Þessi niðurstaða fékkst eftir tilraunir með mýs. Vísindamenn binda vonir við að uppgötvun þessi geti gagnast í þróun bættra heyrnartækja.
Lestími: 2 mínútur
Bakgrunnshávaði gerir okkur betur í stakk búin til að greina á milli hljóða sem berast eyranu.
Þetta var niðurstaða nýrrar tilraunar með mýs sem unnin var af vísindamönnum við háskólann í Basel í Sviss.
Vísindamennirnir gerðu tilraunir með á hvern hátt hvítt suð, þ.e. eintóna bakgrunnshávaði, gagnast getu okkar til að greina á milli tveggja tóna sem eru á svipuðu tíðnisviði.
Þeir áttu von á því að suðið truflaði en í ljós kom að það hafði þveröfug áhrif.

Bakgrunnshávaði skerðir starfsemina í heyrnarstöðvunum og auðveldar músum að greina sundur tóna.
© Evan Oto/Ritzau Scanpix
Hefur áhrif á getuna til að greina sundur tóna
Áður en tilraunin hófst kenndu vísindamennirnir músunum að tengja ólíka tóna við refsingu eða umbun.
Ef mýsnar sleiktu rör þegar þær heyrðu annan tóninn fengu þær dropa af sojamjólk að launum en ef þær gerðu það þegar hinn tónninn heyrðist, var þeim refsað með loftblæstri á ennið.