institute for Neurology & Headache.

 

Niðurstöðurnar urðu til á grundvelli rannsóknar þar sem helmingur 1405 manna hóps fékk úðaskammt en hinn helmingurinn lyfleysu.

Á undan mígrenikasti fá sumir sjóntruflanir sem nefnist „ára“.

Auk skjótrar virkni hjá sumum kom í ljós að úðinn dregur verulega úr sársauka tveimur klukkustundum eftir að mígreniskastið hófst.

 

Ekki er enn ekki vitað hvenær hægt verði að kaupa Zavzpret í verslunum hér á landi.

BIRT: 14/03/2023

HÖFUNDUR: SUNE NAVNTOFT

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is