Gallabuxur eða flísbuxur? Hvorar eru betri í kuldanum?

Það er skítkalt úti en hundurinn þarf að fara í góðan göngutúr. Hvort ætti ég að fara í gallabuxur eða flísbuxur út í kuldann?

BIRT: 01/03/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Buxnaefni virkar sem hitaeinangrun og dregur úr hitatapi líkamans því hitinn er geymist í litlum loftvösum í textíltrefjunum. Auk þess veita buxurnar skjól fyrir vindi sem hjálpar því enn frekar við að halda á sér hita.

 

Flísbuxur eru oft betri kostur en gallabuxur. Ástæðan er að flísbuxur eru venjulega þykkari og úr hlýrri vefnaðarvöru eins og flís eða bómull.

 

Flís er prjónað úr mjög þunnum þráðum sem vefjast saman og búa til aragrúa lítilla loftvasa sem geta viðhaldið líkamshitanum. Sama á við um bómull, sem er venjulega ofin lauslega saman, sem gefur meira pláss fyrir hitaeinangrandi vasa.

 

Gallaefni er harðgert en kalt

Gallabuxur eru hins vegar úr gallaefni sem einangrar ekki eins vel hita. Í gallaefni eru bómullartrefjarnar ofnar þéttar saman sem gera buxurnar þyngri, sterkari og endingarbetri. Hins vegar verða til færri og smærri loftvasar vegna þessarar teygðu trefja, sem þ.a.l. dregur úr getu til að viðhalda líkamshitanum.

Hins vegar geta komið upp tilvik þar sem gallabuxurnar henta betur. Ef valið stendur til dæmis á milli gallabuxna sem eru þykkar og þröngar eða flísbuxna sem eru þunnar og víðar eru gallabuxurnar líklega betri í kuldanum.

BIRT: 01/03/2023

HÖFUNDUR: JONAS MELDAL

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is