Gæti sprengistjarna grandað Jörðu?

Helmingur ósónlagsins hyrfi - en engar áhyggjur. Þetta er ekki að fara gerast í náinni framtíð.

BIRT: 25/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Vísindamenn hafa reiknað út að geislunin frá splundrun sprengistjörnu sem er einungis 26 ljósár undan myndi granda helmingi ósonlagsins, með þeim afleiðingum að meira af skaðlegum geislum sólar næðu Jörðu.

 

Aukin geislunin myndi einkum bitna á plöntusvifi Jarðar, sem sér fyrir framleiðslu á helmingi súrefnis í andrúmsloftinu og er jafnframt fyrsti liður í fæðukeðju hafsins. Sprengistjörnur sem eru nær Jörðu en sem nemur 26 ljósárum eru hins vegar afar sjaldséðar og koma yfirleitt aðeins á eins og hálfs milljarða ára fresti.

 

Sem stendur eru engar stjörnur svo nærri Jörðu sem eiga eftir að springa sem sprengistjörnur.

Krabbaþokan er leifar af ofboðslegri sprengingu sem sést í stjörnumerkinu Nautinu. Kínverskir og arabískir stjörnufræðingar tóku eftir sprengistjörnunni árið 1054.

Sprengistjörnur – Supernova

  • Skapast þegar stjörnur sem eru 7-9 sinnum stærri en sólin verða uppiskroppa með vetni og helíum.
  • Á innan við sekúndu fellur stjarnan saman. Hitinn fer upp í nokkra milljarða gráður. Stjarnan springur og þeytir efni út í alheiminn.

Sprengistjörnur verða til þegar þungar stjörnur hafa eytt öllu eldsneyti sínu.

 

Orkuframleiðslan hefur til þessa haldið stjörnunni á lofti en þegar framleiðslunni lýkur fellur stjarnan saman. Stjarnan fellur saman undan eigin þunga og ytri lögin kastast út í geiminn af miklu afli.

 

Mikið magn af gamma- og röntgengeislum þeytast út í geiminn, auk mikils magns af háorkuögnum.

 

Sundrun sprengistjörnu er ekki einungis af hinu slæma, því öflug sundrunin veldur því að þung frumefni berast út í geiminn.

 

Efnin eiga þátt í myndun pláneta og stjarna, og ef sprengistjörnurnar hefðu ekki fært sólkerfinu þessi þungu frumefni, þá væru fyrrgreindar stjörnur og plánetur ekki til í

Baðaðu þig í blossa sprengistjörnu - samkvæmt hugmyndum NASA.

BIRT: 25/04/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © NASA/Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is