Góðar fréttir fyrir þig sem laumar oft köku eða súkkulaði niður í innkaupakerruna

Vísindamenn hafa skoðað samhengi milli þyngdar og dánartíðni 500.000 Bandaríkjamanna.

BIRT: 23/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Ofþyngdar- og offitutilvikum hefur síðustu 25 árin farið fjölgandi nánast á sprengihraða og það er almennt viðurkennt að of há BMI-tala (Body Mass Index) geti verið meðal ástæðna ýmissa hjarta- og æðasjúkdóma.

 

En bandarískar rannsóknir benda nú ekki til að of há BMI-tala beinlínis auki dánartíðnina.

 

Ofþyngd ekki eina ástæðan

Það eru vísindamenn hjá Rutgersháskóla í Bandaríkjunum sem rannsakað hafa þessi tengsl og boðskapur þeirra er skýr:

 

„Rannsókn okkar styður þá skoðun að maður þurfi að varast að líta bara á BMI-töluna. Það er ekki skýrt samband milli þyngdar og dánartíðni almennt, þegar BMI-tölur eru skoðaðar í víðara samhengi.  Það þýðir þó alls ekki dánartíðnin sé sú sama í öllum BMI-flokkum,“ segja vísindamennirnir tveir, sem gerðu rannsóknina, Aayush Visaria og Soko Setoguchi.

 

Rannsókn á 500.000 manns

Flestar bandarískar rannsóknir á þessu sviði byggjast á gögnum frá sjöunda áratug síðustu aldar og fram yfir 1990. Þessar rannsóknir náðu einkum til hvítra Bandaríkjamanna, sem ekki voru af suður-amerískum ættum. Vísindamennirnir hjá Rutgersháskóla víkkuðu það sjónarhorn í rannsókn sinni.

 

Þeir greindum heilsufarsgögn 554.332 fullorðinna einstaklinga sem tekið höfðu þátt í stórri rannsóknabandarískra heilbrigðisyfirvalda, „National Health Interview Survey“ (1990-2018). Til viðbótar voru sóttar upplýsingar í opinberar andlátsskrár (National Death Index).

 

Meira en þriðjungur var í ofþyngd

BMI-tölur þátttakenda voru reiknaðar á grundvelli upplýsinga þeirra sjálfra um hæð og þyngd og þátttakendum síðan skipt upp i 9 BMI-flokka. 35% þátttakenda voru með BMI-tölu á bilinu 25-29,9, sem flokkast sem ofþyngd og 27,2% höfðu BMI-töluna 30 eða hærri, sem flokkast sem offita.

 

Þegar bornar voru saman dánartölur fólks sem fylgst hafði verið með í langan tíma, 9-20 ár, reyndist ekki neinn áberandi munur á dánartíðni eftir BMI-flokkum.

 

Hjá eldri þátttakendum var enginn marktækur munur á dánartíðni á BMI-rófinu 22,5-34.9. Og hjá yngri þátttakendum reyndist heldur ekki marktækur munur á BMI-rófinu 22,5-27,4.

 

Meðal þeirra sem voru allra efst á BMI-kvarðanum var dánartíðnin þó talsvert hærri en almennt, eða 21-108% hærri.

 

Vísindamennirnir telja óhætt að draga þá ályktun að BMI-tala á bilinu 25-29,9, sem sagt ofþyngd leiði ekki sjálfkrafa af sér auka dánarlíkur.

BIRT: 23/07/2023

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is