Maðurinn

Geta nálar dregið úr verkjum þínum?

Nálastunga hefur verið stunduð í þúsundir ára. Engu að síður er afar lítið vitað um áhrif meðferðarinnar. Til þess að komast að sannleikanum um þessar gömlu lækningar verða vísindamenn að setja upp magnað sjónarspil með fölskum nálum og óafvitandi sjúklingum.

BIRT: 01/03/2023

 

Sjúklingurinn bíður spenntur eftir lausn sinna mála. Hann hefur þjást af verkjum í baki um langt skeið og læknar hafa ekki getað hjálpað honum svo nokkru nemi.

 

Nú liggur sjúklingurinn hálfnakinn með lokuð augu á þægilegum bekk. Blíð hönd snertir fætur hans og hann finnur fyrir lítilli stungu og smá ertingu í húðinni. Höndin hreyfist varfærnislega og kerfibundið yfir líkama hans og stoppar á nákvæmlega útvöldum stöðum á handleggjum hans, fótum og höfði. Smám saman finnur hann lítils háttar eymsli breiðast út.

 

 Sjúklingurinn er staddur hjá nálastungulækni sem hefur nú stungið 12 þunnum nálum um fjóra millimetra inn í húð hans á mismunandi stöðum. Þegar hann kemur heim finnst honum sem meðferðin hafi virkað. Hann finnur að bakverkirnir eru ekki jafn slæmir og daginn áður.

 

 Drjúgur hluti þeirra sem kjósa að fara í nálastungu finnst sem þessar þunnu nálar dragi lítillega úr verkjum eða öðrum einkennum. En hver er orsökin fyrir slíkum bata? Upprunalega skýringin er sú að nálarnar komi orkustreymi líkamans í jafnvægi þannig að ýmsir kvillar hverfi úr líkamanum. Núna bendir ekkert til að þessi skýring sé rétt – og margir nálastungulæknar eru farnir að samþykkja að þessar gömlu kenningar séu úreltar.

 

5% af íbúum Evrópu hafa á síðustu 12 mánuðum verið meðhöndlaðir með nálastungu eða sambærilegu meðferðarformi þar sem þrýst á húðina með fingurgómum í stað þess að stinga nál í hana. Þetta eru niðurstöður finnskrar rannsóknar frá árinu 2018.

 

Önnur skýring er mun heppilegri – og getur mögulega grafið undan meginstoðum nálastungu. Samkvæmt henni stafar batinn fyrst og fremst af svokölluðum lyfleysuáhrifum. Hér eru það einvörðungu róandi tal nálastungulæknisins og væntingar sjúklingsins um að meðferðin virki sem draga úr verkjunum – nálarnar hafa í sjálfu sér engin verkjastillandi áhrif.


 Lyfleysuáhrifin eru vel þekkt fyrirbæri en samt engin eiginleg meðferð. Jafnan eru áhrifin takmörkuð og vara í skamma stund, og sjaldnast er hægt að mæla þau með nokkurri nákvæmni. Lyfleysuáhrif koma fram í hefðbundnum sem og óhefðbundnum lækningum – en í hefðbundnum lækningum eru slík áhrif nokkuð vel skilgreind í fræðunum.


 Er nálastunga einvörðungu lyfleysuáhrif? Það hefur reynst furðu örðugt að svara þessari spurningu. Til þess að svara henni hafa vísindamenn neyðst til að setja upp meiriháttar blekkingarleik.

 

Þeir þurfa að búa til tilraun þar sem sumir sjúklingar eru stungnir með nálum en ekki aðrir – en þar sem engin sjúklingana eða nálastungulæknanna sem meðhöndla nálarnar fær að vita hver fær hvers konar meðferð. Þannig upplifa allir sömu lyfleysuáhrifin og vísindamenn geta því greint á milli hvort eiginlegar nálastungur feli í sér læknisfræðilega virkni.

 

Nálar stýra orkustraumi

Nálastunga hefur verið til í árþúsundir. Hennar er getið í kínverskum skrifum frá árinu 200 f.Kr., en fundur á nálum útskornum í bein, eða hoggnum úr steini, geta bent til að aðferð þessi hafi verið nýtt langtum fyrr. Núna er nálastunga viðurkennd og algeng í Kína og kínverskir læknanemar þurfa að kynna sér nálastungufræðin af kostgæfni.


 Hefðbundin heimsspeki að baki nálastungu er sú að líta beri á líkamann sem eina heild og í honum eigi að ríkja jafnvægi milli tveggja aðstæðra orkugerða, yin og yang.

 

Verði ójafnvægi í orkustreyminu í líkamanum veikist viðkomandi manneskja. Yin – og yang – orkurnar nefnast saman qi og orkustreymið flýtur milli líffæra gegnum net orkuganga, svonefndra meridíana, á yfirborði líkamans. Með því að stinga nálum í tiltekna punkta, svokallaða nálastungupunkta, getur nálastungulæknirinn stýrt orkustreyminu um meridíanana og þannig öðlast líkaminn aftur jafnvægi.

 

1. Orka streymir í brautum

12 orkubrautir, svokallaðir meridíanar, láta orku streyma milli líffæra líkamans. Sex þeirra bera svonefnda yin – orku og sex bera yang – orku.

 

Staðfesting: Engin

2. Ójafnvægi veldur sjúkdómum

Orkustreymið getur komist úr jafnvægi. Gerist það geta komið fram sjúkdómar í þeim líffærum sem liggja á þeim orkubrautum þar sem ójafnvægið myndaðist.

 

Staðfesting: Engin

3. Nálar endurstilla jafnvægi

Með því að stinga nál í tiltekinn punkt á orkubraut getur nálastungulæknirinn stýrt orkustreyminu og þannig komið líkamanum aftur í gott orkujafnvægi.

 

Staðfesting: Engin


 Nálastunga er jafnan framkvæmd með sótthreinsuðum nálum úr ryðfríu stáli sem eru innan við hálfur millimetri á þykkt. Allt eftir fitulagi húðarinnar er nálunum stungið 2 – 8 millimetra inn í húðina og þeim snúið. Þar eiga nálarnar að vera í tæpan hálftíma. Nálastungurnar eru ekki sérlega sársukafullar en geta valdið nokkrum eymslum. Meðferðin er endurtekin reglulega nokkrum sinnum með fárra daga millibili þar til sjúklingurinn finnur möguleg áhrif.


 Hvorki vísindamenn né nálastungulæknar hafa nokkru sinni getað sýnt fram á tilvist orkustreymisins meridíananna eða nálastungupunktanna. Þetta felur ekki nauðsynlega í sér að nálastunga virki ekki.

 

Margir læknar með almenna læknismenntun vilja ekki hafna því að nýta megi nálastungu sem annars konar úrræði heldur en venjulegum verkjastillandi lyfjum eða við að draga úr ógleði eftir efnameðferð við krabba. Og á mörgum sjúkrahúsum um heim allan – meðal annars í skandinavískum löndum – nýta læknar sér stundum nálastungur. En hvað segja sönnunargögnin?

 

Illa framkvæmdar tilraunir

Enski læknirinn Edzard Ernst fór í gegnum 32 vísindalegar rannsóknir árið 2009 en hver þeirra hafði greint allt að 26 nálastungutilraunir á mönnum.

 

Samanlagt tóku þessar 32 rannsóknir til 246 tilrauna en öllum þeirra var lýst sem tvíblindu slembivali með lyfleysuviðmiðunarhóp, þ.e.a.s. tilraunum þar sem þátttakendum er skipt tilfallandi í tvo hópa – einn hóp sem fær nálastungu og annan sem fær óvirka en sambærilega meðferð – og þátttakendur vita ekki hvorum hópnum þeir tilheyra.

 

Þessi gerð af tilraunum þegar þær eru rétt framkvæmdar eru einhverjar þær áreiðanlegustu innan læknavísinda.


 Niðurstaða Edzards Ernst var sú að 25 af þessum 32 rannsóknum gátu ekki sannað að nálastunga væri betri en gabbmeðferð – einnig nefnd lyfleysumeðferð. Tvær rannsóknir komust ekki að einhlítri niðurstöðu og einungis fimm þóttust geta sýnt fram á að nálastunga hefði raunveruleg áhrif á heilbrigði sjúklingsins.

 

Einu kvillarnir þar sem nálastunga virkaði varðaði höfuðverki og bakverki, ógleði eftir efnameðferð og uppskurð ásamt þvagleka. En niðurstöðum þessum ber að taka með nokkrum fyrirvara því lang flestar tilraunirnar uppfylla ekki grundvallarkröfur til læknisfræðilegra tilrauna.

 

Vísindin kveða upp dóm: Nálar draga úr bakverkjum

Langflestar nálastungutilraunir standa ekki undir grundvallarkröfum trúverðugrar vísindamennsku. Því er örðugt að meta hvort meðferðarformið virkar eður ei. Stærri greiningar sem líta á flestar best framkvæmdu tilraunirnar benda þó til að nálastunga geti haft jákvæð áhrif á fáeina krankleika, þar á meðal verki og aukaverkanir eftir efnameðferð gegn krabbameini.

 

– Vel staðfest áhrif

 • Engir sjúkdómar

 

– Líkleg áhrif

 • Ógleði eftir efnameðferð og skurðaðgerðir
 • Krónískir bakverkir
 • Þvagleki
 • Höfuðverkur

 

– Skortur á sönnunargögnum

 • Slitgigt
 • Svefnleysi
 • Túrverkir
 • Alzheimer
 • Astmi
 • Þunglyndi
 • Ristilbólgur
 • Hætt að reykja
 • Geðklofi
 • Tennisolnbogi

 

 

Árið 2018 fór prófessor Xin Sun frá Sichuan University í Kína í saumana á 318 nálastungutilraunum. Allar tilraunirnar vörðuðu virkni nálastungu á slitgigt í hné og allir voru tilraunirnar sagðar byggja á slembivali með lyfleysuviðmiðunarhópum.

 

Greining Xin Suns sýndi meðal annars að minna en 5% þeirra lýstu hvernig var staðið að skiptingu sjúklinga í nálastunguhóp og lyfleysuhóp – og að staðhæfingar þeirra um slembival væru því vafasamar.

3.200 milljarðar króna fóru í nálastungur á heimsvísu árið 2019

Annað vandamál fólst í að einungis um 8% tilrauna höfðu fyrirfram skilgreint hvernig væri staðið á mati á því hvort sjúklingar hafi fengið bót meina sinna.

 

Vandinn er nefnilega sá að það eru margar aðferðir við að mæla slíkt, t.d. tilfinningu sjúklingsins, mati læknis á sársaukastigi eða breytingum í hreyfigetu sjúklings. Þegar meðferðin virkar alls ekkert mun ekkert af þessum viðmiðum breytast. En sumar meðferðir geta af hreinni hendingu sýnt ákveðna bót meina.

 

Ef vísindamenn mæla einungis allt þetta geta þeir að lokum valið jákvæðustu niðurstöðurnar og þannig veitt falska mynd af eiginlegum áhrifum meðferðarinnar.

 

Fölsk nál til að gabba

Rannsókn Xin Suns sýnir langflestar tilraunir með nálastungu eru illa útfærðar – og niðurstöður þeirra þess vegna ekki trúverðugar. Sumir vísindamenn hafa þó lagt sig fram um að framkvæma góðar tilraunir í þessum efnum en þeir hafa mögulega rekið sig á óleysanlegan vanda í þessum efnum.

 

Til að ná trúverðugu mati á áhrifum meðferðar þurfa vísindamenn að framkvæma svonefnda tvíblinda rannsókn. Í slíkri tilraun vita sjúklingarnir ekki hvort þeir fái nálastungu eða lyfleysu.

 

Jafnframt er mikilvægt að nálastungulæknirinn viti heldur ekki hvora meðferðina hann veitir. Viti hann það getur hann meðvitað eða ómeðvitað borið sig öðruvísi að gagnvart sjúklingum í öðrum hópnum og þar með aukið lyfleysuáhrifin eða minnkað eftir atvikum.

 

 Vísindamenn prófa nú að hanna eins konar falska nál sem getur gabbað bæði sjúkling og nálastungulækni. Sú besta til þessa er nál sem ekki er nægjanlega oddhvöss til að stingast í húðina og sem er með fjaðrabúnað þannig að nálin gangi upp í skaftið eftir að búið er að þrýsta henni á húðina. Tilraunir með þessa nál hafa þó sýnt að hún gabbar ekki alla sjúklinga og nánast alls ekki nálastungulækna.

Leiðsögn um góð vísindi: Meðferð þarf að vera leynd

Tvíblindar tilraunir: Væntingar sjúklings og framkoma meðferðaraðilans gagnvart honum hafa áhrif á útkomu tilraunar. Til þess að tryggja að allir sjúklingar í tilrauninni hafi sömu væntingar og sömu upplifun varðandi meðferðaraðila – óháð því hvort þeir fái rétta meðhöndlun eða óvirka lyfleysumeðhöndlun – verða vísindamenn að gæta þess að engin sjúklinganna eða meðferðaraðilanna viti hverjir fá hvaða meðferð.

 

– Rangt 

Meðferðin er opinber

Sjúklingum er skipt í tvo hópa. Annar þeirra fær rétta meðhöndlun, t.d. verkjastillandi pillur, en hinn fær lyfleysumeðferð sem hefur enga verkun, t.d. sykurpillur.

 

Læknirinn sem deilir út pillunum veit hvaða gerð af pillum hann gefur hverjum sjúklingi og sjúklingarnir geta einnig auðveldlega reiknað út hvora meðferðina þeir hljóta.

 

– Rétt

Meðferðin er leynd

Sjúklingum er skipt í meðferðar – og lyfleysuhóp en hvorki sjúklingarnir né nokkur annar sem kemst í tæri við þá í tilrauninni veit hver þeirra fær hvaða meðferð.

 

Þess í stað fá sjúklingarnir hver sitt númer og læknir veitir þeim nafnlaust pillubox sem er einungis merkt með samsvarandi númeri. Þessi gerð tilraunar nefnist tvíblinduð.

 

– Vægi

Vissa brenglar niðurstöður

Það getur haft mikil áhrif fyrir niðurstöður tilraunar hvort meðferðin er opinber eða leynd sjúklingum og meðferðaraðilum.

 

Í einni greiningu komust vísindamenn að því að áhrif meðferðar voru ofmetin um sem nemur 17% þegar tilraunin var ekki tvíblinduð – en tala þessi ræðst m.a. af gerð meðferðar.

 

Skilvirk blekking skiptir sköpum fyrir niðurstöður tilraunarinnar. Þetta sýndi tölvunarfræðingurinn Andrew Wickers við Memorian Slowan Kettering Cancer Center í BNA árið 2018.

 

Hann greindi 39 rannsóknir á nálastungu sem náðu til 20.000 þátttakenda og komst að þeirri niðurstöðu að meðferðin geti verið árangursríkari en lyfleysa þegar nálastungan snýst um að draga úr verkjum. Það sem er áhugaverðast við þessa greiningu hans er þó að þessi munur var sífellt minni eftir því sem betur tókst að blekkja lyfleysusjúklinganna til að telja að þeir væru að fá raunverulega nálastungumeðferð.


 Niðurstöður Wickers sýna að stór hluti af verkjastillandi áhrifum nálastungu stafar eingöngu á trú þátttakenda á að þeir séu að fá raunverulega nálastungu. En þær benda einnig til þess að nálin veiti verkjastillandi áhrif sem eru meira en einungis lyfleysuáhrif. Hvort þetta er satt geta vísindamenn ekki skorið úr um nema að þeir finni upp falska nál sem er fullkomlega fær um að gabba bæði sjúklinga og nálastungulækni.


 Hugmyndin um að nálin geti dregið úr verkjum öðlast samt nokkurra stoð úr allt annarri gerð tilrauna – á músum.

Nál sendir boð til heila

Teymi vísindamanna með danska taugalíffræðingnum Maiken Nedergaard í fararbroddi rannsakaði árið 2010 hvað gerist í líkama músar þegar nál er stungið í líkama hennar og henni snúið – alveg eins og á sér stað í nálastungu.

 

Vísindamennirnir merktu aukið magn efnisins adenosín í vefnum umhverfis nálina. Adenosín virkar eins og boðefni sem m.a. hjálpar frumum við að gera við skaddaðan vef. En það hefur einnig nokkur áhrif á þær taugafrumur sem senda sársaukaboð til heilans.

 

Nedergaard komst að því að adenosín dregur úr sársaukaboðum í músum. Þannig að sársaukastöðvar heilans verða ekki jafn virkar og áður.

 

Nál losar um eigin lyf líkamans

1 – Nál stingur gat á frumu

Nálin stingur gat í vef frumu og efnið ATP innan úr frumunni flýtur út.

 

2 – ATP safnast upp fyrir utan frumuna
Fruman leitast við að endurheimta ATP-ið, en það er of mikið til að hún geti náð því öllu.

 

3 – ATP breytist í adenósín
Utan við frumuna taka ensím að brjóta ATP niður í efnið adenósín.

 

4 – Adenósín dempar sársauka
Adenósín dregur úr boðsendingum tauga sem eiga að senda sársaukaboð til heilans.

Í tilrauninni brugðust mýsnar, sem fengu nálastungu, ekki jafn mikið við m.a. háum hita sem olli öðrum músum sársauka.

 

Til þess að tryggja að þessi áhrif væru ekki ein gerð lyfleysuáhrifa vegna alls umstangsins í kringum meðferðina sköpuðu vísindamennirnir genabreytta mús með taugafrumur sem brugðust ekki við adenosíni. Þessar mýs fengu sömu nálastungumeðferð eins og venjulegar mýs en upplifðu enga verkjastillingu. Þannig gátu vísindamenn með nokkru öryggi útilokað að áhrifin í músunum væru einvörðungu vegna lyfleysunnar.

 

 Síðan þá hefur Nedergaard sýnt að nálastunga leysir út aukið magn adenosíns í mönnum umhverfis nálina.

 

Þessi aukning ræðst af því hvar á líkamanum nálinni er stungið inn og hvort nálinni er snúið eður ei. En ennþá er óljóst hvort þetta aukna magn adenosíns hafi sömu verkjastillandi áhrif og í músum.

 

Hjá músum stóðu áhrifin auk þess skamma hríð – minna en einn sólarhring – þannig að þrátt fyrir að adenosín virki með sama hætti í mönnum, er ekki öruggt að það skipti máli fyrir sjúklinga sem vilja fá langvarandi lausn á verkjum sínum.

 

 Þegar öllu er á botninn hvolft er ástæða til að ætla að nálastunga sé betri til að draga úr verkjum en lyfleysumeðferð, þrátt fyrir að áhrifin séu tiltölulega takmörkuð. Hins vegar virkar nálastunga að líkindum ekki á margt annað sem hrjáir menn, eins og t.d. gigt og þunglyndi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: GORM PALMGREN

Shutterstock

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Vinsælast

1

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

6

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

1

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

2

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

3

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Þegar ég skoða laufblöð trjáa tek ég eftir því hversu ólík þau eru í raun og veru. Er það tilviljun eða hefur lögun blaðsins hlutverk?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is