Maðurinn

Vísindamenn lýsa yfir stríði gegn mígreni

Einn milljarður manns þjáist af mígreni. Ástæðan er sú að venjulegt prótein gerir það að verkum að tilfinningataugarnar missa stjórn á sér. Vísindamönnum hefur nú tekist að þróa lyf sem kemur í veg fyrir að höfuðverkurinn geri vart við sig en þeir hafa enn enga skýringu fundið á því hvers vegna sumt fólk er jafn viðkvæmt fyrir próteininu og raun ber vitni.

BIRT: 08/02/2024

Konan finnur fyrir skelfilegum höfuðverk öðrum megin í höfðinu. Sólin skín inn um opinn gluggann og hún finnur beinlínis hvernig birtan þröngvar sér inn í heilann og magnar upp verkina.

 

Fuglarnir syngja fyrir utan og söngurinn lemur á höfðinu, líkt og hamarshögg, þannig að konunni verður flökurt og allt virðist ætla upp úr henni.

 

Hana langar mest að loka glugganum og draga fyrir en verkirnir magnast við hverja hreyfingu svo hún liggur áfram hreyfingarlaus í rúminu.

 

Konan þjáist af mígreni, líkt og heill milljarður manna um gjörvallan heim.

 

Mígreni gæti verið arfgengt

Gen gegna hlutverki í því hver fær mígreni. Samkvæmt rannsóknum er hættan á að fá mígreni 70% meiri ef foreldri þjáist einnig af mígreni.

 

Hingað til hafa vísindamenn fundið gen sem kallast TRESK, sem er talið hafa mikil áhrif á hvort við munum þjást af mígreni.

 

Þessi skelfilegi höfuðverkur kostar jarðarbúa samanlagt um 30 milljónir virkra ára, því verkirnir koma í veg fyrir að fólk geti sinnt vinnu og daglegum störfum.

 

Flest mígreniköst standa yfir í nokkrar klukkustundir en mígreni getur þó varað í allt að þrjá daga.

 

Tíðni kastanna er breytileg frá einum til annars. Sumir fá mígreni á nokkurra daga fresti, aðrir nokkrum sinnum á ári, en algengt er að mígreniköst gerir vart við sig tvisvar til fjórum sinnum í mánuði.

 

Fórnarlömbin eru einkum miðaldra Vesturlandabúar og konum er tvisvar til þrisvar sinnum hættara við mígreni en körlum.

 

Þrátt fyrir að margir þjáist af mígreni hafa læknar og vísindamenn enn ekki getað skilið hvers vegna verkjanna verður vart og margir sjúklingar hafa átt í mesta basli með að finna áhrifaríka lækningu.

Mígreni leggst á allt höfuðið

Mígreniköst geta staðið yfir í allt frá fjórum klukkustundum upp í þrjá sólarhringa og hafa í för með sér mörg ólík einkenni, ólíkt því sem við á um hefðbundinn höfuðverk.

 

 • Ofurnæmni

Flestir mígrenisjúklingar þola illa hljóð og birtu, sem auka á verkina. Sumir eru jafnframt næmir fyrir lykt og bragðtegundum.

 

 • Svimi

Dæmigert mígreni lýsir sér þannig að fólk verður ringlað, fær svima og í sumum tilvikum líður yfir það.

 

 • Verkir

Verkurinn er yfirleitt mjög sár og stöðugur, auk þess sem honum fylgir oft æðasláttur. Verkurinn greinist yfirleitt öðrum megin í höfðinu í senn.

 

 • Sjóntruflanir

Á undan mígrenikasti finna sjúklingarnir oft fyrir ljósfælni, sjóntruflunum og þokusýn.

 

 • Hreyfingarleysi

Verkirnir versna við minnstu hreyfingu og sjúklingarnir verða fyrir vikið að halda kyrru fyrir.

 

 • Flökurleiki

Næstum öllum verður flökurt og sumir kasta beinlínis upp.

 

 • Skyntruflanir

Sumum sjúklingum finnst tilteknir hlutar líkamans „sofa“ eða verða tilfinningarlausir áður en mígrenikast gerir vart við sig.

 

Í maí á árið 2018 samþykktu bandarísk heilbrigðisyfirvöld hins vegar nýtt lyf sem ætti að geta fækkað alvarlegum mígrenitilfellum um helming.

 

Klínískar rannsóknir sem framkvæmdar voru áður en samþykkið fékkst, leiddu í ljós að 26 prósent sjúklinganna brugðust einstaklega vel við meðferðinni og læknuðust algerlega af mígreninu.

 

Þetta nýja lyf kallast erenumab, og hlaut það viðurkenningu í Evrópusambandslöndunum í júní 2018 og er m.a. virka efnið í lyfinu Aimovig.

 

Erenumab er mótefni sem gerir gagn sitt með því að vega upp áhrif litla próteinsins, CGRP, en rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að prótein þetta á sök á flestum tilvikum mígrenis.

 

Próteinið er vita meinlaust í flestum okkar en í mígrenisjúklingum gerir það tilfinningataugarnar í höfðinu einstaklega næmar og vísindamenn leitast nú við að finna lausn á þessum vanda.

 

Á undan mígrenikasti fá sumir sjóntruflanir sem nefnist „ára“.

Boruðu göt til að létta á sársaukanum

Á miðöldum var álitið að mígreni ætti rætur að rekja til illra anda í höfðinu og sumir sjúklingar létu bora göt á höfuðið til að hleypa öndunum út og losna þannig við kvillann.

 

Árið 1918 þróuðu læknar svo í fyrsta sinn lyf gegn þessum svæsna höfuðverk úr efninu ergótamín, sem þeir unnu úr sveppnum meldrjóla.

 

Ergótamín er enn notað og líkt og nýrri lyf, sem ganga undir heitinu triptanar, veldur lyfið því að æðarnar kringum heilann dragast saman.

 

Árið 1982 uppgötvuðu læknar náttúrulega próteinið CGRP og þeim tókst í kjölfarið að sýna fram á að magn þess jókst í mígreniköstum og að próteinið olli því að æðarnar þöndust út.

 

Þannig var orsakasamhengið orðið ljóst og árum saman var það álit lækna að mígreni gerði vart við sig sökum þess að CGRP-próteinið olli því að æðarnar þöndust út og blóðflæði til heilans varð meira en venjulega.

Allt að 1000 Íslendingar fá mígreniskast á hverjum degi.

Árið 2008 beitti taugsérfræðingurinn Guus Schoonman við Leiden læknamiðstöðina í Hollandi sérlegri tegund MRI-segulómunar til að rannsaka blóðstreymið í heilum 27 mígrenisjúklinga.

 

Vísindamenn nutu góðs af þeirri staðreynd að lítið magn af nítróglusseríni er þekkt fyrir að valda útþenslu æðanna og þar með mígrenikasti.

 

Öllum að óvörum leiddu niðurstöður segulómunarinnar í ljós að æðarnar þenjast eingöngu út fyrstu mínúturnar eftir að nítróglusseríni er sprautað í sjúklinginn og að blóðstreymið var aftur orðið eðlilegt þegar mígrenikastið gerði vart við sig 1½ til fimm tímum síðar.

 

Kvalafullur höfuðverkurinn gat fyrir vikið ekki stafað af því að mikið magn blóðs flæddi gegnum heilann. Vísindamennirnir þurftu að leita að annarri skýringu.

 

Prótein gerir taugar ofurnæmar

Nýlegar rannsóknir hafa nú sýnt fram á að það sé í raun réttri próteinið CGRP sem orsakar verkina þegar mígrenikast gerir vart við sig, en á allt annan hátt þó en áður var talið.

 

Áhrif próteinsins á æðarnar umhverfis heilann skýra verkina engan veginn.

 

Mígrenikast orsakast af öðrum áhrifum CGRP-próteinsins. Próteinið hefur áhrif á tilfinningataugarnar í andlitinu, hársverðinum og himnunum sem verja heilann, með þeim afleiðingum að taugarnar verða ofurnæmar og skerpa skynfærin til hins ýtrasta.

Fjórir þættir orsaka höfuðverkinn

Efni í rauðvíni, jógúrt og osti geta framkallað mígreni í sumu fólki. Þá geta hormónasveiflur og langvinn streita valdið losun próteinsins CGRP í heila og orsakað mígrenikast.

1. Fæða: Rauðvín felur í sér mígreniefni

Súkkulaði og rauðvín innihalda efni sem nefnist fenýleþýlamín, sem orsakað getur mígreniköst. Efnið týramín, sem leynist í jógúrti, osti, maríneraðri síld og öðrum gerjuðum matvælum, kann að hafa sömu áhrif en mígrenisjúklingar eru þó misnæmir og efnin virðast engin áhrif hafa á suma þeirra.

2. Hormónar: Hætt við mígreni á meðgöngu

Konum er einkar hætt við mígreni stuttu fyrir blæðingar, svo og meðan á þeim stendur, þegar estrógenmagnið er hvað minnst. Sama á við um meðgöngu og á breytingaskeiðinu, þegar hormónmagnið breytist verulega.

3. Streita: Taugabrautir breytast

Margir verða varir við aukna tíðni mígrenis þegar streitu gætir á vinnustað eða heimili, en ítarlegri rannsóknir á þessu sviði vantar. Langvinn streita kann hins vegar að hafa áhrif á taugabrautir í heila og gæti þannig jafnframt haft áhrif á þróun mígrenis.

4. Súrefni: Heilabylgja gerir taugar viðkvæmar

Þegar heilinn verður fyrir súrefnisskorti færist bylgja yfir hann. Heilafrumurnar fyrir aftan bylgjuna eru heftar á meðan þær fyrir fram virkjast. Fyrirbærið afskautunarbylgja (e. cortical spreading depression) gerir stundum vart við sig á undan mígrenikasti. Heftingin kann að valda næmni í tilfinningataugum heilahimnunnar, en ekki er víst hvað veldur.

Þegar til dæmis lausleg snerting í hársverði virkjar tilfinningataug, myndi hún undir eðlilegum kringumstæðum senda dauft raftaugaboð til heilans, sem skynjar léttan þrýsting.

 

Sérstakar taugafrumur sem eiga rætur að rekja til tengipunkts nærri eyranu innihalda mikið af CGRP og einhverra hluta vegna getur próteinið opnar allar flóðgáttir með þeim afleiðingum að próteinið streymir yfir nærliggjandi tilfinningataugar.

 

Ef þetta gerist verða tilfinningataugarnar ofurnæmar og dauft taugaboðið magnast verulega upp. Þegar taugaboðið lendir á heilanum sekúndubroti síðar berast fyrir vikið ekki skilaboð um lauslega snertingu, heldur gríðarlegan sársauka.

 

Önnur óveruleg áhrif á tilfinningataugar höfuðsins, svo sem eins og vöðvasamdráttur í andliti eða æðasláttur, magnast að sama skapi upp og öll þessi röngu sársaukaáhrif valda því að heilinn verður í sífelldri viðbragðsstöðu og bregst m.a. sérlega mikið við birtu, lykt og hljóðum.

50% allra mígrenisjúklinga hefur aldrei orðað sjúkdóminn við lækni. Margir reyna að draga úr einkennunum með höfuðverkjatöflum sem hafa nánast engin áhrif.

Aðstæðurnar breytast fljótt í sannkallað verkjahelvíti og þá er mígrenikast í uppsiglingu. Nýja mótefnið erenumab getur hins vegar heft stigmagnandi verkina strax og þeir gera vart við sig, því það gerir próteinið CGRP óvirkt áður en tilfinningataugarnar ná að bregðast við því.

 

Því má segja að lækningin sé í raun fyrirbyggjandi og þar sem mótefnin, sem eru í raun stór prótein, endast lengi í líkamanum þurfa sjúklingarnir aðeins að taka inn einn skammt í mánuði til að forðast ný mígreniköst.

 

Helmingi færri mígreniköst

Peter Goadsby, læknir við King’s College sjúkrahúsið í London, á heiðurinn af þróun mótefnisins, en hann birti mjög svo vænlegar niðurstöður klínískrar rannsóknar sinnar í desember árið 2017.

 

Þátttakendur voru alls 955 mígrenisjúklingar sem skipt var í þrjá tilviljanakennda hópa, en hver hópur fékk mánaðarlega sprautu með 70 mg og 140 mg af mótefninu í hálft ár.

 

Sjúklingarnir höfðu í upphafi fengið mígreni í fjóra til fjórtán daga í mánuði en að hálfu ári liðnu hafði mígrenidögunum fækkað um 3,2 og 3,7 daga hjá þeim þátttakendum tilraunarinnar sem fengu litla og stóra skammtinn.

 

Úr hópi þeirra sem fengu minni skammtinn voru 43,3% með minnst helmingi færri mígrenidaga en í byrjun en meðal þeirra sem fengu stærri skammtinn var helmingur þátttakenda með helmingi færri mígrenidaga en áður.

Ný lyf lækna og koma í veg fyrir mígreni

 

TAUGAÞRÁÐUR (Gulur)

 

TILFINNINGATAUG (Rauð)

Núverandi lyf:

Heftir losun sársaukapróteins

Núverandi lækningameðul, triptan-lyf, bindast svonefndum serótónínviðtaka á taugaþráðunum. Þetta kemur í veg fyrir losun tauganna á próteininu CGRP og linar þannig sársaukann sem fylgir mígrenikastinu.

Nýrri lyf:

Hefta viðtaka á tilfinningatauginni

Ný gerð lyfja sem kallast gepant-lyf festir sig við viðtaka tilfinningataugarinnar fyrir CGRP-próteinið þannig að það getur ekki bundist tauginni. Þannig er dregið úr sársaukanum sem fylgir bráðamígrenikasti.

Óvirkja sársaukapróteinið

Mótefnið fremanezumab ber kennsl á og binst sjálfu CGRP-próteininu, svo það verður óvirkt um leið og það losnar frá tauginni. Þetta kemur í veg fyrir ný mígreniköst.

Binst tilfinningatauginni

Erenumab, sem er annað nýtt mótefni, ber kennsl á og binst CGRP-viðtakanum á tilfinningatauginni þannig að próteinið getur ekki virkjað hann. Þetta kemur í veg fyrir ný mígreniköst.

Ný lyf lækna og koma í veg fyrir mígreni

 

TAUGAÞRÁÐUR (Gulur)

 

TILFINNINGATAUG (Rauð)

Núverandi lyf:

Heftir losun sársaukapróteins

Núverandi lækningameðul, triptan-lyf, bindast svonefndum serótónínviðtaka á taugaþráðunum. Þetta kemur í veg fyrir losun tauganna á próteininu CGRP og linar þannig sársaukann sem fylgir mígrenikastinu.

Nýrri lyf:

Hefta viðtaka á tilfinningatauginni

Ný gerð lyfja sem kallast gepant-lyf festir sig við viðtaka tilfinningataugarinnar fyrir CGRP-próteinið þannig að það getur ekki bundist tauginni. Þannig er dregið úr sársaukanum sem fylgir bráðamígrenikasti.

Óvirkja sársaukapróteinið

Mótefnið fremanezumab ber kennsl á og binst sjálfu CGRP-próteininu, svo það verður óvirkt um leið og það losnar frá tauginni. Þetta kemur í veg fyrir ný mígreniköst.

Binst tilfinningatauginni

Erenumab, sem er annað nýtt mótefni, ber kennsl á og binst CGRP-viðtakanum á tilfinningatauginni þannig að próteinið getur ekki virkjað hann. Þetta kemur í veg fyrir ný mígreniköst.

Vænleg áhrif lyfsins erenumab stafa af því að mótefnið kemur í veg fyrir að CGRP geti fest sig við tilfinningataugarnar og gert þær ofurnæmar.

 

Til þess að CGRP geti haft full áhrif þarf það að bindast svonefndum viðtaka á yfirborði tilfinningafrumunnar, en mótefnið festir sig kyrfilega við viðtakann áður en af þessu verður.

 

Mótefnið tekur sér með öðrum orðum bólfestu á viðtakanum með þeim afleiðingum að CGRP getur ekki bundist honum og leyst úr læðingi skelfilegan sársaukann.

 

Peter Goadsby hefur enn fremur þróað annað mótefni sem sest á sjálft CGRP-próteinið og kemur þannig í veg fyrir að próteinið geti bundist viðtakanum.

 

Þetta mótefni kallast fremanezumab og gerðar hafa verið tilraunir með það í svipaðri klínískri tilraun á 1130 mígrenisjúklingum, sem fólst í því að sumir þeirra fengu aðeins sprautu þriðja hvern mánuð.

 

Þetta nægði til að fækka mánaðarlegum mígrenidögum um 4,3 daga að meðaltali í öllum þátttakendum tilraunarinnar og alls 38% þátttakendanna fengu helmingi sjaldnar mígreni en ella.

15-35% allra mígrenikasta byrja með sjóntruflunum sem stundum nefnast „ára“. Sumir sjá t.d. brotnar línur eða ljósblossa. „Áran“ stendur yfir í u.þ.b. hálftíma og gengur yfir skömmu áður en sjálft mígrenikastið hefst.

Ýmsar aðrar tilraunir með önnur mótefni, sem gerðu próteinið CGRP óvirkt, lofuðu jafnframt góðu.

 

Öll efnin áttu það sameiginlegt að virka með misjöfnum hætti á ólíka einstaklinga og áhrifin voru vænlegri hjá sumum sjúklingum en öðrum.

 

Í annarri klínískri tilraun, sem gerð var með nýja efnið erenumab árið 2017, losnaði t.d. fjórði hver sjúklingur alveg við mígreniköst en tilraun með annað mótefni, galcanezumab, leiddi í ljós að alls 16 prósent sjúklinganna læknuðust alveg.

 

Danskur vísindamaður olli höfuðverk

Enn sem komið er vita vísindamenn ekki fyrir víst hvers vegna sjúklingarnir bregðast jafn misjafnlega við mótefnunum og raun ber vitni en sennilegt þykir að tilfinningataugar þeirra verði fyrir mismiklum áhrifum af völdum CGRP-próteinsins.

 

Allt fólk framleiðir þetta prótein sem stjórnar blóðstreyminu með því að láta æðarnar þenjast út. Mígrenisjúklingar bregðast hins vegar einhverra hluta vegna öðruvísi við því en aðrir.

 

Árið 2002 sýndi taugasérfræðingurinn Jes Olesen, við Kaupmannahafnarháskóla, fram á að mígrenisjúklingar sem voru sprautaðir með CGRP fengu mjög fljótt mígrenikast, á meðan þeir sem ekki þjáðust af mígreni fengu í mesta lagi höfuðverk þegar próteininu var sprautað í þá.

 

Mígrenisjúklingarnir voru með öðrum orðum langtum móttækilegri fyrir CGRP en heilbrigðir einstaklingar þar sem tilfinningataugar þeirra síðarnefndu bregðast miklu síður við með ofurnæmni.

 

Viðbrögð mígrenisjúklinga gagnvart CGRP eru að öllum líkindum jafnframt mismikil og fyrir vikið hafa mótefnin einnig misjöfn áhrif á þá.

Prótein gerir tilfinningataugar gífurlega næmar

Áður fyrr var talið að mígreni ætti rætur að rekja til útþaninna tauga. Nú telja vísindamenn að prótein gæði tilfinningartaugarnar ofurnæmni.

Taugar þekja höfuðið

Húðin á andlitinu og á öðrum stöðum höfuðsins er gegnofin æðum og taugaþráðum sem gera höfðinu kleift að skynja snertingu, svo og sársaukann sem kallast höfuðverkur.

Himnur umlykja heilann

Undir höfuðkúpunni er að finna þrjár himnur sem verja heilann. Þær eru gegnofnar neti úr taugum og æðum, sem sjá heilanum fyrir súrefni og næringarefnum.

Gömul kenning: Æðar þenjast út

Þegar æð þenst út gefa taugar frá sér próteinið CGRP, sem örvar vöðvana í kring til að slaka á. Þetta var áður talin vera orsök mígrenis.

Ný kenning: Taugar verða næmar

Próteinið veldur því einnig að tilfinningataugarnar í húðinni, svo og heilahimnurnar, verða næmari en ella. Vísindamenn eru nú þeirrar skoðunar að þetta geri það að verkum að mígrenisjúklingar skynja öll áhrif sem sársauka.

Prótein gerir tilfinningataugar gífurlega næmar

Áður fyrr var talið að mígreni ætti rætur að rekja til útþaninna tauga. Nú telja vísindamenn að prótein gæði tilfinningartaugarnar ofurnæmni.

Taugar þekja höfuðið

Húðin á andlitinu og á öðrum stöðum höfuðsins er gegnofin æðum og taugaþráðum sem gera höfðinu kleift að skynja snertingu, svo og sársaukann sem kallast höfuðverkur.

Himnur umlykja heilann

Undir höfuðkúpunni er að finna þrjár himnur sem verja heilann. Þær eru gegnofnar neti úr taugum og æðum, sem sjá heilanum fyrir súrefni og næringarefnum.

Gömul kenning: Æðar þenjast út

Þegar æð þenst út gefa taugar frá sér próteinið CGRP, sem örvar vöðvana í kring til að slaka á. Þetta var áður talin vera orsök mígrenis.

Ný kenning: Taugar verða næmar

Próteinið veldur því einnig að tilfinningataugarnar í húðinni, svo og heilahimnurnar, verða næmari en ella. Vísindamenn eru nú þeirrar skoðunar að þetta geri það að verkum að mígrenisjúklingar skynja öll áhrif sem sársauka.

Ný lyf gagnast gegn bráðaköstum

Þar til læknar öðlast skilning á því hvers vegna sumir sjúklingar sýna vænlegri viðbrögð við meðferðinni en aðrir, og tekst fyrir vikið hugsanlega að þróa betri mótefni, hyggjast þeir reyna að átta sig betur á því fyrirfram, hvaða sjúklingar myndu hafa mest gagn af mótefnunum.

 

Meðferðin er einkar kostnaðarsöm og þar sem hún hefur takmörkuð áhrif á u.þ.b. helming sjúklinganna þykir rétt að reyna að beina sjónum að þeim sjúklingum sem álitið er að myndu hafa mest gagn af meðferðinni.

 

Auk mótefnanna gera vísindamennirnir tilraunir með þróun nokkurra lítilla sameinda sem geta náð bólfestu í viðtökum CGRP-próteinsins og komið þannig í veg fyrir að tilfinningataugarnar verði fyrir áhrifum þess. Þessar smáu sameindir nefnast gepantar, og andstætt við mótefnin hafa sameindir þessar ekki fyrirbyggjandi áhrif heldur geta dregið úr þrálátum verkjum mígrenikasts eftir að það hefst.

 

Læknar geta nú ráðist til atlögu við mígrenivaldandi CGRP-próteinið á tvo vegu: Mótefnin geta fækkað fjölda kasta og ef kast þegar er hafið, er unnt að lina sársaukann með öðrum efnum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Gorm Palmgren

Shutterstock, Mikkel Juul Jensen

Maðurinn

Leiðbeiningar: Þannig „hökkum“ við eigin líkama

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

3

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

4

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

5

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

6

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

1

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

2

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

3

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

4

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

5

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

6

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Alheimurinn

Leifar af hulduefni finnast í Vetrarbrautinni.

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Lifandi Saga

„Hvað ætlarðu að vera þegar þú verður stór?“

Náttúran

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Maðurinn

Hvað er gyllinæð?

Náttúran

Kæfingarefni hrekur hákarlana á flótta

Alheimurinn

Það rignir í geimnum

Glæpir borga sig

Maurar ræna öðrum maurum, fuglar hræða og kræklingar gabba. Alls staðar leynast uppátækjasöm dýr sem beita einstökum ráðum til að tryggja sér sess í fæðukeðjunni.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is