Hvítt suð fær heilann til að hlusta betur

Eintóna bakgrunnshávaði truflar ekki heyrnina og getur jafnvel haft jákvæð áhrif á heyrnarstöðvar heilans. Þessi niðurstaða fékkst eftir tilraunir með mýs. Vísindamenn binda vonir við að uppgötvun þessi geti gagnast í þróun bættra heyrnartækja.

BIRT: 30/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Bakgrunnshávaði gerir okkur betur í stakk búin til að greina á milli hljóða sem berast eyranu.

 

Þetta var niðurstaða tilraunar með mýs sem unnin var af vísindamönnum við háskólann í Basel í Sviss.

 

Vísindamennirnir gerðu tilraunir með á hvern hátt hvítt suð, þ.e. eintóna bakgrunnshávaði, gagnast getu okkar til að greina á milli tveggja tóna sem eru á svipuðu tíðnisviði.

 

Þeir áttu von á því að suðið truflaði en í ljós kom að það hafði þveröfug áhrif.

Bakgrunnshávaði skerðir starfsemina í heyrnarstöðvunum og auðveldar músum að greina sundur tóna.

Hefur áhrif á getuna til að greina sundur tóna

Áður en tilraunin hófst kenndu vísindamennirnir músunum að tengja ólíka tóna við refsingu eða umbun.

 

Ef mýsnar sleiktu rör þegar þær heyrðu annan tóninn fengu þær dropa af sojamjólk að launum en ef þær gerðu það þegar hinn tónninn heyrðist, var þeim refsað með loftblæstri á ennið.

 

Vísindamennirnir gátu nú séð hvort mýsnar gætu greint muninn á tónunum við mismunandi aðstæður, t.d þegar hvíttt suð var í bakgrunni.

 

Veitir von um betri heyrnartæki

Á sama tíma mældu þeir virkni í heila músanna.

 

Í ljós kom að bakgrunnshávaði jók getu til að greina á milli tónanna vegna þess að hann dró úr virkni taugafrumna í heyrnarmiðstöð heilans.

 

Rannsakendur telja því að hægt sé að nota hvítt suð til að þróa betri heyrnartæki.

BIRT: 30/06/2022

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © Evan Oto/Ritzau Scanpix

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is