Gefðu heilanum frí – og vinnan verður betri

Spennandi umhverfi, nýtt hugsanamynstur, rótgrónum venjum sleppt og óvænt reynsla auka magn taugaboðefna í heilanum - og gera þig skarpari.

BIRT: 10/02/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

 

Hæfileikinn til að skipuleggja og leysa flókin verkefni hverfur ef þú ert útbrunninn í vinnunni.

 

Allir þekkja líklega tilfinninguna að þurfa frí og komast langt frá vinnunni. En í raun hefur vinnan einnig gott af því að þú takir þér frí.

 

Þegar þú kemur heim úr fríi hefur heilinn myndað ný tengsl sem geta aukið sköpunargáfu þína og skilvirkni.

 

Ný reynsla skapar nýjar taugabrautir í heilanum

 

Gagnlegustu áhrifin við gott frí koma frá fyrirbæri sem kallast sveigjanleiki heilans (neuroplasticity)  sem getur endurskipulagt og styrkt heilann

 

Myndband: Svona virkar sveigjanleiki heilans

 

 

Sveigjanleiki heilans er hæfni sem minnkar með aldrinum og áður höfðu vísindamenn talið að við myndum ekki ný heilatengsl á fullorðinsárum.

 

Margra ára rannsóknir hafa sýnt að heili fullorðinna er enn sveigjanlegur – við réttar aðstæður, svo sem í fríi.

 

Sveigjanleikinn breytir uppbyggingu heilans á þrjá vegu

 

1. Styrkir taugamót og taugaboðefni

 

Með því að nota heilann á annan hátt breytir sameindasamsetning taugamóta (gul), sem eru tengingin milli heilafrumna.

 

Til dæmis getur hvíld frá hversdagsleikanum og venjubundnu lífi – þ.e. gott frí – aukið magn taugaboðefna (rautt) sem fer í gegnum taugamótin og bætt við nýjum viðtökum (brúnleit).

 

2. Styrkir tengsl milli heilafrumna

 

Tengslamót taugamóta kallast taugagriplur. Þegar heilinn lærir nýja hluti (vinstra megin) birtast nýjar taugagriplur á heilafrumunum.

 

Þegar heilinn myndar minningar (til hægri) verða taugagriplurnar stöðugri  og taugamótin koma sér vel fyrir.

 

3. Myndar ný tengsl milli heilafrumna

 

Í þeim hluta heilans sem eru virkir í fríum myndast ný form, annaðhvort með nýjum tengingum í heilanum um staðfestar heilafrumur (til vinstri) eða með myndun nýrra heilafrumutenginga (til hægri).

 

Að lokum veikir fríið tengingar sem eru ekki notaðar lengur.

 

Samkvæmt kenningum, slekkur hin nýja upplifun, breyting á umhverfi og upplifun á framandi menningu og tungumálum á sjálfstýringu heilans og virkja aðrar og nýjar heilafrumur.

 

D -vítamín gegnir einnig hlutverki. Aukið magn undravítamínsins í líkamanum hjálpar til við að mynda ný taugamót.

 

Heilaæfingar hafa langvarandi áhrif

Ef þú kemur heim úr fríi uppfull af nýrri reynslu hefur þú samkvæmt rannsókn styrkt heilastöðvar tengdar námi, minni, sköpunargáfu og gagnrýninni hugsun.

 

Að auki getur reynslan einnig hjálpað til við að halda vitglöpum, Parkinsons og Alzheimer niðri til lengri tíma litið.

BIRT: 10/02/2023

HÖFUNDUR: Jeppe Wojic

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Rodolfo Gabriel Gatto ,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is