Lifandi Saga

Gleymt guðspjall: Jesús var hortugur pörupiltur 

Fjölmargar frásagnir Biblíunnar um Jesú skildu kristna eftir með margar spurningar: Hvers vegna fékk María heiðurinn af því að ala guðsson? Og hvernig var Jesús sem barn? Óþekkt guðspjöll veita svörin.

BIRT: 21/08/2023

Hópur drengja er að leik við læk í bænum Nasareth í norðurhluta Ísrael. Það er sabbath, laugardagur, vikulegur hvíldardagur gyðinga.

 

Meðal barnanna er hinn fimm ára gamli Jesús, sonur guðs og væntanlegur frelsari mannkyns. Hann er búinn að búa til stíflu úr greinum og leir. Einhvern tímann eyðileggja aðrir strákar þessa smíð guðsonar sem brjálast.

 

„Syndugi fáviti! Hvað hefur stíflan mín gert þér? Nú muntu sjálfur visna eins og tré og þú munt aldrei bera blöð eða ávöxt“, hrópar Jesús að drengnum sem á sama augnabliki fellur dauður niður.

„Hvaða barn gerir svona hræðilega hluti?!“
Foreldrar drengs sem Jesús drap.

Harmi slegnir foreldrar drengsins leita uppi jarðneskan föður Jesú, smiðinn Jósef, og segja „Hvaða barn gerir svo hræðilegan hlut?!“

 

Svarið við spurningunni er ekki að finna í Nýja testamentinu sem greinir frá fæðingu Jesú í Betlehem, lífi hans sem spámanns ásamt krossfestingunni og upprisunni.

 

Lítið er fjallað um uppvöxt hans í opinberum guðspjöllum, rétt eins og einkalíf hans er hulin ráðgáta.

 

Kristnir reyndu á öldunum eftir dauða Jesú að fylla upp í götin í frásögninni um hann. Í einum textanna er að finna frásagnir af meinfýsnum og óreglusömum dreng sem nefnist Jesús.

 

Kirkjan drukknaði í guðspjöllum

Eftir dauða Jesú á krossinum varð til aragrúi af frásögnum um þennan undarlega frelsara. Postularnir Mattheus, Lúkas, Markús og Jóhannes greindu frá því hvernig hann breytti vatni í vín og vakti hina dauðu til lífs og hvernig hann sigraði sjálfur dauðann í upprisunni. Frásagnir þessar voru skráðar niður á árunum 60 – 100 e.Kr.

 

En þessir textar dugðu ekki fyrir hina kristnu sem sátu eftir með fjölmargar spurningar. Þá komu fram viðbætur í formi 40 guðspjalla – gríska fyrir „fagnaðarerindið“ – með litríkum frásögnum um líf og störf Jesús.

Júdasarguðspjallið – þar sem Júdas er eini postulinn sem skilur Jesúm í alvöru – er kannski það þekktasta af apókrýfskum guðspjöllum.

Leiðtogar kirkjunnar voru því nauðbeygðir til þess að hreinsa til í þessum fjölmörgu frásögnum. Ritstýringu þessari lauk opinberlega með kirkjuþingi í norðurafríska bænum Hippo Regius árið 393. Nýja Testamentið kom til með að innihalda hin fjögur klassísku guðspjöll ásamt fjölmörgum bréfum en af þeim eru 13 eignuð postulanum Páli og síðan er þar að finna opinberun Jóhannesar.

 

Þessar fjölmörgu frásagnir voru stimplaðar apokrýfískar – hugtak sem er leitt af gríska orðinu fyrir það sem er dulið eða leynilegt.

 

Hugtakið vísar til þess að ekki er vitað hver skrifaði textana. Fyrir vikið gat kirkjan ekki samþykkt annars sannfærandi vitnisburð. Ritin voru sögð vera helber trúarvilla og gleymdust síðan.

 

María Mey mötuð af engli

Eitt þekktasta apokrýfíska ritið er „Forguðspjall Jakobs“. Það var ritað undir lok annarrar aldar og dúkkaði fyrst upp aftur árið 1552.

 

Eins og nafnið bendir til er hér á ferðinni inngangur að núverandi guðspjöllum – og í því er að finna frásagnir um hvernig María mey gat verið svo hrein að hún fékk leyfi til að fæða guðsson.

 

Samkvæmt forguðspjallinu reyndu foreldrar Maríu, Anna og Jóakim, að eignast börn í langan tíma. Í örvæntingu sinni hélt eiginmaðurinn út í eyðimörkina og fastaði þar í 40 daga og nætur.

 

Meðan hann var í burtu heimsótti engill nokkur Önnu og fullvissaði hana um að hún myndi verða ólétt. Anna lofaði englinum að gefa barnið guði. Þegar Jóakim kom heim úr eyðimörkinni var kona hans á einhvern undraverðan hátt orðin ólétt.

„Þú ferð ekki feti lengra“
Jesús, þegar hann drap dreng sem rakst á hann.

Níu mánuðum síðar kom María í heiminn og segja má að hjónin Jóakim og Anna hafi gert allt sitt til að verja hana fyrir illsku heimsins.

 

Fyrstu árin lifði María í helgidómi sem var innréttaður í herbergi hennar. Þar gættu hebreskar jómfrúr hennar. Eftir aðeins sex mánuði gat hún gengið en móðir hennar leyfði henni ekki að stíga á jörðina og barnið yfirgaf því aldrei rúm sitt.

 

Þriggja ára gömul var María send út til að lifa í musteri. Þar var hún mötuð eins og dúfa úr hönd engils.

 

Þegar hún fékk blæðingar 12 ára gömul varð María að yfirgefa hofið þar sem tíðablóð er óhreint samkvæmt lögum Gyðinga. Fjórum árum síðar hitti hún smiðinn Jósef sem var mun eldri en hún og trúlofaðist honum. Skömmu síðar barnaði heilagur andi Maríu mey.

 

Jesúbarnið var raðmorðingi

Jómfrú María var hyllt í „Forguðspjalli Jakobs“ sem fyrirmyndarkona af englakyni – verð þess að ala guðsson. En öðruvísi er fjallað um hinn unga Jesú og þykir hann vera nokkuð hrottafenginn í apókrýfum texta í „Bernskuguðspjalli Tómasar“.

 

Guðspjallið var ritað á annarri öld en elsta heildarútgáfa af textanum sem sérfræðingar hafa aðgang að er komin frá 13. öld.

 

Tómas var einn af tólf postulum Jesú en textanum var hafnað sem fölskum af kristinni kirkju og því útilokaður úr Nýja testamentinu.

 

Apokrýfan teiknar upp portrett af Jesú sem óreglusömum og hefnigjörnum ribbalda. Það er í þessari sögu sem sagt er frá stíflunni hér að ofan og af textanum má ráða að Jesúbarnið hafi haft meira en eitt líf á samviskunni.

 

Fáeinum dögum eftir að hinn fimm ára gamli Jesú drap drenginn sem eyðilagði stíflu hans notaði guðssonur himneska krafta sína til að myrða dreng sem rakst óvart á hann.

 

„Þú ferð ekki feti lengra“, sagði Jesú við drenginn sem féll strax dauður niður.

Saga Jesú er full af endurnýtingu

Frásagnir Biblíunnar um Jesú eru hreint ekkert frumlegar. Kraftaverk kristna frelsarans minna á þá hæfileika sem fyrri siðmenningar eignuðu egypskum og grískum guðum og jafnvel er að finna þætti úr Búddisma.

Guðir Egypta risu upp

Margir guðir í egypskri goðafræði risu, rétt eins og Jesú, upp frá dauðum. Frægastur þeirra er líklega guðinn Osiris sem var vakinn til lífs af konu sinni Isis. Osiris reis þó ekki til himna – hann varð guð undirheimanna.

Grískur guð læknaði

Hálfguðinn Asklepíos var sonur jarðneskrar konu og gríska guðsins Apollons sem hafði veitt honum lækningarmátt. Asklepíos var samkvæmt forngrikkjum fær um að lækna fárveika menn og vekja hina dauðu til lífs.

Jesús hermdi eftir Búdda

Stofnandi búddisma, Siddharta Gautama (síðari Búdda), fór rétt eins og Jesú í hof þegar hann var 12 ára gamall. Búdda fastaði aleinn í 47 daga, Jesús í 40 daga. Eftir föstuna fóru þeir báðir að fíkjutré.

Vatn í vín var ekkert nýtt

Samkvæmt grískri goðafræði umbreytti guðinn Díónísos sem var guð grósku og fullnægju, vatni í vín löngu áður en Jesús fæddist. Mögulega hermdi Jesús eftir grískum kollega sínum og heillaði menn með galdrabrellum sínum.

Þegar foreldrar hins látna drengs klöguðu til Jósefs yfir háttalagi sonar hans, þá svaraði Jesú því með því að blinda báða foreldrana.

 

María og Jósef áttu í miklum vandræðum með uppeldi sonar guðs. Þegar Jósef réði til sín kennara til að kenna Jesús – sem að sjálfsögðu var ótrúlega vel gefinn – hæddist drengurinn að kennaranum Zakaeusi fyrir fávisku hans. Þetta leiddi til þess að kennarinn sagði upp nokkru síðar.

 

Síðan reyndi annar kennari að taka við í stutta stund en var svo argur yfir framkomu nemandans að hann rak honum kinnhest. Refsingin varð til þess að Jesú nýtti guðdómlega krafta sína til að drepa kennarann.

 

Á þessum tímapunkti var orðspor Jesú í bænum vægast sagt hörmulegt. Og þegar drengur að nafni Zeon lést eftir að hafa fallið niður af þaki var Jesú kennt um. Til að sanna sakleysi sitt vakti Jesús drenginn til lífs á ný.

 

Eftir þetta fær myndin af Jesú á sig öllu jákvæðari blæ. Drengurinn fremur röð af kraftaverkum sem greina m.a. frá björgun drengs eftir banvænt slöngubit og eins vakti hann kornabarn til lífs.

 

María Magdalena var yndi Jesú

„Bernskuguðspjalli Tómasar“ lýkur þegar Jesú heimsækir musterið í Jerúsalem 12 ára gamall – atburður sem einnig er lýst í Nýja testamentinu.

 

Hvað hann fékkst við frá tólf ára aldri og fram að þeim örlagatímum þegar Jóhannes skírari skírði hann 30 ára gamlan segir ekkert um í Biblíunni – og þekktustu apókrýfu-textarnir gera ekki mikið í að fylla upp í götin.

 

Í „Arabíska bernskuguðspjallinu“ sem líklega er skrifað einhvern tímann á sjöttu öld og var gefið út 1697, kemur þó fram að Jesú lagði stund á „lög“ ungur að árum. Orðið vísar til „fimm Mósebókanna“ sem innihalda þá þau trúarlegu lögmál sem gyðingar lifðu eftir.

 

Ein umdeildasta persónan í vinahópi Jesú var María Magdalena.

Í Nýja testamentinu er að finna mörg bréf sem Pétur postuli skrifaði til kristinna safnaða þar sem hann útskýrði kenningar kristninnar.

Kirkjan valdi hin sönnu guðspjöll

Eftir dauða Jesú voru rituð fjölmörg guðspjöll um son Guðs. Leiðtogar kirkjunnar voru því nauðbeygðir til að hreinsa til í ritunum og velja það trúverðugasta úr sem fékk að vera með í Nýja testamentinu.

 

Um árið 180 e.Kr. var að finna meira en 40 guðspjöll rituð af óþekktum höfundum sem gjarnan þóttust vera tólfti postulinn. Leiðtogar kirkjunnar höfnuðu hins vegar flestum þessum guðspjöllum sem trúvillu.

 

Tilraunir kirkjunnar til að útiloka þessa kristnu texta var andsvar þeirra við villuráfandi trúarsetningum sem birtust á síðari hluta annarrar aldar.

 

Þá tóku sjálfskipaðir spámenn eins Markion og Montanos að reiða fram eigin kenningar um hina einu sönnu kristni. Gnostikerinn Markion taldi að í kristni væru tveir guðir – einn illur guð sköpunar, eins og finnst í Gamla testamentinu og kærleiksríki og miskunnsami guðinn sem Jesús opinberaði.

 

Montanos kvaðst vera talsmaður heilags anda og boðberi síðasta sannleika kristninnar.

 

Leiðtogar kristninnar enduðu á því að viðurkenna á endanum 27 texta – sem innihalda fjögur viðtekin guðspjöll en öll voru þau skrifuð á árunum 60 – 100 eftir fæðingu Krists.

 

Þessir textar voru síðan opinberlega gefnir út í Nýja testamentinu undir lok fjórðu aldar.

Samkvæmt Nýja testamentinu var hún meðal þeirra fyrstu sem varð vitni að upprisu Jesú en eftir himnaför hans er ekki frekar minnst á Maríu Magdalenu.

 

Í apókrýfuritinu „Guðspjall Maríu Magdalenu“ fær konan í lífi Jesú öllu meira svigrúm. Apókrýfan fannst í Egyptalandi árið 1896 en einungis um helmingur verksins var varðveittur.

 

María Magdalena gegnir í textanum hlutverki sem sú manneskja sem stendur frelsaranum næst. Hún er sú eina sem skilur hann fyllilega og deilir andlegu innsæi hans, segir hún við postulana „Þess vegna elskar hann mig mest af öllum“.

 

Papýrus greinir frá eiginkonu

Stóra spurningin er sjálfsögðu hvort ástin milli Jesús og Maríu Magdalenu hafi verið meira en bara platónsk. Voru þau kærustupar? Eða jafnvel gift? Áttu þau börn saman?

 

Opinbert guðspjall Maríu Magdalenu veitir engin skýr svör en það hefur ekki aftrað sumum sagnfræðingum frá því að staðhæfa að Jesús og María Magdalena hafi gifst og átt börn. Kenning sem er meðal annars í metsölubók Dans Brown, „Da Vinci lykillinn“.

 

Einn talsmanna þess að Jesú hafi verið kvæntur maður er Karen Kling, trúarbragðasagnfræðingur við Harvard University. Árið 2012 kynnti hún til sögunnar óþekktar apókrýfutexta í formi egypsks papýrusbrots sem er talið vera frá fjórðu öld.

Konstantín mikli keisari kallaði saman árið 325 e.Kr. biskupa frá öllum kristna heiminum til fundar um kristna trú í Nikeu.

Brotin eru ekki stærri en nafnspjöld og innihalda röð sundurslitinna texta sem eru ritaðir á koptísku – semetískt tungumál sem tengist egypsku, hebresku og arabísku. Á einum stað stendur:

 

„Jesús sagði við þá: Konan mín“.  Meira er ekki til af setningunni.

 

Nokkrum dögum eftir opinberun Karenar tilkynnti Vatíkanið að brotin í þessu meinta óþekkta guðspjalli væru „haldlaus fölsun“.

 

Fundurinn er þó dæmi um að ennþá er ekki búið að segja síðasta orðið um líf Jesú.

Lestu meira um gleymdu guðspjöllin

Bart D. Ehrman: Lost Scriptures: Books That Did Not Make It Into The New Testament, Oxford University Press, 2005

Bart D. Ehrman: The Other Gospels: Accounts of Jesus from Outside The New Testament, Oxford University Press, 2013

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN , ANDREAS ABILDGAARD

© Critical Edition,© Museum of Fine Arts, Houston,© home.scarlet.be, British Museum, Tedmek, Art Institute of Chicago,

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

3

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Risaeðlubeinagrindin ,,Apex” seldist fyrir 44,6 milljónir dollara eða sem svarar 6,2 milljörðum króna.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is