Getur þyngdarafl tunglsins haft áhrif á nætursvefn minn?

Ég sef afleitlega í fullu tungli. Einn af vinum mínum heldur því fram að það sé vegna þess að þyngdarafl tunglsins togi í vatnið í líkamanum. Getur það verið rétt?

BIRT: 20/07/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þyngdarafl tunglsins hefur áhrif á allt á jörðu. Þetta sést greinilega á sjávarföllunum, sem stjórnast af stöðu tunglsins.

 

Sjávarföllin tákna flóð, sem er hækkun á yfirborði sjávar, en það stafar beinlínis af þyngdarafli tunglsins, svo og fjöru, þar sem yfirborðið lækkar.

 

Tunglið veldur því að þyngd okkar minnkar

Þyngdarafl tunglsins hefur áhrif í líkama okkar. Þegar tunglið er beint fyrir ofan höfuð okkar vinnur þyngdarafl þess í þveröfuga átt miðað við stefnu jarðar, sem táknar að við verðum léttari.

Þyngdartapið er mjög lítið, aðeins um það bil inn milljónasti hluti, og fyrir vikið er það ólíklegt að það hafi áhrif á nætursvefn þinn.

 

Tunglið kann þó að trufla svefn okkar á annan hátt. Bandarískir og argentínskir vísindamenn unnu nefnilega rannsókn árið 2021 sem leiddi í ljós að kvartilaskipti tunglsins hefur áhrif á svefn okkar.

 

Tunglskinið truflar hormónastarfsemina

Áhrifin stafa sennilega af mismikilli birtu af völdum tunglskinsins. Þegar skinið verður skærara breytist framleiðsla líkamans á hormóninu melantóníni, sem á þátt dægursveiflum líkamans, svo og framleiðslu á streituhormóninu kortísóli.

 

Niðurstaðan varð sú að karlar sofa að meðaltalið 21 mínútu skemur þær nætur sem tunglið er stækkandi, þ.e. á leiðinni að verða fullt. Sambærilegur mínútufjöldi nemur 12 mínútum þegar konur eiga í hlut.

BIRT: 20/07/2022

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is