Alheimurinn

Árekstrar í geimnum skapa þung frumefni

Frumefnin verða til í stjörnunum en til þessa hafa eðlisfræðingar ekki vitað hvernig þyngstu frumefnin, eins og t.d. gull og úran, verða til. Nú hafa vísindamenn fundið svarið í glóandi gasskýi frá tveimur nifteindastjörnum sem rákust saman.

BIRT: 01/03/2022

Nifteindastjörnurnar tvær eru einungis 20 km í þvermál en þær innihalda engu að síður meiri massa en sólin okkar. Þegar þær skella saman breytist mestur hluti massans í svarthol, meðan afgangurinn þeytist út í glóandi heitu gasskýi. Skýið þenst út á þriðjungi ljóshraða og vex á 36 tímum frá því að vera á stærð við stórborg, í það að vera álíka stórt og allt sólkerfi okkar.

 

130 milljón árum síðar – árið 2017 – var 70 sjónaukum á sjö meginlöndum beint að árekstrinum. Þyngdarbylgjur frá árekstrinum höfðu þegar varað stjarnfræðinga um hrikalegan atburð í geimnum, þannig að sjónaukarnir voru tilbúnir þegar stórkostlegt sjónarspil – svonefnt kílónóva – hófst 11 tímum síðar. Þetta var í fyrsta sinn sem vísindamenn gátu fylgst með slíkum atburði – en hann er nefndur kílónóva vegna þess að áreksturinn milli nifteindastjarnanna sendir frá sér þúsund sinnum meira ljós en venjulegar sprengistjörnur þegar sólir hrynja saman.

 

Greiningar okkar sýna fyrir víst að þung atóm frá strontíum og ofar framleiðast við árekstra milli nifteindastjarna.

Eðlisfræðingurinn Darack Watson, Kaupmannahafnarháskóla

Árekstrar eru gulls ígildi

Létt frumefni myndast í stjörnum en eðlisfræðingar vita nú að gull og fjöldi annarra þungra frumefna geta ekki myndast í stjörnum sömu gerðar og sólin okkar tilheyrir. Þess í stað hefur kenning þeirra verið sú að efnin myndist einmitt við árekstur milli nifteindastjarna og stjarnfræðingarnir máttu hrósa happi yfir því að geta fylgst með kílónóvunni árið 2017, því þá gátu þeir látið reyna á kenninguna.

 

Fleiri teymi fræðimanna hafa síðan unnið að því að greina gögnin og í október 2019 – tveimur árum eftir áreksturinn – gat alþjóðlegt teymi vísindamanna undir forystu Dana lagt fram haldbærar sannanir fyrir því að þung frumefni eins og gull, platína og úran, myndast í slíkum árekstrum. Þar með er búið að loka einu stóru gati í þekkingu eðlisfræðinnar en ennþá vantar að vita hvernig það efni sem allur alheimur samanstendur af varð til.

Frumefni bæta á sig þyngd við að fanga nifteindir.

Þung frumefni myndast þegar léttari atóm fanga fríar nifteindir og umbreyta þeim í róteindir. Í heitu gasskýinu frá árekstri nifteindastjarnanna er aragrúi af fríum nifteindum, þannig að atómin ná þeim nær samstundis til sín.

1. Árekstur skapar glóðheitt gasský

Þegar tvær nifteindastjörnur rekast saman bráðna þær niður í svarthol og glóandi heitt gasský dreifist út í allar áttir.

2. Atóm fanga fríar nifteindir

Gasskýið iðar af fríum nifteindum (blátt). Meðalþung atóm, eins og t.d. járn, fanga nifteindirnar sem þeytast um í glóandi heitu skýinu.

3. Nifteind gerir atómkjarnann óstöðugan

Þegar stöðugur atómkjarni fangar nifteind verður atómkjarninn óstöðugur

4. Nifteindin breytist í róteind

Kjarninn gerir sig stöðugan með því að losa sig við eina rafeind. Þetta umbreytir nifteindinni í róteind og myndar nýtt og þyngra atóm.

5. Ný nifteind endurræsir ferlið

Atómið fangar aðra nifteind og ferlið byrjar upp á nýtt. Þannig eru þyngri og þyngri frumefni byggð upp í úran – þyngsta frumefnið sem er nánast stöðugt.

Æviskeið stjarnanna smíðar efnið

Öllum frumefnum er skipað niður í lotukerfinu eftir þyngd, þ.e.a.s. hve margar róteindir þau hafa í kjarna sínum. Léttustu frumefnin – vetni og helíum – eru annars vegar með eina og hins vegar tvær róteindir og urðu til þegar alheimur kólnaði örskömmu eftir Miklahvell. Þar með gátu stjörnurnar myndast og þær urðu sú deigla sem myndaði næstu frumefni í röðinni.

 

Í innri samruna stjarnanna verður helíum að þyngri frumefnum upp að kolefni og súrefni með annars vegar sex og hins vegar átta róteindir. Meðalþung frumefni með allt að 30 róteindir í kjarnanum, t.d. járn, verða til þegar stórar stjörnur ljúka lífi sínu í heljarinnar sprengingu. Þessa þekkingu hafa vísindamenn fengið frá mælingum af ljósi sprengistjarna, þar sem hvert frumefni setur sitt eigið fingrafar á rófið í formi tiltekinna bylgjulengda. Aðferðin kallast litrófsmæling.

 

Ennþá þyngri frumefni myndast við að fanga nifteindir, þar sem þungir atómkjarnar soga í sig fríar nifteindir og umbreyta þeim í róteindir. Þegar atóm fangar nifteind verður kjarninn óstöðugur og atómið gerir sig stöðugt með því að umbreyta nifteindum í róteindir. Með þessum hætti verður atómið að þyngra frumefni.

 

Nifteindir má fanga í lofthjúp umhverfis gamlar slokknaðar stjörnur en mestur hluti allra þyngstu frumefnanna eins og gulls, platíns, þóríums og úrans, myndast samkvæmt kenningunni einvörðungu þegar nifteindastjörnur rekast saman. Gasskýið sem myndast við áreksturinn, geymir nefnilega svo ótrúlega margar fríar nifteindir að atómin sloka í sig hverri nifteindinni af annarri og mynda sífellt þyngri frumefni. Ferli þetta stendur í minna en sekúndu.

 

Efni sendir frá sér einstakt ljósmerki

Nú hefur alþjóðlegt teymi vísindamanna sannað kenninguna með því að greina ljósrófið sem Very Large Telescope í Chile fangaði frá árekstrinum árið 2017.

Eðlisfræðingar skipa öllum frumefnum á sinn stað

Nánast öll frumefni myndast í stjörnum, en fram til þessa hafa eðlisfræðingar verið óvissir um myndun þyngstu frumefnanna. Ný rannsókn sýnir að það eigi sér stað þegar tvær nifteindastjörnur rekast saman í ægilegum hamförum sem enskir nefna „kilonova“.

Númerið vísar í fjölda róteinda

Í lotukerfinu eru öll frumefnin tölusett eftir fjölda róteinda í kjarna þeirra.

Vetni er með eina róteind

Sætistala frumefna, t.d. „1“ fyrir vetni (H), vísar til fjölda róteinda í kjarna þeirra. Vetni er léttasta frumefnið og hefur aðeins eina róteind í kjarna sínum.

Myndast í iðrum stjarna

Létt og miðlungs þung efni (gul) myndast við samruna í iðrum stjarna og í sprengistjörnum. Þau tvö léttustu, vetni (H) og helín (He), komu fram skömmu eftir Miklahvell, áður en stjörnur höfðu myndast.

Verða til í hvítum dvergum

Sum þung frumefni (græn) verða til í lofthjúpi gamalla stjarna, eins og t.d. hvítra dverga.

Myndast við árekstra nifteindastjarna

Önnur þung frumefni myndast við árekstur nifteindastjarna (fjólublá). Nokkur efnanna myndast einnig í lofthjúpi gamalla stjarna (græn).

Myndast líklega einnig í nifteindastjörnum

Efnin frá arseni (As) til rúbidíns (Rb) myndast líklega einnig við árekstra nifteindastjarna (fjólublá).

Myndast nær einvörðungu í nifteindastjörnum

Meginhluti allra þyngstu frumefnanna myndast nær einvörðungu við árekstur nifteindastjarna (fjólublá). Það á t.d. við um platínu (Pt), gull (Au), þórín (Th) og úran (U).

Tilbúin óstöðug frumefni

Efni sem eru framleidd í tilraunum, myndast örskamma stund í öreindahröðlum (grá). Þau eru afar óstöðug og hrörna skjótt niður í léttari frumefni.

 

Hvert frumefni tekur til sín og sendir frá sér ljós á tilteknum bylgjulengdum og það ljós sem sjónaukinn fangaði innihélt því upplýsingar um hvaða efni væri að finna í gasskýinu. Vísindamennirnir fundu tvær svonefndar rófslínur með bylgjulengdum nærri 810 nanómetrum – á mörkunum milli rauðs ljóss og innrauðrar hitageislunar – sem er alveg örugglega komið frá þunga frumefninu strontíum en það er með 38 róteindir í kjarnanum.

 

„Greiningar okkar sýna örugglega að þung atóm, allt frá strontíum og þaðan af ofar í lotukerfinu, verða til við árekstur milli tveggja nifteindastjarna og jafnframt vitum við nú með vissu að nifteindastjörnur samanstanda nánast einvörðungu af nifteindum. Annars hefðu einfaldlega ekki verið til nægjanlega margar nifteindir í gasskýinu til að framleiða þyngstu frumefnin,“ segir yfirmaður rannsóknarinnar, Darack Watson, við Niels Bohr Institutet í háskóla Kaupmannahafnar.

Darack Watson leiðir vísindateymið sem hefur fundið strontíum í árekstri nifteindastjarna.

Þyngdarbylgjur vöruðu fræðinga við

Uppgötvun á þungum frumefnum í svokallaðri kílónóvu hefur ekki einungis fyllt upp í gapandi holu í þekkingu eðlisfræðinga á frumefnunum. Áfanginn markar einnig nýtt tímaskeið innan stjörnufræðinnar, því að þetta er fyrsta niðurstaða af nýrri og marslunginni stjarnfræði, þar sem vísindamenn þætta saman athuganir á ljósi og þyngdarbylgjum.

 

Þegar tvær nifteindastjörnur rekast saman senda þær frá sér þyngdarbylgjur sem rúlla út um geiminn í allar áttir. Tveir skynjarar í BNA og einn í Evrópu námu fyrstu veiku þyngdarbylgjurnar tveimur mínútum áður en Fermi-gervihnöttur NASA fangaði örstuttan gammablossa. Fimm tímum síðar höfðu stjarnfræðingar tengt þessa atburði saman og reiknað út staðsetningu árekstursins til þess að geta beint sjónaukunum að réttum stað á himinhvolfinu og fangað þannig ljósið frá 5.000° heitu gasskýi sem breiddist út eldskjótt eftir áreksturinn.

Árið 2017 fengu vísindamenn í fyrsta skipti tækifæri til að sjá árekstur tveggja nifteindastjarna. Sjáðu upptökur Hubble geimsjónaukans hér.

Næst verður leitað að gulli

Darack Watson og kollegar hans leita nú að fingraförum þyngri frumefna en strontíums með Very Large Telescope. Fyrsta markmiðið er að finna merki um baríum sem er með 56 róteindir og sjaldgæfra jarðmálma með sætistölu frá 57 til 71.

 

Að finna fingrafar eftir allra þyngstu frumefnin eins og gull eða úran verður örðugara. Þyngstu frumefnin senda nefnilega frá sér geislun með þúsundum af mismunandi bylgjulengdum sem liggja afar þétt saman og því er erfitt að greina efnin hvert frá öðru. Auk þess senda þau geislun á innrauðu sviði en þar hafa eðlisfræðingar ekki enn getað kortlagt margvísleg flókin sérkenni á tilraunastofum.

 

„Því er aðeins ein leið fær. Við þurfum að fara aftur á rannsóknarstofuna og framkvæma allar nauðsynlegar mælingar svo við vitum nákvæmlega hverju skal leita eftir,“ segir Darack Watson.

 

Þá fyrst þegar búið verður að finna fingraför þyngstu frumefnanna geta vísindamenn leitað eftir þeim í árekstrinum frá 2017 og þar með fyllt upp í þekkingu okkar um tilurð frumefnanna – þess efnis sem allur alheimur samanstendur af.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Rolf Haugaard Nielsen

© Henning Dalhoff,Lasse Alexander Lund-Andersen,© Ola Jakup Joensen, NBI

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

4

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

5

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

6

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Sumir virðast vera fæddir undir lukkustjörnu en hjá öðrum virðist heppnin vera nánast yfirnáttúrulegt fyrirbæri. Hvorki eldingar, flugslys, öfundsjúkir keppinautar eða kjarnorkusprengjur gátu bugað þessa heppnu einstaklinga.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is