Lifandi Saga

Frímúrarar hugðust þagga niður í gagnrýnisröddu

Árið 1826 fékk Bandaríkjamaðurinn William Morgan afbragðsgóða hugmynd. Hann hugðist lauma sér í raðir frímúrara og græða síðan fé á að upplýsa um leynda siði frímúrarareglunnar í bók. Áform hans gengu hins vegar ekki eftir, því frímúrarar svifust einskis í því skyni að varðveita leyndarmál sín.

BIRT: 30/01/2024

Hinn 12. september árið 1826 var William Morgan í gæsluvarðhaldi í smábænum Canandaigua í New York fylki.

 

Hann hafði verið handtekinn daginn áður og honum varpað í fangelsi fyrir rangar sakargiftir. Samsæri var í uppsiglingu.

 

Um kvöldmatarleyti var bankað á hurðina. Mary Hall, eiginkona fangelsisstjórans, kom til dyra því maðurinn hennar var í burtu. Fyrir framan dyrnar stóð ókunnugur maður. Hann krafðist þess að fá William Morgan afhentan. Mary neitaði að verða við þessari furðulegu bón mannsins.

Það síðasta sem hún heyrði áður en mennirnir hrintu Morgan af offorsi inn í hestvagninn, var orðið „morð“.

Þegar tveir menn bættust við og annar þeirra hélt því meira að segja fram að hann væri lögmaðurinn sem höfðaði málið gegn Morgan, opnaði Mary dyrnar að fangaklefanum, með semingi þó.

 

Mennirnir voru varla farnir frá fangelsinu áður en Mary sá eftir að hafa sleppt Morgan úr haldi. Í tunglsljósinu sá hún þá draga hann á eftir sér.

 

Það síðasta sem hún heyrði áður en mennirnir hrintu Morgan af offorsi inn í hestvagninn, var orðið „morð“. Hún heyrði sama hróp aftur en að þessu sinni var orðið afar ógreinilegt, líkt og einhverju hefði verið stungið upp í munn þess sem mælti. Morgan sást ekki á lífi eftir þetta.

William Morgan hvarf á dularfullan hátt eftir að hann ætlaði að lauma sér inn í bandarísku frímúrararegluna árið 1826.

Bók átti að koma upp um þá valdamiklu

Mannránið var einmitt það sem Mary Hall hafði óttast. Allir í héraðinu vissu nefnilega að Morgan ætti valdamikla óvini. Hann var óttalegur ræfill sem fluttist sífellt milli staða og átti aldrei krónu. Í janúar árið 1826 settist hann að í Batavia í New York fylki. Þar fór hann að vinna sem múrari og steinsmiður til að geta séð eiginkonu sinni og tveimur börnum farborða.

 

Brátt vingaðist hann við David C. Miller, dagblaðseiganda á barmi gjaldþrots. Þessir tveir örvæntingarfullu menn voru með leynilegt ráðbrugg.

 

Morgan skyldi öðlast aðgang að frímúrarareglunni, forvitnast um alla helgisiði félagsskaparins og lýsa þeim í bók sem ætlunin var að Miller gæfi út.

 

Félagarnir kunngjörðu strax í ágúst að bókin væri brátt væntanleg. Fyrir örfáa dollara áttu lesendur bókarinnar að fá „fulla sönnun fyrir spillingunni“ sem viðgekkst meðal frímúrara, eða svo sögðu þeir.

 

Morgan hafði hins vegar misreiknað sig hrapalega, því frímúrarareglan var einhver sá valdamesti félagsskapur sem fyrirfannst á þessum tíma. Reglubræður voru hvarvetna í æðstu stöðum þjóðfélagsins á árunum upp úr 1820.

Tunglsljósið gerði það að verkum að vitni voru að mannráninu.

1.  Ók áfram þegar merki var gefið

Vagninn beið rétt fyrir utan fangelsið. Mennirnir gáfu hávært merki um að vagninum skyldi ekið áfram, sagði Mary Hall.

2. Hestvagn olli athygli

Mörg vitni skýrðu frá því að þau hefðu séð hestvagninn á leiðinni til Niagara-virkisins. Öll greindu þau frá því að tjöldin hefðu verið dregið fyrir glugga vagnsins.

3. Grófu rangan mann

Árið 1827 rak lík upp á bakka Ontario-stöðuvatnsins. Allir gerðu ráð fyrir að það hlyti að vera líkið af Morgan og maðurinn var jarðsettur í Batavia. Síðari tíma rannsóknir leiddu þó í ljós að hinn látni var Kanadabúi en gröfin var engu að síður varðveitt sem minnisvarði um Morgan.

Tunglsljósið gerði það að verkum að vitni voru að mannráninu.

1.  Ók áfram þegar merki var gefið

Vagninn beið rétt fyrir utan fangelsið. Mennirnir gáfu hávært merki um að vagninum skyldi ekið áfram, sagði Mary Hall.

2. Hestvagn olli athygli

Mörg vitni skýrðu frá því að þau hefðu séð hestvagninn á leiðinni til Niagara-virkisins. Öll greindu þau frá því að tjöldin hefðu verið dregið fyrir glugga vagnsins.

3. Grófu rangan mann

Árið 1827 rak lík upp á bakka Ontario-stöðuvatnsins. Allir gerðu ráð fyrir að það hlyti að vera líkið af Morgan og maðurinn var jarðsettur í Batavia. Síðari tíma rannsóknir leiddu þó í ljós að hinn látni var Kanadabúi en gröfin var engu að síður varðveitt sem minnisvarði um Morgan.

Þeir voru tilbúnir til að gera allt til að komast hjá því að félagsskapurinn biði hnekki og byrjuðu að toga í spotta. Þann 11. september var Morgan svo tekinn höndum og færður í varðhald í nágrannabænum Canandaigua, ákærður fyrir að hafa stolið skyrtu. Hann var síðan numinn á brott úr fangelsinu næsta dag.

 

Frímúrarar voru óvinsælir

Mennirnir þrír sem sóttu Morgan í fangelsið reyndust vera frímúrarar á svæðinu. Þeir neituðu því að hafa þvingað Morgan, heldur hefði hann fylgt með þeim af fúsum og frjálsum vilja og hefði fallist á að fara til Kanada, sögðu þeir. Vitni sögðu á hinn bóginn allt aðra sögu.

 

Ekillinn sagðist hafa ekið alla nóttina og síðan hleypt Morgan út úr vagninum við Ontario-stöðuvatn við landamærin að Kanada.

„Morgan var látinn um borð í bát og steinn bundinn við hann. Síðan tók að hvessa“.

Frímúrari í Batavia, 1826

Vitni úr hópi frímúraranna kváðu Morgan hafa verið færðan í Niagara-virkið þar skammt frá. Síðan hefði hann einfaldlega horfið. Hvert, vissu þeir ekki.

 

Vinur Morgans, Samuel D. Greene sem sjálfur var meðlimur frímúrarareglunnar velktist ekki í vafa. Hann kvað Morgan hafa drukknað í Niagara-fljótinu sem rann þar skammt frá.

 

„Morgan var látinn um borð í bát og stein bundið við hann. Síðan tók að hvessa og aumingjans ræfillinn féll útbyrðis og sökk niður á botn“, hafði hann heyrt einn reglubróðurinn segja.

 

Engin leið var að sanna að maðurinn hefði verið myrtur en nokkrir frímúrarar voru hins vegar dæmdir fyrir mannrán. Meðal þeirra var Loton Lawson sem sótti Morgan í fangelsið, svo og lögreglustjórinn á staðnum sem hlaut 28 mánaða fangelsi.

 

Bók Morgans kom út líkt og fyrirhugað var. Innihaldið var þó ekki nærri því eins hneykslanlegt og óttast hafði verið. Örlög rithöfundarins gerðu það þó að verkum að Bandaríkjamenn urðu fráhverfir frímúrarareglunni.

 

Reglubræðrum fækkaði gífurlega og frímúrarareglan varð einungis skuggi af sjálfri sér eftir þetta.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Else Christensen

Shutterstock,© A. Cooley/Wikimedia Commons, Getty Images,

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is