Náttúran

Frumefni jarðar

Frumefni jarðar eru efnafræðilegir byggingarsteinar og með þeim er hægt að byggja nánast hvað sem er. Þau samanstanda af frumeindum sem aftur samanstanda af róteindum, nifteindum og rafeindum. Hér er dálítill fróðleikur um frumefni jarðar, geislavirk frumefni og samsætur.

BIRT: 12/02/2023

 

Hvað eru frumefni?

Frumefni samanstanda af atómum sem öll hafa sama fjölda róteinda í atómkjarna sínum. Auk þess er að finna nifteindir og rafeindir í atómum. Fjöldi róteinda og nifteinda ræður eðlismassa þeirra. Frumefnum er raðað niður eftir því hve margar róteindir eru í kjarna þeirra. Þetta er kallað sætistala frumefnanna og ræður stöðu þeirra í lotukerfinu.

 

Sem dæmi má nefna kolefni sem samanstendur einvörðungu af kolefnisatómum sem hafa sex róteindir í kjarna og þar með sætistöluna 6 í lotukerfinu.

 

Hvað eru frumeindir?

Árið 1913 setti Niel Bohr fram atómkenningu sína sem lýsti því hvernig atóm samanstendur af kjarna sem inniheldur eina eða fleiri róteindir. Kjarninn inniheldur oft einnig eina eða fleiri nifteindir. Fyrir utan að ráða sætistölunni hefur fjöldi róteinda og nifteinda einnig vægi fyrir eðlismassa frumeindarinnar.

 

Í kringum kjarnann eru atómhvolf, þar sem rafeindirnar raða sér niður. Á innsta hvolfi geta mest verið tvær rafeindir. Á ysta hvolfinu geta verið alls átta rafeindir á sveimi umhverfis kjarnann.

 

Þegar ysta hvolfið er fyllt með átta rafeindun er um að ræða afar stöðugt frumefni sem hvarfast ógjarnan við önnur frumefni. Þetta á meðal annars við um eðalgastegundir en ysta rafeindahvolf þeirra er fullt og þar með eru þær afar stöðugar.

 

Atómkenning Niels Bohs er ennþá gildandi, þó segja megi að ekki sé lengur litið á rafeindirnar sem skipulagðar í hvolfum, heldur fremur sem eins konar iðandi rafeindaský.

 

atom1

Frumefni samanstanda af atómum sem samanstanda af róteindum, nifteindum og rafeindum.

Hvað eru til mörg frumefni?

Alls eru til 118 mismunandi frumefni og af þeim má finna 92 í náttúrunni, meðan afgangurinn er mannanna verk.

 

Frumefni geta hvarfast saman og þannig tengst – myndað efnatengingu – á ótal mismunandi vegu. Vatn, H2O, er dæmi um efnatengingu þar sem tvær vetnisfrumeindir hafa hvarfast við súrefnisatóm.

 

Sætistala frumefnanna, efnafræðileigir eiginleikar og geta þeirra til að mynda efnatengingar er sett upp í lotukerfinu.

 

grundstofferne-i-det-periodiske-system

Lotukerfið raðar frumefnunum þannig að auðvelt er að sjá hvernig mismunandi efni hvarfast hvert við annað.

Geislavirk frumefni

Sum frumefni hafa til að bera þann eiginleika að vera geislavirk. Slík frumefni hafa of margar nifteindir í atómkjarnanum miðað við fjölda róteinda. Þetta gerir frumefnin óstöðug og til að endurskapa stöðugleika senda þau frá sér geislun – eða hrörna.

 

Til eru þrjár gerðir af geislun:

  • Alfageislun
  • Betageislun
  • Gammageislun

 

Geislavirk efni eru hættuleg, því þau senda frá sér geislun með svo mikilli orku að geislunin getur rifið rafeindir frá atómum og sameindum sem öðlast þá rafhleðslu – svokallaðar jónir. Ef allur líkaminn, einstök líffæri eða frumur verða fyrir geislavirkni geta þau skaddast.

 

Hvað er samsæta?

Eins og áður hefur komið fram hafa frumeindir sem tilheyra sama frumefni, ævinlega sama fjölda róteinda. Fjöldi nifteinda getur hins vegar verið breytilegur og frumefni með sama fjölda róteinda og frábrugðinn fjölda nifteinda nefnast samsætur.

 

Samsætur geta ýmist verið þyngri eða léttari en upprunalegt frumefni. Ef nifteindirnar eru færri þá er samsætan léttari en séu nifteindirnar fleiri þá er samsætan þyngri en í upprunalegu frumefni.

 

Samsætur af sama frumefni hafa sömu efnafræðilegu eiginleikana. Ef það er mikið ójafnvægi milli róteinda miðað við fjölda nifteinda í kjarnanum geta samsæturnar verið geislavirkar og óstöðugar og þannig hrörnað niður í önnur efni. Þetta gagnast mönnum m.a. með geislavirku samsætunni kolefni-14 sem má nota til að aldursgreina ýmsa fornleifafundi.

 

Léttasta frumefnið, vetni, hefur aðeins þrjár samsætur og er þar með efni sem finnst í fæstum útgáfum. Sesín og xenon hafa 36 samsætur og eru þau efni sem hafa flestar samsætur.

 

isotoper-torino-jesus

Kolefni-14 aðferðin hefur afhjúpað að líkklæðið frá Tórínó er ekki frá því þegar Jesús dó, heldur frá miðöldum einhvern tíma milli áranna 1260 og 1390.

Hver uppgötvaði fyrst frumefni?

Frumefni eins og gull, silfur, blý og kvikasilfur hafa verið þekkt um aldaraðir og enginn veit hver uppgötvaði þau. Fyrsta örugga sögulega heimildin um uppgötvun frumefnis er frá árinu 1669, þegar þýski alkemistinn – en það voru menn sem leituðust við að búa til gull úr óæðri málmum –Henning Brand, uppgötvaði efnið fosfór í sínu hreina formi.

 

Í leit sinni að gulli lét hann sneisafulla fötu með eigin þvagi standa í marga daga. Síðan sauð hann vökvann niður í þykka kvoðu og að lokum var gumsið hitað upp í eimingarflösku úr kopar þar til hún var glóandi heit. Gufuna sem steig upp úr henni lét hann þéttast með kælingu.

 

Hugmynd hans var sú að nú ættu gullmolar að koma í ljós. Þess í stað fann hann hvítleitt vaxkennt efni sem lýsti í myrkri. Hann nefndi efnið fosfór sem á grísku merkir lýsandi.

 

Þrátt fyrir að ekki hafi verið um gull að ræða eftir allt þetta erfiði auðgaðist hann samt sem áður á uppgötvun sinni. Hann hélt nefnilega uppskriftinni leynilegri og seldi efnið dýrum dómum hinum þýska lækni Johannes Daniel Kraft sem ferðaðist um og sýndi þetta nýstárlega og sjálflýsandi efni aðlinum í Evrópu.

 

Segja má að nútímaleg efnafræði hafi fyrst komið fram með tilraunum Frakkans Antoine Lavoisiers sem hann gerði upp úr 1770. Með þessum tilraunum varð efnafræði að nákvæmri vísindagrein og á næstu 100 árum uppgötvuðu menn tugi frumefna sem vísindamenn reyndu síðan að skipa niður eftir eiginleikum þeirra.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: MARIE LYNG WIUM

Shutterstock

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.