Formóðir mannkyns bjó í Botswana

Sameiginlega formóður okkar og afkvæma hennar má rekja til eyðimerkursvæðis þar sem nú er Botswana. Þetta sýna niðurstöður ástralskrar rannsóknar þar sem vísindamenn kortlögðu DNA í meira en 1200 manneskjum.

BIRT: 05/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Fyrir 200.000 árum var formóðir alls núverandi mannskyns búsett í gróðurvin þar sem nú er Botswana.

 

Þetta er álit erfðafræðinga við Sidneyháskóla í Ástralíu. Þeir kortlögðu DNA í orkukornum meira en 1.200 manns af afrískum þjóðernum.

 

Orkuver fruma afhjúpa söguna

Orkukorn eru eins konar orkuverk frumnanna og erfðaefni þeirra berst einungis frá móðurinni.

DNA-greiningar sýna að formóðir alls mannkyns lifði í Makgadikgadi í Botswana fyrir 200.000 árum.

DNA í orkukornum tekur aðeins smávægilegum breytingum á löngum tíma og er þess vegna heppilegt til að rekja genasöguna.

 

Þær litlu breytingar sem verða á mörg þúsund árum nýtast vel til að ákvarða hvenær mismunandi greinar hafa sprottið fram á ættartrénu.

 

Með því að rekja þessa sögu afturábak má finna upprunalegustu útgáfu orkukornanna.

Kort af Afríku. Rauði punkturinn sýnir Makgadikgadi og sá hvíti Botswana

Formæður okkar lifðu á gróðursælum stað

Niðurstöðurnar sýndu að upprunann má rekja til eyðimerkursvæðisins Makgadikgadi í Botswana.

 

Fyrir 200.000 árum var þarna gróðurvin og að sögn vísindamannanna frjósöm heimkynni manna um 30.000 ára skeið.

 

Eftir það skiptist erfðaefni orkukornanna í margar kvíslir og það bendir til að fólk hafi flutt sig í burtu.

 

Jarðfræðirannsóknir hafa sýnt að loftslagið á þessu svæði breyttist fyrir 170.000 árum. Þá mynduðust gróðursvæði til norðausturs og suðvesturs og um þau hafa menn smám saman flutt sig til annarra heimkynna.

BIRT: 05/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Steve Davey/Alamy/ImageSelect

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is